Kynbundnar kröfur Una Hildardóttir skrifar 22. ágúst 2016 16:27 Við Ögmundur Jónasson erum oftar en ekki sammála enda bæði félagar í VG. Ég ætlast ekki til þess að allir í hreyfingunni hafi sömu skoðun. Þvert á móti. Ég verð samt að viðurkenna að ummæli Ögmundar í Vikulokunum á Rás 2 um að stjórnmálakonur nýti sér neikvætt umtal til eigin framdráttar fóru fyrir brjóstið á mér og mér þykir leitt að upplifun hans af konum í stjórnmálum hafi mótað slíkar skoðanir. Myndin hér til hliðar er framboðsmyndin mín frá árinu 2013. Mér var boðið sæti á lista, sama lista og Ögmundur leiddi. Ég hafði ekki boðið mig fram í forvali og ætlaði mér ekki að taka sæti á lista fyrir kosningarnar. Ekki vegna þess að ég hafði ekki áhuga heldur vegna þess að ég var hrædd. Ég óttaðist ekki að fá á mig málefnalega gagnrýni, taka þátt í rökræðum eða skrifa greinar. Ég var ekki hrædd við að fá erfiðar spurningar frá kjósendum eða taka þátt í pallborðsumræðum. Ég var hrædd við að líta ekki nógu vel út. Mér fannst ég of feit, með of dökkt hár og ekki nógu hvítar tennur. Ég var hrædd við að á kommentakerfum yrði ég kölluð stelpuskott, femínistatussa eða feit belja. Ég var hrædd við að einhver setti út á mig sem söluvöru en ekki málefnin sem ég talaði fyrir. Ég horfði upp á konur í stjórnmálum fá á sig ómálefnalega gagnrýni þar sem kyn þeirra var notað gegn þeim. Ég var tilbúin að taka þátt í stjórnmálum en ég var ekki tilbúin í orrustuna gegn þeim sem ala á fordómum gegn konum og nýta sér brenglaða sýn samfélagins á ímynd kvenna til að ráðast á þær konur sem reyna að brjóta glerþakið.Söluvara stjórnmálanna Ég gerði mér loksins grein fyrir því hversu rangur þessi hugsunarháttur væri, að ég ætti ekki að láta þennan ótta standa í vegi fyrir mér. Eftir að hafa hugsað mig vel um ákvað ég að taka sæti á lista og stuttu síðar var þessi mynd tekin. Þegar hún var birt sögðu félagar mínir mér að ég væri kynþokkafull á myndinni, væri með „svefnherbergisaugu“ og að svipurinn væri lokkandi og gæti skilað okkur nokkrum atkvæðum. Ég þakkaði þeim hrósið en þegar ég leit á myndina sá ég ekkert nema hræðsluna í augunum. Þegar hún var tekin vonaðist ég til þess að ég liti ekki út fyrir að vera of feit. Ég vildi ekki brosa of mikið því brosið er svo skakkt. Það sem mér þótti erfiðast við að taka mín fyrstu skref í pólitík var að mér leið eins og söluvöru en ekki eins og ungri hugsjónamanneskju. Óttinn var lengi til staðar. Það tók mig tíma að læra að nota gagnrýnina sem fylgir því að vera kona í stjórnmálum til að byggja upp þykkan skráp í stað þess að leyfa henni að brjóta mig niður og koma í veg fyrir þátttöku mína. Ég hætti að taka mark á þeim óraunverulegu fegurðarstöðlum sem mér fannst ég þurfa að uppfylla til þess að mark yrði tekið á mér. Þegar kemur að stjórnmálum er það stefnan og hugsunin sem skiptir máli. Kyn, kynhneigð, útlit, fötlun og kynþáttur á ekki að hafa áhrif á möguleika okkar til lýðræðisþáttöku. Það er hinsvegar staðreynd að þessir hlutir gera það allt of oft. Það neikvæða umtal sem ég hef upplifað get ég ekki notað mér til framdráttar. En ég get aftur á móti notað upplifun mína til að breyta þeim veruleika sem konur í stjórnmálum lifa við. Ég get barist fyrir jafnrétti, reynt að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis, tryggt fyrirbyggjandi forvarnafræðslu gegn kynferðisofbeldi og útrýmt kynbundnum launamun.Þori ég, vil ég, get ég? Ég vil tryggja jöfn tækifæri fyrir næstu kynslóð ungra kvenna. Þegar ung kona tekur sín fyrstu skref í pólitík á hún ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að kröfurnar sem gerðar eru til hennar séu meiri en kröfur til karls í sömu stöðu. Hún á ekki að þurfa að vera hrædd við að gert verði lítið úr henni – ekki vegna þess að hún hafi rangt fyrir sér heldur vegna þess að hún passar ekki inn í þá ímynd kvenna sem samfélagið hefur málað upp. Vonandi fæ ég einn daginn tækifæri til þess að sýna Ögmundi að við getum tryggt komandi kynslóðum kvenna í stjórnmálum tækifæri á því að taka þátt án þess að þurfa að sitja undir því neikvæða kynbundna umtali sem stjórnmálakonur verða fyrir í dag. Að minnsta kosti gæti ég reynt að kveða niður þá kenningu að þær eigi á einhvern hátt að græða á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Við Ögmundur Jónasson erum oftar en ekki sammála enda bæði félagar í VG. Ég ætlast ekki til þess að allir í hreyfingunni hafi sömu skoðun. Þvert á móti. Ég verð samt að viðurkenna að ummæli Ögmundar í Vikulokunum á Rás 2 um að stjórnmálakonur nýti sér neikvætt umtal til eigin framdráttar fóru fyrir brjóstið á mér og mér þykir leitt að upplifun hans af konum í stjórnmálum hafi mótað slíkar skoðanir. Myndin hér til hliðar er framboðsmyndin mín frá árinu 2013. Mér var boðið sæti á lista, sama lista og Ögmundur leiddi. Ég hafði ekki boðið mig fram í forvali og ætlaði mér ekki að taka sæti á lista fyrir kosningarnar. Ekki vegna þess að ég hafði ekki áhuga heldur vegna þess að ég var hrædd. Ég óttaðist ekki að fá á mig málefnalega gagnrýni, taka þátt í rökræðum eða skrifa greinar. Ég var ekki hrædd við að fá erfiðar spurningar frá kjósendum eða taka þátt í pallborðsumræðum. Ég var hrædd við að líta ekki nógu vel út. Mér fannst ég of feit, með of dökkt hár og ekki nógu hvítar tennur. Ég var hrædd við að á kommentakerfum yrði ég kölluð stelpuskott, femínistatussa eða feit belja. Ég var hrædd við að einhver setti út á mig sem söluvöru en ekki málefnin sem ég talaði fyrir. Ég horfði upp á konur í stjórnmálum fá á sig ómálefnalega gagnrýni þar sem kyn þeirra var notað gegn þeim. Ég var tilbúin að taka þátt í stjórnmálum en ég var ekki tilbúin í orrustuna gegn þeim sem ala á fordómum gegn konum og nýta sér brenglaða sýn samfélagins á ímynd kvenna til að ráðast á þær konur sem reyna að brjóta glerþakið.Söluvara stjórnmálanna Ég gerði mér loksins grein fyrir því hversu rangur þessi hugsunarháttur væri, að ég ætti ekki að láta þennan ótta standa í vegi fyrir mér. Eftir að hafa hugsað mig vel um ákvað ég að taka sæti á lista og stuttu síðar var þessi mynd tekin. Þegar hún var birt sögðu félagar mínir mér að ég væri kynþokkafull á myndinni, væri með „svefnherbergisaugu“ og að svipurinn væri lokkandi og gæti skilað okkur nokkrum atkvæðum. Ég þakkaði þeim hrósið en þegar ég leit á myndina sá ég ekkert nema hræðsluna í augunum. Þegar hún var tekin vonaðist ég til þess að ég liti ekki út fyrir að vera of feit. Ég vildi ekki brosa of mikið því brosið er svo skakkt. Það sem mér þótti erfiðast við að taka mín fyrstu skref í pólitík var að mér leið eins og söluvöru en ekki eins og ungri hugsjónamanneskju. Óttinn var lengi til staðar. Það tók mig tíma að læra að nota gagnrýnina sem fylgir því að vera kona í stjórnmálum til að byggja upp þykkan skráp í stað þess að leyfa henni að brjóta mig niður og koma í veg fyrir þátttöku mína. Ég hætti að taka mark á þeim óraunverulegu fegurðarstöðlum sem mér fannst ég þurfa að uppfylla til þess að mark yrði tekið á mér. Þegar kemur að stjórnmálum er það stefnan og hugsunin sem skiptir máli. Kyn, kynhneigð, útlit, fötlun og kynþáttur á ekki að hafa áhrif á möguleika okkar til lýðræðisþáttöku. Það er hinsvegar staðreynd að þessir hlutir gera það allt of oft. Það neikvæða umtal sem ég hef upplifað get ég ekki notað mér til framdráttar. En ég get aftur á móti notað upplifun mína til að breyta þeim veruleika sem konur í stjórnmálum lifa við. Ég get barist fyrir jafnrétti, reynt að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis, tryggt fyrirbyggjandi forvarnafræðslu gegn kynferðisofbeldi og útrýmt kynbundnum launamun.Þori ég, vil ég, get ég? Ég vil tryggja jöfn tækifæri fyrir næstu kynslóð ungra kvenna. Þegar ung kona tekur sín fyrstu skref í pólitík á hún ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að kröfurnar sem gerðar eru til hennar séu meiri en kröfur til karls í sömu stöðu. Hún á ekki að þurfa að vera hrædd við að gert verði lítið úr henni – ekki vegna þess að hún hafi rangt fyrir sér heldur vegna þess að hún passar ekki inn í þá ímynd kvenna sem samfélagið hefur málað upp. Vonandi fæ ég einn daginn tækifæri til þess að sýna Ögmundi að við getum tryggt komandi kynslóðum kvenna í stjórnmálum tækifæri á því að taka þátt án þess að þurfa að sitja undir því neikvæða kynbundna umtali sem stjórnmálakonur verða fyrir í dag. Að minnsta kosti gæti ég reynt að kveða niður þá kenningu að þær eigi á einhvern hátt að græða á því.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun