Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn fyrir Udinese sem tapaði 4-0 fyrir Roma í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik, en Diego Perotti kom Roma yfir af vítapunktinum á 65. mínútu.
Ellefu mínútum síðar skoraði Perotti aftur og aftur var það úr vítaspyrnu, en Edin Dzeko skoraði þriðja markið sjö mínútum fyrir leikslok.
Mohamed Salah rak svo síðasta naglann í líkkistu Udinese mínútu síðar og lokatölur 4-0 sigur Roma.
Roma því komið á blað í ítölsku úrvalsdeildinni þetta árið, en Emil og félagar án stiga.
Emil spilaði í skell gegn Roma
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið







Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti


Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið
Enski boltinn

Fleiri fréttir
