Birgir Leifur Hafþórsson er í fínum málum fyrir lokahringinn á Áskorendamótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu í karlaflokki. Hann er samtals á ellefu höggum undir pari eftir þrjá hringi. Í gær klifraði hann upp um fjörutíu sæti og er núna í því áttunda.
Um er að ræða Bridgestone Challenge mótið sem fer fram á Heythrop Park Resort við Oxford. Birgir hefur tekið þátt á sex mótum á mótaröðinni á þessari leiktíð og er sjötta sætið hans besti árangur en hann náði því á móti í Svíþjóð.
Fram kemur á vefsíðunni golf.is að Birgir hafi nú þegar unnið sér inn 7000 evrur á tímabilinu en hann er í 113. sæti stigalistans á Áskorendamótaröðinni.
Birgir Leifur í góðum málum
