Mitsubishi hættir tímabundið framleiðslu 8 bílgerða vegna eyðslutölusvindls Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2016 10:40 Ekki ljúfir tímar hjá Mitsubishi þessa dagana. Japönsk yfirvöld hafa krafist þess að Mitshubishi hætti sölu 8 bílgerða sinna í Japan. Ástæða þess er ranglega uppgefin eyðsla þessara bíla og krefjast yfirvöld að Mitsubishi meti aftur hina rétta eyðslu þessara bíla. Framleiðslustöðvun verður á þessum bílum til nokkurra vikna. Auk þess er Mitsubishi gert að greiða núverandi eigendum þessara bílgerða bætur fyrir ranglega uppgefna eyðslu þeirra og nema þær frá um 35.000 til 115.000 króna, mismunandi eftir bílgerðum. Mitsubishi gerir ráð fyrir að þessar greiðslur muni samtals nema um 8 milljörðum króna. Bílgerðirnar sem um ræðir eru til dæmis Outlander, Mirage, Pajero, i-MiEV, Delica D:5 og RVR, auk bíla sem Mitsubishi frmleiddi fyrir Nissan. Mitsubishi hefur verið staðið að því að gefa upp rangar eyðslutölur fyrir margar bílgerðir sínar allt frá árinu 2002, en frekari rannsóknir benda til þess að þessar röngu eyðslutölur megi rekja allt aftur til ársins 1991. Mitsubishi notaðist við ranga aðferðafræði við mat á eyðslu þeirra, aðferð sem ekki var viðurkennd af japönskum yfirvöldum. Margir starfsmenn Mitsubishi höfðu varað yfirmenn fyrirtækisins við þessu en á þá var ekki hlustað. Þessi vandræði Mitsubishi hefur orðið til þess að spáð er 165 milljarða króna tapi á fyrirtækinu í ár og hafa hlutabréf í fyrirtækinu fallið um 43% frá því svindlið komst upp. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent
Japönsk yfirvöld hafa krafist þess að Mitshubishi hætti sölu 8 bílgerða sinna í Japan. Ástæða þess er ranglega uppgefin eyðsla þessara bíla og krefjast yfirvöld að Mitsubishi meti aftur hina rétta eyðslu þessara bíla. Framleiðslustöðvun verður á þessum bílum til nokkurra vikna. Auk þess er Mitsubishi gert að greiða núverandi eigendum þessara bílgerða bætur fyrir ranglega uppgefna eyðslu þeirra og nema þær frá um 35.000 til 115.000 króna, mismunandi eftir bílgerðum. Mitsubishi gerir ráð fyrir að þessar greiðslur muni samtals nema um 8 milljörðum króna. Bílgerðirnar sem um ræðir eru til dæmis Outlander, Mirage, Pajero, i-MiEV, Delica D:5 og RVR, auk bíla sem Mitsubishi frmleiddi fyrir Nissan. Mitsubishi hefur verið staðið að því að gefa upp rangar eyðslutölur fyrir margar bílgerðir sínar allt frá árinu 2002, en frekari rannsóknir benda til þess að þessar röngu eyðslutölur megi rekja allt aftur til ársins 1991. Mitsubishi notaðist við ranga aðferðafræði við mat á eyðslu þeirra, aðferð sem ekki var viðurkennd af japönskum yfirvöldum. Margir starfsmenn Mitsubishi höfðu varað yfirmenn fyrirtækisins við þessu en á þá var ekki hlustað. Þessi vandræði Mitsubishi hefur orðið til þess að spáð er 165 milljarða króna tapi á fyrirtækinu í ár og hafa hlutabréf í fyrirtækinu fallið um 43% frá því svindlið komst upp.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent