Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Valdís Þóra Jónsdóttir, Leyni, taka nú þátt á úrtökumóti fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum.
Ólafía hefur spilað frábærlega fyrstu þrjá hringina og er hún samtals á sjö höggum undir pari og í sjötta sæti mótsins. Nú er einn hringur eftir af mótinu.
Valdís Þóra er úr leik en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn en 130 efstu kylfingarnir komust áfram. Valdís hafnaði í 227. sæti en alls taka 350 konur þátt á mótinu. Alls komast 90 efstu úr þessu móti inn á 2. stig úrtökumótsins.
Úrtökumótið fer fram í Kaliforníu og er gríðarlegur hiti á svæðinu um þessar mundir og nær hitinn að fara upp undir 40 gráður. Keppt er á Dinah og Palmer völlunum á Mission Hills svæðinu og einnig á Gary Player vellinum á Westin Mission Hills.
Ólafía að spila frábært golf
