Apple lagar öryggisgalla í nýjustu uppfærslu sinni Birta Svavarsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 21:01 Búið er að senda út aðra uppfærslu sem lagar öryggisgallann. Getty Galli í nýjustu uppfærslunni á iOS stýrikerfi Apple gerði það kleift að hægt væri að hakka sig inn í iPhone síma og koma þar fyrir njósnavírus með aðeins einum smelli. Apple hefur nú sent út aðra uppfærslu sem lagar þennan galla.BBC fjallaði um málið fyrr í kvöld. Upp komst um gallann þegar mannréttindalögfræðingurinn Ahmed Mansoor fékk send sms skilaboð í iPhone 6 síma sinn með upplýsingum um meintar pyntingar sem áttu að hafa átt sér stað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Innihéldu skilaboðin hlekki sem áttu að beina viðtakanda á upptökur af meintum pyntingum. Ef smellt hefði verið á hlekkina hefði sími Ahmed samstundis sýkst af vírus sem hefði getað njósnað um nærumhverfi hans í gegnum myndavél og hljóðnema símans. Ahmed Mansoor lét öryggisfyrirtækin Citizen Lab og Lookout samstundis vita, sem gátu flýtt fyrir því að gallinn yrði lagaður. Halda þeir að njósnaforritið sem um ræðir hafi verið forritað af ísraelskum internethryðjuverkasamtökum sem kalla sig NSO Group. „Þetta er háþróaðasta njósnaforrit sem við höfum fundið,“ er haft eftir starfsmanni Lookout í frétt BBC. „Viðbrögð Apple hafa verið mjög hröð, svo við hvetjum alla iOS notendur til að uppfæra stýrikerfin sín sem allra fyrst.“ Tækni Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Galli í nýjustu uppfærslunni á iOS stýrikerfi Apple gerði það kleift að hægt væri að hakka sig inn í iPhone síma og koma þar fyrir njósnavírus með aðeins einum smelli. Apple hefur nú sent út aðra uppfærslu sem lagar þennan galla.BBC fjallaði um málið fyrr í kvöld. Upp komst um gallann þegar mannréttindalögfræðingurinn Ahmed Mansoor fékk send sms skilaboð í iPhone 6 síma sinn með upplýsingum um meintar pyntingar sem áttu að hafa átt sér stað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Innihéldu skilaboðin hlekki sem áttu að beina viðtakanda á upptökur af meintum pyntingum. Ef smellt hefði verið á hlekkina hefði sími Ahmed samstundis sýkst af vírus sem hefði getað njósnað um nærumhverfi hans í gegnum myndavél og hljóðnema símans. Ahmed Mansoor lét öryggisfyrirtækin Citizen Lab og Lookout samstundis vita, sem gátu flýtt fyrir því að gallinn yrði lagaður. Halda þeir að njósnaforritið sem um ræðir hafi verið forritað af ísraelskum internethryðjuverkasamtökum sem kalla sig NSO Group. „Þetta er háþróaðasta njósnaforrit sem við höfum fundið,“ er haft eftir starfsmanni Lookout í frétt BBC. „Viðbrögð Apple hafa verið mjög hröð, svo við hvetjum alla iOS notendur til að uppfæra stýrikerfin sín sem allra fyrst.“
Tækni Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira