Tvær nauðganir voru tilkynntar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Rannsókn beggja mála eru á frumstigi en báðir kærendur voru fluttir á neyðarmóttöku Landsspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis.
Frekari upplýsingar hafa ekki verið veittar og ekki er vitað hvort brotin áttu sér stað í heimahúsum eða annars staðar.
Talið er að á annað hundruð þúsund manns hafi sótt miðbæ Reykjavíkur í gær til þess að upplifa atburði Menningarnætur.
