Erlent

Se og Hør-málið: Fréttastjórar fá sex mánaða dóm fyrir njósnir

Atli Ísleifsson skrifar
Dómurinn er sá fyrsti sem fellur í málinu.
Dómurinn er sá fyrsti sem fellur í málinu. Vísir/EPA
Dómstóll í Danmörku dæmdi í dag þau Lise Bondesen og Kim Bretov í sex mánaða fangelsi og til að sinna 120 klukkustunda samfélagsþjónustu eftir að þau voru fundin sek um njósnir í Se og Hør-málinu svokallaða.

Þau Bondesen og Bretov störfuðu bæði sem fréttastjórar á slúðurblaðinu, en þau voru fundin sek af ákæru um að hafa njósnað um kreditkortafærslur þekktra einstaklinga.

Dómurinn er sá fyrsti sem fellur í málinu.

Ýmsir þekktir Danir urðu fyrir njósnum blaðsins, meðal annars þau Jóakim prins og María kona hans, og leikarinn Mads Mikkelsen. Á upplýsingatæknifræðingur að hafa látið blaðamenn vita um ýmsar kreditkortafærslur fólksins, svo sem flugmiðakaup eða greiðslur fyrir læknisþjónustu, í skiptum fyrir fé. Upp úr þessu voru svo unnar fréttir.

Í frétt DR er haft eftir Bondesen að hún finni fyrir miklum létti að dómur hafi loks fallið í málinu. Hún hefur beðist afsökunar á framferði sínu og segir það hafa verið ósiðlegt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×