Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2025 22:18 Heimir Hallgrímsson og hans menn hafa fært Írum mikla gleði sem verður ekki minni ef liðið nær svo alla leið inn á HM. Það gæti kallað á fleiri tattú. Samsett/Getty/Twitter Ætla mætti að Írar væru komnir inn á HM 2026 í fótbolta, svo mikil er gleði manna eftir sigrana mögnuðu gegn Portúgal og Ungverjalandi sem komu liðinu í HM-umspilið. Gleðin var til að mynda ósvikin á flugvellinum í Dublin. Írarnir hans Heimis Hallgrímssonar gerðu nokkuð sem sárafáir bjuggust við þegar þeir unnu bæði Portúgal á heimavelli, 2-0, og svo ótrúlegan endurkomusigur gegn Ungverjum í Búdapest í gær, 3-2. Þess vegna eiga þeir enn von um að komast á stærsta heimsmeistaramót sögunnar, í Norður-Ameríku næsta sumar, en til þess þurfa þeir að slá út tvo andstæðinga í umspilinu í lok mars. Á Twitter-síðu flugvallarins í Dublin hafa menn verið í miklu stuði síðasta sólarhringinn og meðal annars grínast með það að Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai, fyrirliði Ungverja, hafi ekki heimild til að ferðast til Bandaríkjanna. U.S pre-clearance. Some have it, some don’t. pic.twitter.com/oHsbiNIc7y— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 Þá þóttust þeir hafa breytt nafninu á flugvellinum og nefnt hann eftir Troy Parrott, manninum sem skoraði öll fimm mörkin í leikjunum gegn Portúgal og Unverjalandi, þar á meðal dramatíska sigurmarkið á lokasekúndunum gegn Ungverjum. Dublin Airport admin waking up and releasing they took it upon themselves to rename the airport yesterday… 🦜 pic.twitter.com/vM7m6W69GO— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 Á flugvellinum var líka hoppað, klappað og fagnað ákaft þegar Parrott tryggði sigurinn gegn Ungverjum, og sömu sögu er að segja af knæpum víða um Írland og jafnvel á Balí, eins og sjá má hér að neðan. Dublin airport pub right now. 90+6 #Ireland off to the playoffs pic.twitter.com/KaXrz1mEOJ— Zuzana Botikova (@zuzinuanella) November 16, 2025 The Troy Parrott reaction video from An Dun Rí in Dunmore is pretty special.The urge to take the shirt off is just human nature pic.twitter.com/S0Y4FTS8Y0— Balls.ie (@ballsdotie) November 17, 2025 This is the farthest from home reaction to Troy Parrott's goal: Tir na Nog Irish bar in BaliH/t Ciaran Humphreys pic.twitter.com/k7wvCv4M7q— Balls.ie (@ballsdotie) November 17, 2025 Þegar stuðningsmenn Írlands sneru svo heim frá Búdapest í dag voru þeir teknir tali á flugvellinum í Dublin, og í ljós kom að sumir höfðu gengið svo langt að fá sér húðflúr eftir sigurinn. A trip to remember! 🦜🇮🇪⚽️Derek Byrne and Adam Bollard from Dublin don’t just have the memories from Budapest! They’ve got “pecked by the parrot” tattoos to remember the trip by. “There’s a t missing, but there you go. I can’t remember getting it!” 🤣 pic.twitter.com/IVJjZ6mQ9j— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 „Goggaðir af páfagauknum“, eða „Pecked by the parrot“ var tattúáletrunin sem varð fyrir valinu en reyndar átti að standa Parrott, til heiðurs hetju írska liðsins. „Það vantar t en svona er þetta. Ég man ekki eftir að hafa fengið mér þetta,“ sagði þessi hressi stuðningsmaður sem eflaust er hæstánægður með viðsnúning írska liðsins undir stjórn Heimis. Hafa ber í huga að Írar hafa ekki komist á HM í yfir tuttugu ár, eða frá árinu 2002, og ekki spilað á stórmóti síðan á EM 2016. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Írarnir hans Heimis Hallgrímssonar gerðu nokkuð sem sárafáir bjuggust við þegar þeir unnu bæði Portúgal á heimavelli, 2-0, og svo ótrúlegan endurkomusigur gegn Ungverjum í Búdapest í gær, 3-2. Þess vegna eiga þeir enn von um að komast á stærsta heimsmeistaramót sögunnar, í Norður-Ameríku næsta sumar, en til þess þurfa þeir að slá út tvo andstæðinga í umspilinu í lok mars. Á Twitter-síðu flugvallarins í Dublin hafa menn verið í miklu stuði síðasta sólarhringinn og meðal annars grínast með það að Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai, fyrirliði Ungverja, hafi ekki heimild til að ferðast til Bandaríkjanna. U.S pre-clearance. Some have it, some don’t. pic.twitter.com/oHsbiNIc7y— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 Þá þóttust þeir hafa breytt nafninu á flugvellinum og nefnt hann eftir Troy Parrott, manninum sem skoraði öll fimm mörkin í leikjunum gegn Portúgal og Unverjalandi, þar á meðal dramatíska sigurmarkið á lokasekúndunum gegn Ungverjum. Dublin Airport admin waking up and releasing they took it upon themselves to rename the airport yesterday… 🦜 pic.twitter.com/vM7m6W69GO— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 Á flugvellinum var líka hoppað, klappað og fagnað ákaft þegar Parrott tryggði sigurinn gegn Ungverjum, og sömu sögu er að segja af knæpum víða um Írland og jafnvel á Balí, eins og sjá má hér að neðan. Dublin airport pub right now. 90+6 #Ireland off to the playoffs pic.twitter.com/KaXrz1mEOJ— Zuzana Botikova (@zuzinuanella) November 16, 2025 The Troy Parrott reaction video from An Dun Rí in Dunmore is pretty special.The urge to take the shirt off is just human nature pic.twitter.com/S0Y4FTS8Y0— Balls.ie (@ballsdotie) November 17, 2025 This is the farthest from home reaction to Troy Parrott's goal: Tir na Nog Irish bar in BaliH/t Ciaran Humphreys pic.twitter.com/k7wvCv4M7q— Balls.ie (@ballsdotie) November 17, 2025 Þegar stuðningsmenn Írlands sneru svo heim frá Búdapest í dag voru þeir teknir tali á flugvellinum í Dublin, og í ljós kom að sumir höfðu gengið svo langt að fá sér húðflúr eftir sigurinn. A trip to remember! 🦜🇮🇪⚽️Derek Byrne and Adam Bollard from Dublin don’t just have the memories from Budapest! They’ve got “pecked by the parrot” tattoos to remember the trip by. “There’s a t missing, but there you go. I can’t remember getting it!” 🤣 pic.twitter.com/IVJjZ6mQ9j— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 „Goggaðir af páfagauknum“, eða „Pecked by the parrot“ var tattúáletrunin sem varð fyrir valinu en reyndar átti að standa Parrott, til heiðurs hetju írska liðsins. „Það vantar t en svona er þetta. Ég man ekki eftir að hafa fengið mér þetta,“ sagði þessi hressi stuðningsmaður sem eflaust er hæstánægður með viðsnúning írska liðsins undir stjórn Heimis. Hafa ber í huga að Írar hafa ekki komist á HM í yfir tuttugu ár, eða frá árinu 2002, og ekki spilað á stórmóti síðan á EM 2016.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira