Fimm kíló af garni sem segja sögu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 10:00 Ýr kláraði nám í textílhönnun við Myndlistaskólann í Reykjavík og hefur unnið að ýmiss konar textílverkefnum undir nafninu Ýrúrarí frá árinu 2012. Vísir/Ernir Í byrjun sumars ákvað ég að byrja að reyna að prjóna úr öllu garninu sem ég á. Ég er að flytja til Glasgow og vil ekki skilja eftir ótrúlega mikið af dóti hjá mömmu og pabba,“ segir textíl- og fatahönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem unnið hefur að ýmsum textílverkefnum undanfarin ár undir nafninu Ýrúrarí. Næstkomandi fimmtudag opnar hún sína fyrstu einkasýningu, Sweater story. Á sýningunni má sjá ellefu peysur sem saman segja sögu um bakgrunn peysanna og eru þær líkt og áður sagði unnar úr garni sem orðið hafði afgangs úr öðrum verkefnum eða Ýr hafði ekki komist í að nota. „Ég fór að vinna út frá gömlum hugmyndum af því ég vissi ekki alveg nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera. Ég þurfti einhvern veginn að tengja þær allar saman og það varð bara til einhver saga,“ segir Ýr og bætir við að þegar peysunum sé raðað upp í rétta röð myndi þær heildstæða sögu um bakgrunn tveggja peysa. Ýr segir hugsanlegt að næturvaktir hafi að einhverju leyti orðið til þess að hugmyndin kviknaði. Að vaka á nóttunni valdi oft óvenjulegum hugdettum. „Ég vann líka alla litavinnuna út frá þessu garni sem ég átti og þegar fór að líða á peysurnar fóru ákveðnir litir að klárast og sumar þeirra skipta um lit á skrítnum stöðum,“ segir Ýr. Þegar hún er spurð að því hvort ekki hafi gengið töluvert á garnbirgðirnar í þessu verkefni hlær hún: „Ég vigtaði einmitt peysurnar um daginn og þær vega fimm kíló. Þannig að það er vissulega einhver munur en sést nú eiginlega ekki á garnsafninu samt,“ segir hún en garninu hefur hún sankað að sér víðsvegar að og er margt af því „second-hand“. Peysurnar eru prjónaðar á prjónavél, handsaumaðar saman og skreyttar með útsaumi og handprjónuðum stykkjum og tekur töluverðan tíma að setja hverja peysu saman. Nafn sýningarinnar segir Ýr að tengist mögulega hinni ástsælu teiknimynd Toy Story. „Nafnið bara festist í hausnum á mér og ég veit ekki alveg af hverju það er á ensku. Ég tengi þetta smá við Toy Story, þetta eru peysur sem fá líf eins og dótið í myndinni,“ segir hún og bætir við að tilgangur sýningarinnar sé ekki einungis að losa um pláss áður en hún flytur út heldur vilji hún líka vekja fólk til umhugsunar um fataframleiðslu og hversu mikil vinna og vinnuafl fer í hverja flík. Sýningin verður opnuð í Galleríi Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, þann 1. september klukkan 18.30. Við opnun sýningarinnar verður opnunarathöfn þar sem sagan er útskýrð í orðum, hljóði og dansi. Einnig verður útgáfa á Sweater story vasabók sem gefur góða yfirsýn yfir verkið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst. Menning Tíska og hönnun Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í byrjun sumars ákvað ég að byrja að reyna að prjóna úr öllu garninu sem ég á. Ég er að flytja til Glasgow og vil ekki skilja eftir ótrúlega mikið af dóti hjá mömmu og pabba,“ segir textíl- og fatahönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem unnið hefur að ýmsum textílverkefnum undanfarin ár undir nafninu Ýrúrarí. Næstkomandi fimmtudag opnar hún sína fyrstu einkasýningu, Sweater story. Á sýningunni má sjá ellefu peysur sem saman segja sögu um bakgrunn peysanna og eru þær líkt og áður sagði unnar úr garni sem orðið hafði afgangs úr öðrum verkefnum eða Ýr hafði ekki komist í að nota. „Ég fór að vinna út frá gömlum hugmyndum af því ég vissi ekki alveg nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera. Ég þurfti einhvern veginn að tengja þær allar saman og það varð bara til einhver saga,“ segir Ýr og bætir við að þegar peysunum sé raðað upp í rétta röð myndi þær heildstæða sögu um bakgrunn tveggja peysa. Ýr segir hugsanlegt að næturvaktir hafi að einhverju leyti orðið til þess að hugmyndin kviknaði. Að vaka á nóttunni valdi oft óvenjulegum hugdettum. „Ég vann líka alla litavinnuna út frá þessu garni sem ég átti og þegar fór að líða á peysurnar fóru ákveðnir litir að klárast og sumar þeirra skipta um lit á skrítnum stöðum,“ segir Ýr. Þegar hún er spurð að því hvort ekki hafi gengið töluvert á garnbirgðirnar í þessu verkefni hlær hún: „Ég vigtaði einmitt peysurnar um daginn og þær vega fimm kíló. Þannig að það er vissulega einhver munur en sést nú eiginlega ekki á garnsafninu samt,“ segir hún en garninu hefur hún sankað að sér víðsvegar að og er margt af því „second-hand“. Peysurnar eru prjónaðar á prjónavél, handsaumaðar saman og skreyttar með útsaumi og handprjónuðum stykkjum og tekur töluverðan tíma að setja hverja peysu saman. Nafn sýningarinnar segir Ýr að tengist mögulega hinni ástsælu teiknimynd Toy Story. „Nafnið bara festist í hausnum á mér og ég veit ekki alveg af hverju það er á ensku. Ég tengi þetta smá við Toy Story, þetta eru peysur sem fá líf eins og dótið í myndinni,“ segir hún og bætir við að tilgangur sýningarinnar sé ekki einungis að losa um pláss áður en hún flytur út heldur vilji hún líka vekja fólk til umhugsunar um fataframleiðslu og hversu mikil vinna og vinnuafl fer í hverja flík. Sýningin verður opnuð í Galleríi Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, þann 1. september klukkan 18.30. Við opnun sýningarinnar verður opnunarathöfn þar sem sagan er útskýrð í orðum, hljóði og dansi. Einnig verður útgáfa á Sweater story vasabók sem gefur góða yfirsýn yfir verkið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst.
Menning Tíska og hönnun Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira