Nico Rosberg á ráspól í Belgíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. ágúst 2016 13:05 Nico Rosberg var fljótastur í dag í fjarrveru Lewis Hamilton. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir belgíska kappaksturinn. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. Rosberg náði í sinn sjötta ráspol á tímabilinu. Verstappen er sá yngsti til að ræsa á fremstu ráslínu. Verstappen mun ræsa á mýkri dekkjum en ökumennirnir í kringum hann. Keppnin verður afar spennandi á morgun. Í fyrstu lotunni var augljóst að Lewis Hamilton ætlaði ekki að setja of mikið álag á nýju vélina sína. Hann ók einungis þannig að hann þyrfti ekki að fara til dómaranna og óska heimildar til að keppa. Reglan er sú að ef ökumaður tekur ekki þátt eða þá að brautartíminn hans er meira en 107% af hraðasta tímanum þá þarf ökumaðurinn að fá keppnisleyfi hjá dómurum keppninnar. Sjá einnig: Hamilton færður aftur um 30 sæti á ráslínu. Í fyrstu lotunni duttu út: Hamilton á Mercedes, Fernando Alonso á McLaren, Esteban Ocon á Manor, Daniil Kvyat á Toro Rosso og Sauber ökumennirnir. Á meðan var Felipe Massa á Williams fljótastur í lotunni rétt á undan Ferrari mönnum.Max Verstappen á Red Bull er yngsti ökumaðurinn til að ræsa af fremstu ráslínu.Vísir/GettyÍ annarri lotu duttu út: Carlos Sainz á Toro Rosso og Pascal Wehrlein á Manor ásamt Haas og Renault ökumönnunum. Rosberg var fljótastur í lotunni, Verstappen varð annar. Ofurmjúku dekkin ollu vandræðum, það var afar heitt og dekkin dugðu varla heilan hring. Ökumenn tóku því afar rólega úthringi og reyndu að nýta allt sem dekkin áttu að gefa. Síðasta lotan var aldrei í hættu hjá Rosberg. Baráttan var á milli Red Bull og Ferrari um hver kæmist á fremstu röð með Rosberg. Formúla Tengdar fréttir Rosberg og Verstappen fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð fljótastur á seinni æfingu dagisins. 26. ágúst 2016 18:30 Formúlu 1 bílar verða á teinum á næsta ári Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. 24. ágúst 2016 14:30 Hamilton færður aftur um 30 sæti í ræsingu Breytingar gerðar á vél heimsmeistarans eftir æfingar morgunsins í Belgíu. 26. ágúst 2016 17:30 Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir belgíska kappaksturinn. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. Rosberg náði í sinn sjötta ráspol á tímabilinu. Verstappen er sá yngsti til að ræsa á fremstu ráslínu. Verstappen mun ræsa á mýkri dekkjum en ökumennirnir í kringum hann. Keppnin verður afar spennandi á morgun. Í fyrstu lotunni var augljóst að Lewis Hamilton ætlaði ekki að setja of mikið álag á nýju vélina sína. Hann ók einungis þannig að hann þyrfti ekki að fara til dómaranna og óska heimildar til að keppa. Reglan er sú að ef ökumaður tekur ekki þátt eða þá að brautartíminn hans er meira en 107% af hraðasta tímanum þá þarf ökumaðurinn að fá keppnisleyfi hjá dómurum keppninnar. Sjá einnig: Hamilton færður aftur um 30 sæti á ráslínu. Í fyrstu lotunni duttu út: Hamilton á Mercedes, Fernando Alonso á McLaren, Esteban Ocon á Manor, Daniil Kvyat á Toro Rosso og Sauber ökumennirnir. Á meðan var Felipe Massa á Williams fljótastur í lotunni rétt á undan Ferrari mönnum.Max Verstappen á Red Bull er yngsti ökumaðurinn til að ræsa af fremstu ráslínu.Vísir/GettyÍ annarri lotu duttu út: Carlos Sainz á Toro Rosso og Pascal Wehrlein á Manor ásamt Haas og Renault ökumönnunum. Rosberg var fljótastur í lotunni, Verstappen varð annar. Ofurmjúku dekkin ollu vandræðum, það var afar heitt og dekkin dugðu varla heilan hring. Ökumenn tóku því afar rólega úthringi og reyndu að nýta allt sem dekkin áttu að gefa. Síðasta lotan var aldrei í hættu hjá Rosberg. Baráttan var á milli Red Bull og Ferrari um hver kæmist á fremstu röð með Rosberg.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg og Verstappen fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð fljótastur á seinni æfingu dagisins. 26. ágúst 2016 18:30 Formúlu 1 bílar verða á teinum á næsta ári Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. 24. ágúst 2016 14:30 Hamilton færður aftur um 30 sæti í ræsingu Breytingar gerðar á vél heimsmeistarans eftir æfingar morgunsins í Belgíu. 26. ágúst 2016 17:30 Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Rosberg og Verstappen fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð fljótastur á seinni æfingu dagisins. 26. ágúst 2016 18:30
Formúlu 1 bílar verða á teinum á næsta ári Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. 24. ágúst 2016 14:30
Hamilton færður aftur um 30 sæti í ræsingu Breytingar gerðar á vél heimsmeistarans eftir æfingar morgunsins í Belgíu. 26. ágúst 2016 17:30
Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00