Golf

Ryder-lið Evrópu klárt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Darren Clarke, fyrirliði Evrópu.
Darren Clarke, fyrirliði Evrópu. vísir/getty
Darren Clarke, fyrirliði Evrópu, tilkynnti í dag hverjir keppa fyrir evrópska liðið í Ryder-bikarnum í lok september.

Clarke valdi sjálfur þrjá kylfinga sem bætast í hóp þeirra níu sem voru þegar búnir að tryggja sér sæti í liði Evrópu.

Þetta eru enski reynsluboltinn Lee Westwood, Martin Kaymer frá Þýskaland og Belginn Thomas Pieters. Sá síðastnefndi er nýliði í Ryder-bikarnum líkt og fimm aðrir í evrópska liðinu.

Westwood er reyndastur í liði Evrópu en hann er að fara taka þátt í tíunda sinn. Spánverjinn Sergio García er næstreyndastur en hann hefur sjö sinnum áður verið í Ryder-liði Evrópu.

Ryder-lið Evrópu 2016 er þannig skipað:

Rory McIlroy

Danny Willett (nýliði)

Henrik Stenson

Chris Wood (nýliði)

Sergio Garcia

Justin Rose

Rafael Cabrera Bello (nýliði)

Matt Fitzpatrick (nýliði)

Andy Sullivan (nýliði)

Lee Westwood

Martin Kaymer

Thomas Pieters (nýliði)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×