Hættu að þrauka 22. ágúst 2016 08:00 Vinir hófu að hlaupa fyrir nokkrum árum. Nei, þetta er ekki pistill um hlaup heldur dæmisaga svo óhætt er að lesa áfram. Maðurinn hafði hlaupið í nokkurn tíma og vildi hvetja konuna sína áfram í hennar upphafshlaupum. Hún átti, eðlilega, erfitt með að halda í við hlaupakarlinn og á einhverjum hlaupatúrnum kvartaði hún ítrekað yfir erfiðinu. Sagði hann þá við hana, hættu að þrauka, hlauptu bara! Þessi orð eru mér hugleikin því þau eiga oft við. Ég segi þau stundum við sjálfa mig þegar sjálfsvorkunn yfir einhverju ástandinu þvælist fyrir mér. Nú er ég ekki að tala um stórkostlega erfiðleika, heldur almenna vellíðan. Það að bera ábyrgð á líðan sinni og sinna. Að einblína ekki á þúfurnar heldur landslagið allt. Einnig má heimfæra þetta upp á þingmennskuna. Nú er leikmannaskiptaglugginn opinn. Óvenjustór hópur þingmanna hefur ákveðið að hætta af sjálfsdáðum. Aðrir bíða örlaga sinna í prófkjörum, uppstillingum og kjördæmafundum. Í fjölmiðlum ræða þingmenn hugsjónir sínar. Aðrir hafa látið til leiðast að halda áfram þrátt fyrir mikla erfiðleika á þinginu, hörmulegt starfsumhverfi, lág laun og vondan móral innan þings sem utan. Við þessa þingmenn vil ég segja. Ef þið teljið ykkur neyðast til að taka starfið að ykkur, hættið frekar en að þrauka. Ef þið brennið enn af hugsjónum má vel vera að ég sé til í að ráða ykkur í vinnu. Ekki þrauka – hlaupið bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Vinir hófu að hlaupa fyrir nokkrum árum. Nei, þetta er ekki pistill um hlaup heldur dæmisaga svo óhætt er að lesa áfram. Maðurinn hafði hlaupið í nokkurn tíma og vildi hvetja konuna sína áfram í hennar upphafshlaupum. Hún átti, eðlilega, erfitt með að halda í við hlaupakarlinn og á einhverjum hlaupatúrnum kvartaði hún ítrekað yfir erfiðinu. Sagði hann þá við hana, hættu að þrauka, hlauptu bara! Þessi orð eru mér hugleikin því þau eiga oft við. Ég segi þau stundum við sjálfa mig þegar sjálfsvorkunn yfir einhverju ástandinu þvælist fyrir mér. Nú er ég ekki að tala um stórkostlega erfiðleika, heldur almenna vellíðan. Það að bera ábyrgð á líðan sinni og sinna. Að einblína ekki á þúfurnar heldur landslagið allt. Einnig má heimfæra þetta upp á þingmennskuna. Nú er leikmannaskiptaglugginn opinn. Óvenjustór hópur þingmanna hefur ákveðið að hætta af sjálfsdáðum. Aðrir bíða örlaga sinna í prófkjörum, uppstillingum og kjördæmafundum. Í fjölmiðlum ræða þingmenn hugsjónir sínar. Aðrir hafa látið til leiðast að halda áfram þrátt fyrir mikla erfiðleika á þinginu, hörmulegt starfsumhverfi, lág laun og vondan móral innan þings sem utan. Við þessa þingmenn vil ég segja. Ef þið teljið ykkur neyðast til að taka starfið að ykkur, hættið frekar en að þrauka. Ef þið brennið enn af hugsjónum má vel vera að ég sé til í að ráða ykkur í vinnu. Ekki þrauka – hlaupið bara.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar