Ejub: Góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnu Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ólafsvíkurvelli skrifar 21. ágúst 2016 22:20 Ejub og félagar náðu í sitt fyrsta stig síðan 10. júlí. vísir/eyþór Ejub Purisevic þjálfar Víkings Ólafsvíkur var augljóslega létt eftir að lið hans náði að binda enda á fimm leikja taphrinu með 2-2 jafntefli við Fjölni í kvöld. „Það var mjög gott að fá stig og líka gott að eiga góðan leik. Við lékum vel í fyrri hálfleik og líka í seinni miðað við að vera manni færri,“ sagði Ejub fljótlega eftir leikinn. „Við lékum á móti góðu liði manni færri. Við vorum mjög flottir fram að jöfnunarmarki þeirra og þetta voru góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnu. „Við höfum verið í holu og erum að grafa okkur upp. Við getum klárlega byggt ofan á þennan leik.“ Fyrir leikinn í kvöld hafði Víkingur tapað fimm leikjum í röð og aðeins náð í eitt stig í sex síðustu leikjum sínum. Nú er uppskeran tvö stig í sjö leikjum og enn mikil vinna fyrir höndum. „Ég hugsa bara um næsta leik. Fyrir fjórum vikum setti ég leik þannig upp að ef við myndum vinna værum við í toppbaráttu. Síðan þá hafa hlutirnir breyst og við sogast niður. „Auðvitað væri maður mikið rólegri ef við myndum tryggja okkur í deildinni. Það er of snemmt að stressa sig á stöðunni,“ sagði Ejub en viðurkenndi þó að stigið í kvöld létti lund manna í Ólafsvík. „Þrjú stig í kvöld hefðu verið frábær og við hefðum getað hugsað lengra fram í tímann en ef þú tapar svona mörgum leikjum þá er stig rosalega gott, sérstaklega á móti svona góðu liði. Það hefur ekkert unnist eða tapast með þessu stigi en vissulega verður betri stemning í klefanum með þessu stigi.“ Ólsarar voru ekki sáttir þegar Þorvaldur Árnason dómari dró upp rauða spjaldið á Emir Dokara undir lok fyrri hálfleiks þrátt fyrir gróft brot hans og háskaleik. Af orðum Ejub að dæma var um uppsafnaðan pirring í garð dómara í sumar að dæma. „Mér finnst allt of kjánalegt að tala um dómgæslu. Það sem ég segi um dómara er að ég vil fá þá hluti með mér sem ég fæ á móti mér. „Við fáum marg oft tækifæri til að fá víti sem við fáum ekki og svo fáum við víti dæmd á okkur sem eru í besta falli vafasöm. „Svo er það þetta sem gerist í kvöld. Okkur finnst nægja gult spjald. Þetta var óhapp. Hann er að sparka boltanum. Auðvitað finnst mér gula spjaldið nægja. Okkur virðist við hvert tækifæri vera grimmilega refsað. „Það getur vel verið að þetta hafi verið rétt. En eins og ég segi fáum við oft á okkur of stranga dóma. „Ég get alls ekki sagt að dómarinn hafi dæmt illa. En þessi atriði telja mjög mikið. „Það vilja allir fá það sem honum ber. Það er enginn að biðja um neitt meira,“ sagði Ejub. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Ejub Purisevic þjálfar Víkings Ólafsvíkur var augljóslega létt eftir að lið hans náði að binda enda á fimm leikja taphrinu með 2-2 jafntefli við Fjölni í kvöld. „Það var mjög gott að fá stig og líka gott að eiga góðan leik. Við lékum vel í fyrri hálfleik og líka í seinni miðað við að vera manni færri,“ sagði Ejub fljótlega eftir leikinn. „Við lékum á móti góðu liði manni færri. Við vorum mjög flottir fram að jöfnunarmarki þeirra og þetta voru góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnu. „Við höfum verið í holu og erum að grafa okkur upp. Við getum klárlega byggt ofan á þennan leik.“ Fyrir leikinn í kvöld hafði Víkingur tapað fimm leikjum í röð og aðeins náð í eitt stig í sex síðustu leikjum sínum. Nú er uppskeran tvö stig í sjö leikjum og enn mikil vinna fyrir höndum. „Ég hugsa bara um næsta leik. Fyrir fjórum vikum setti ég leik þannig upp að ef við myndum vinna værum við í toppbaráttu. Síðan þá hafa hlutirnir breyst og við sogast niður. „Auðvitað væri maður mikið rólegri ef við myndum tryggja okkur í deildinni. Það er of snemmt að stressa sig á stöðunni,“ sagði Ejub en viðurkenndi þó að stigið í kvöld létti lund manna í Ólafsvík. „Þrjú stig í kvöld hefðu verið frábær og við hefðum getað hugsað lengra fram í tímann en ef þú tapar svona mörgum leikjum þá er stig rosalega gott, sérstaklega á móti svona góðu liði. Það hefur ekkert unnist eða tapast með þessu stigi en vissulega verður betri stemning í klefanum með þessu stigi.“ Ólsarar voru ekki sáttir þegar Þorvaldur Árnason dómari dró upp rauða spjaldið á Emir Dokara undir lok fyrri hálfleiks þrátt fyrir gróft brot hans og háskaleik. Af orðum Ejub að dæma var um uppsafnaðan pirring í garð dómara í sumar að dæma. „Mér finnst allt of kjánalegt að tala um dómgæslu. Það sem ég segi um dómara er að ég vil fá þá hluti með mér sem ég fæ á móti mér. „Við fáum marg oft tækifæri til að fá víti sem við fáum ekki og svo fáum við víti dæmd á okkur sem eru í besta falli vafasöm. „Svo er það þetta sem gerist í kvöld. Okkur finnst nægja gult spjald. Þetta var óhapp. Hann er að sparka boltanum. Auðvitað finnst mér gula spjaldið nægja. Okkur virðist við hvert tækifæri vera grimmilega refsað. „Það getur vel verið að þetta hafi verið rétt. En eins og ég segi fáum við oft á okkur of stranga dóma. „Ég get alls ekki sagt að dómarinn hafi dæmt illa. En þessi atriði telja mjög mikið. „Það vilja allir fá það sem honum ber. Það er enginn að biðja um neitt meira,“ sagði Ejub.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira