Ejub: Góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnu Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ólafsvíkurvelli skrifar 21. ágúst 2016 22:20 Ejub og félagar náðu í sitt fyrsta stig síðan 10. júlí. vísir/eyþór Ejub Purisevic þjálfar Víkings Ólafsvíkur var augljóslega létt eftir að lið hans náði að binda enda á fimm leikja taphrinu með 2-2 jafntefli við Fjölni í kvöld. „Það var mjög gott að fá stig og líka gott að eiga góðan leik. Við lékum vel í fyrri hálfleik og líka í seinni miðað við að vera manni færri,“ sagði Ejub fljótlega eftir leikinn. „Við lékum á móti góðu liði manni færri. Við vorum mjög flottir fram að jöfnunarmarki þeirra og þetta voru góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnu. „Við höfum verið í holu og erum að grafa okkur upp. Við getum klárlega byggt ofan á þennan leik.“ Fyrir leikinn í kvöld hafði Víkingur tapað fimm leikjum í röð og aðeins náð í eitt stig í sex síðustu leikjum sínum. Nú er uppskeran tvö stig í sjö leikjum og enn mikil vinna fyrir höndum. „Ég hugsa bara um næsta leik. Fyrir fjórum vikum setti ég leik þannig upp að ef við myndum vinna værum við í toppbaráttu. Síðan þá hafa hlutirnir breyst og við sogast niður. „Auðvitað væri maður mikið rólegri ef við myndum tryggja okkur í deildinni. Það er of snemmt að stressa sig á stöðunni,“ sagði Ejub en viðurkenndi þó að stigið í kvöld létti lund manna í Ólafsvík. „Þrjú stig í kvöld hefðu verið frábær og við hefðum getað hugsað lengra fram í tímann en ef þú tapar svona mörgum leikjum þá er stig rosalega gott, sérstaklega á móti svona góðu liði. Það hefur ekkert unnist eða tapast með þessu stigi en vissulega verður betri stemning í klefanum með þessu stigi.“ Ólsarar voru ekki sáttir þegar Þorvaldur Árnason dómari dró upp rauða spjaldið á Emir Dokara undir lok fyrri hálfleiks þrátt fyrir gróft brot hans og háskaleik. Af orðum Ejub að dæma var um uppsafnaðan pirring í garð dómara í sumar að dæma. „Mér finnst allt of kjánalegt að tala um dómgæslu. Það sem ég segi um dómara er að ég vil fá þá hluti með mér sem ég fæ á móti mér. „Við fáum marg oft tækifæri til að fá víti sem við fáum ekki og svo fáum við víti dæmd á okkur sem eru í besta falli vafasöm. „Svo er það þetta sem gerist í kvöld. Okkur finnst nægja gult spjald. Þetta var óhapp. Hann er að sparka boltanum. Auðvitað finnst mér gula spjaldið nægja. Okkur virðist við hvert tækifæri vera grimmilega refsað. „Það getur vel verið að þetta hafi verið rétt. En eins og ég segi fáum við oft á okkur of stranga dóma. „Ég get alls ekki sagt að dómarinn hafi dæmt illa. En þessi atriði telja mjög mikið. „Það vilja allir fá það sem honum ber. Það er enginn að biðja um neitt meira,“ sagði Ejub. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Ejub Purisevic þjálfar Víkings Ólafsvíkur var augljóslega létt eftir að lið hans náði að binda enda á fimm leikja taphrinu með 2-2 jafntefli við Fjölni í kvöld. „Það var mjög gott að fá stig og líka gott að eiga góðan leik. Við lékum vel í fyrri hálfleik og líka í seinni miðað við að vera manni færri,“ sagði Ejub fljótlega eftir leikinn. „Við lékum á móti góðu liði manni færri. Við vorum mjög flottir fram að jöfnunarmarki þeirra og þetta voru góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnu. „Við höfum verið í holu og erum að grafa okkur upp. Við getum klárlega byggt ofan á þennan leik.“ Fyrir leikinn í kvöld hafði Víkingur tapað fimm leikjum í röð og aðeins náð í eitt stig í sex síðustu leikjum sínum. Nú er uppskeran tvö stig í sjö leikjum og enn mikil vinna fyrir höndum. „Ég hugsa bara um næsta leik. Fyrir fjórum vikum setti ég leik þannig upp að ef við myndum vinna værum við í toppbaráttu. Síðan þá hafa hlutirnir breyst og við sogast niður. „Auðvitað væri maður mikið rólegri ef við myndum tryggja okkur í deildinni. Það er of snemmt að stressa sig á stöðunni,“ sagði Ejub en viðurkenndi þó að stigið í kvöld létti lund manna í Ólafsvík. „Þrjú stig í kvöld hefðu verið frábær og við hefðum getað hugsað lengra fram í tímann en ef þú tapar svona mörgum leikjum þá er stig rosalega gott, sérstaklega á móti svona góðu liði. Það hefur ekkert unnist eða tapast með þessu stigi en vissulega verður betri stemning í klefanum með þessu stigi.“ Ólsarar voru ekki sáttir þegar Þorvaldur Árnason dómari dró upp rauða spjaldið á Emir Dokara undir lok fyrri hálfleiks þrátt fyrir gróft brot hans og háskaleik. Af orðum Ejub að dæma var um uppsafnaðan pirring í garð dómara í sumar að dæma. „Mér finnst allt of kjánalegt að tala um dómgæslu. Það sem ég segi um dómara er að ég vil fá þá hluti með mér sem ég fæ á móti mér. „Við fáum marg oft tækifæri til að fá víti sem við fáum ekki og svo fáum við víti dæmd á okkur sem eru í besta falli vafasöm. „Svo er það þetta sem gerist í kvöld. Okkur finnst nægja gult spjald. Þetta var óhapp. Hann er að sparka boltanum. Auðvitað finnst mér gula spjaldið nægja. Okkur virðist við hvert tækifæri vera grimmilega refsað. „Það getur vel verið að þetta hafi verið rétt. En eins og ég segi fáum við oft á okkur of stranga dóma. „Ég get alls ekki sagt að dómarinn hafi dæmt illa. En þessi atriði telja mjög mikið. „Það vilja allir fá það sem honum ber. Það er enginn að biðja um neitt meira,“ sagði Ejub.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn