Guðmundur: Nú er það gull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 10:00 Guðmundur Guðmundsson og Danir fagna hér sigri í undanúrslitaleiknum. Vísir/Anton Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. „Það er eitthvað með þessa Frakka. Sagan endurtekur sig en nú skulum við vona að við komum inn í þennan leik og viljum endilega verða Ólympíumeistarar," sagði Guðmundur. Danska landsliðið hefur aldrei komist í úrslit á Ólympíuleikum og besti árangur liðsins fyrir þessa leika var fjórða sætið á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Danir hafa tapað þremur úrslitaleikjum á HM (2011, 2013) eða EM (2014) á undanförnum árum en þetta er sá fyrsti í þjálfaratíð Guðmundar. „Nú þurfum við að þjappa okkur saman og læra af þessum úrslitaleikjum og koma grimmir inn í þennan leik. Það er það sem gildir núna," sagði Guðmundur. Frakkar hafa unnið Ólympíugullið á síðustu tveimur leikjum, fyrst í Peking 2008 og svo í London 2012. Þeir eru einnig ríkjandi heimsmeistarar. „Þetta franska lið er alls ekki ósigrandi. Þeir eru búnir að sýna það. Þeir voru næstum því búnir að tapa þessu niður á móti Þjóðverjum og í nokkrum leikjum öðrum. Töpuðu síðan á móti Króötum," sagði Guðmundur. Frakkar unnu Katar og Evrópumeistara Frakka á leið sinni í úrslit en Danir enduðu Ólympíudrauminn hjá Slóvenum og Pólverjum. Liðin mættust í riðlakeppninni þar sem Frakkar unnu 33-30 en þetta var leikur í síðustu umferðinni. „Við vorum fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik á móti þeim en spiluðum illa út úr okkar. Það er allt mögulegt," sagði Guðmundur. Hann er á því að það komi danska liðinu vel að hafa spilað við Frakka áður á þessum Ólympíuleikum. „Mér finnst það hjálpa okkur. Ég held að við höfum grætt á því," sagði Guðmundur. Guðmundur er nú kominn með lið í úrslitaleik á Ólympíuleikum í annað skiptið en hann fór með íslenska landsliðið í gullleikinn í Peking 2008. Þá tapaði Ísland einmitt á móti Frökkum og varð að sætta sig við silfrið. „Nú er það gull," sagði Guðmundur staðráðinn í því að vinna úrslitaleikinn á móti Frökkum. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Guðmundur: Okkar langbesti leikur á leikunum til þessa Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. 17. ágúst 2016 22:56 Fáum við íslenskan úrslitaleik? Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eru komnir með lið sín í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó og vinni Þýskaland og Danmörk leiki sína í dag mætast þeir í úrslitaleiknum á sunnudaginn. 19. ágúst 2016 07:00 Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09 Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23 Guðmundur minnugur ÓL 2012: Ég hálfvorkenni Slóvenunum Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, gat auðveldlega sett sig í fótspor slóvenska landsliðsins sem datt í kvöld út úr átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 17. ágúst 2016 23:06 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. „Það er eitthvað með þessa Frakka. Sagan endurtekur sig en nú skulum við vona að við komum inn í þennan leik og viljum endilega verða Ólympíumeistarar," sagði Guðmundur. Danska landsliðið hefur aldrei komist í úrslit á Ólympíuleikum og besti árangur liðsins fyrir þessa leika var fjórða sætið á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Danir hafa tapað þremur úrslitaleikjum á HM (2011, 2013) eða EM (2014) á undanförnum árum en þetta er sá fyrsti í þjálfaratíð Guðmundar. „Nú þurfum við að þjappa okkur saman og læra af þessum úrslitaleikjum og koma grimmir inn í þennan leik. Það er það sem gildir núna," sagði Guðmundur. Frakkar hafa unnið Ólympíugullið á síðustu tveimur leikjum, fyrst í Peking 2008 og svo í London 2012. Þeir eru einnig ríkjandi heimsmeistarar. „Þetta franska lið er alls ekki ósigrandi. Þeir eru búnir að sýna það. Þeir voru næstum því búnir að tapa þessu niður á móti Þjóðverjum og í nokkrum leikjum öðrum. Töpuðu síðan á móti Króötum," sagði Guðmundur. Frakkar unnu Katar og Evrópumeistara Frakka á leið sinni í úrslit en Danir enduðu Ólympíudrauminn hjá Slóvenum og Pólverjum. Liðin mættust í riðlakeppninni þar sem Frakkar unnu 33-30 en þetta var leikur í síðustu umferðinni. „Við vorum fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik á móti þeim en spiluðum illa út úr okkar. Það er allt mögulegt," sagði Guðmundur. Hann er á því að það komi danska liðinu vel að hafa spilað við Frakka áður á þessum Ólympíuleikum. „Mér finnst það hjálpa okkur. Ég held að við höfum grætt á því," sagði Guðmundur. Guðmundur er nú kominn með lið í úrslitaleik á Ólympíuleikum í annað skiptið en hann fór með íslenska landsliðið í gullleikinn í Peking 2008. Þá tapaði Ísland einmitt á móti Frökkum og varð að sætta sig við silfrið. „Nú er það gull," sagði Guðmundur staðráðinn í því að vinna úrslitaleikinn á móti Frökkum.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Guðmundur: Okkar langbesti leikur á leikunum til þessa Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. 17. ágúst 2016 22:56 Fáum við íslenskan úrslitaleik? Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eru komnir með lið sín í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó og vinni Þýskaland og Danmörk leiki sína í dag mætast þeir í úrslitaleiknum á sunnudaginn. 19. ágúst 2016 07:00 Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09 Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23 Guðmundur minnugur ÓL 2012: Ég hálfvorkenni Slóvenunum Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, gat auðveldlega sett sig í fótspor slóvenska landsliðsins sem datt í kvöld út úr átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 17. ágúst 2016 23:06 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Guðmundur: Okkar langbesti leikur á leikunum til þessa Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. 17. ágúst 2016 22:56
Fáum við íslenskan úrslitaleik? Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eru komnir með lið sín í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó og vinni Þýskaland og Danmörk leiki sína í dag mætast þeir í úrslitaleiknum á sunnudaginn. 19. ágúst 2016 07:00
Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09
Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23
Guðmundur minnugur ÓL 2012: Ég hálfvorkenni Slóvenunum Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, gat auðveldlega sett sig í fótspor slóvenska landsliðsins sem datt í kvöld út úr átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 17. ágúst 2016 23:06