Formúlu 1 bílar verða á teinum á næsta ári Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. ágúst 2016 14:30 Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursmála hjá Pirelli. Vísir/Getty Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. Hembrey gerir ráð fyrir að bílarnir verði þremur til sex sekúndum fljótari á hverjum hring. Hraðaaukningin mun velta á hverri braut og hversu mikið af beygjum er á henni. Megnið af tímanum sem mun sparast verður í beygjum þar sem breytingarnar eru hannaðar til þess að koma bílunum hraðar í gegnum beygjur. Aukið loftflæði mun í upphafi hægja á bílunum á beinum hröðum köflum brautanna. Aukið loftflæði mun koma til vegna breiðari vængja. „Aksturinn gæti orðið eins og á teinum með þessum breytingum. Gripið gæti orðið svo mikið að tilfinningin sem ökumenn hafa um að vera á mörkum þess grips sem þeir hafa gæti horfið og bíllinn orðið eins og á teinum,“ sagði Hembrey í samtali við Autosport. Hembrey telur að breytingarnar muni valda því að ökumenn fái sömu tilfinningu og ef þeir væru vanir að aka GP2 bílum og myndu skyndilega hoppa um borð í Formúlu 1 bíl. „Þetta verður eins og nýr kappakstursflokkur. Þetta verður eins og að stökkva frá GP2 í Formúlu 1, þetta verður einskonar Formúla 1 plús miðað við núverandi ástand,“ bætti Hembrey við. Formúla Tengdar fréttir Mallya: Litlar breytingar væntanlegar eftir sumarfrí Force India gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum í goggunarröð Formúlu 1 liða eftir sumarfrí. Ástæðuna fyrir þessu segir liðsstjórinn Vijay Mallya, vera að liðin einbeiti sér að breytingum næsta árs. 22. ágúst 2016 19:30 Kaltenborn: Sauber hefur engar afsakanir á næsta ári Sauber liðið í Formúlu 1 hefur engar afsakanir til að færa sig ekki ofar í keppni bílasmiða á næstar ári, samkvæmt liðsstjóra Sauber Monisha Kaltenborn. 12. ágúst 2016 20:15 Alonso spenntur fyrir bílum næsta árs Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 spáir því að bílar næsta árs vekji hrifningu ökumanna. Hann gerir ráð fyrir því að þeir eigi eftir að virka vel fyrir ökumenn og áhorfendur. 10. ágúst 2016 09:00 Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. Hembrey gerir ráð fyrir að bílarnir verði þremur til sex sekúndum fljótari á hverjum hring. Hraðaaukningin mun velta á hverri braut og hversu mikið af beygjum er á henni. Megnið af tímanum sem mun sparast verður í beygjum þar sem breytingarnar eru hannaðar til þess að koma bílunum hraðar í gegnum beygjur. Aukið loftflæði mun í upphafi hægja á bílunum á beinum hröðum köflum brautanna. Aukið loftflæði mun koma til vegna breiðari vængja. „Aksturinn gæti orðið eins og á teinum með þessum breytingum. Gripið gæti orðið svo mikið að tilfinningin sem ökumenn hafa um að vera á mörkum þess grips sem þeir hafa gæti horfið og bíllinn orðið eins og á teinum,“ sagði Hembrey í samtali við Autosport. Hembrey telur að breytingarnar muni valda því að ökumenn fái sömu tilfinningu og ef þeir væru vanir að aka GP2 bílum og myndu skyndilega hoppa um borð í Formúlu 1 bíl. „Þetta verður eins og nýr kappakstursflokkur. Þetta verður eins og að stökkva frá GP2 í Formúlu 1, þetta verður einskonar Formúla 1 plús miðað við núverandi ástand,“ bætti Hembrey við.
Formúla Tengdar fréttir Mallya: Litlar breytingar væntanlegar eftir sumarfrí Force India gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum í goggunarröð Formúlu 1 liða eftir sumarfrí. Ástæðuna fyrir þessu segir liðsstjórinn Vijay Mallya, vera að liðin einbeiti sér að breytingum næsta árs. 22. ágúst 2016 19:30 Kaltenborn: Sauber hefur engar afsakanir á næsta ári Sauber liðið í Formúlu 1 hefur engar afsakanir til að færa sig ekki ofar í keppni bílasmiða á næstar ári, samkvæmt liðsstjóra Sauber Monisha Kaltenborn. 12. ágúst 2016 20:15 Alonso spenntur fyrir bílum næsta árs Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 spáir því að bílar næsta árs vekji hrifningu ökumanna. Hann gerir ráð fyrir því að þeir eigi eftir að virka vel fyrir ökumenn og áhorfendur. 10. ágúst 2016 09:00 Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mallya: Litlar breytingar væntanlegar eftir sumarfrí Force India gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum í goggunarröð Formúlu 1 liða eftir sumarfrí. Ástæðuna fyrir þessu segir liðsstjórinn Vijay Mallya, vera að liðin einbeiti sér að breytingum næsta árs. 22. ágúst 2016 19:30
Kaltenborn: Sauber hefur engar afsakanir á næsta ári Sauber liðið í Formúlu 1 hefur engar afsakanir til að færa sig ekki ofar í keppni bílasmiða á næstar ári, samkvæmt liðsstjóra Sauber Monisha Kaltenborn. 12. ágúst 2016 20:15
Alonso spenntur fyrir bílum næsta árs Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 spáir því að bílar næsta árs vekji hrifningu ökumanna. Hann gerir ráð fyrir því að þeir eigi eftir að virka vel fyrir ökumenn og áhorfendur. 10. ágúst 2016 09:00
Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00