Svona brást Hope Solo við fregnunum um bannið | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2016 18:15 Hope Solo leikur ekki fleiri landsleiki á næstunni. vísir/getty Eins og fjallað var um á Vísi í síðustu viku var bandaríski landsliðsmarkvörðurinn Hope Solo dæmd í sex mánaða bann vegna ummæla sinna eftir leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Bandaríkin féllu úr leik í vítaspyrnukeppni og eftir leikinn lét Solo gamminn geysa í viðtölum og talaði um að sænska liðið væri samansafn af skræfum. Í síðustu viku var svo greint frá því að Solo hefði verið dæmd í hálfs árs bann af bandaríska knattspyrnusambandinu. Þá var samningi hennar við bandaríska landsliðið einnig rift. Solo tók þessum fregnum illa eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Þetta er brot úr væntanlegri sex þátta heimildamynd sem ber nafnið Keeping Score. „Sex mánaða bann, engar greiðslur, samningnum rift án tafar,“ heyrist Solo segja um leið og hún faðmar eiginmann sinn, fyrrverandi NFL-leikmanninn Jerramy Stevens. „Þetta er ekki bara bann heldur er samningnum líka rift. Þetta er kjaftæði. Sautján helvítis ár og þetta er búið.“Sjá einnig: Baulað á Solo í Brasilíu Solo, sem hefur verið einn besti markvörður heims um langt árabil, hefur verið dugleg að koma sér í fréttirnar fyrir atvik utan vallar. Þau höfðu einnig áhrif á hversu langt bannið sem hún fékk var. Solo, sem er 35 ára, hefur leikið 202 landsleiki fyrir Bandaríkin. Hún varð Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 2008 og 2012 og heimsmeistari í fyrra. Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Eins og fjallað var um á Vísi í síðustu viku var bandaríski landsliðsmarkvörðurinn Hope Solo dæmd í sex mánaða bann vegna ummæla sinna eftir leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Bandaríkin féllu úr leik í vítaspyrnukeppni og eftir leikinn lét Solo gamminn geysa í viðtölum og talaði um að sænska liðið væri samansafn af skræfum. Í síðustu viku var svo greint frá því að Solo hefði verið dæmd í hálfs árs bann af bandaríska knattspyrnusambandinu. Þá var samningi hennar við bandaríska landsliðið einnig rift. Solo tók þessum fregnum illa eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Þetta er brot úr væntanlegri sex þátta heimildamynd sem ber nafnið Keeping Score. „Sex mánaða bann, engar greiðslur, samningnum rift án tafar,“ heyrist Solo segja um leið og hún faðmar eiginmann sinn, fyrrverandi NFL-leikmanninn Jerramy Stevens. „Þetta er ekki bara bann heldur er samningnum líka rift. Þetta er kjaftæði. Sautján helvítis ár og þetta er búið.“Sjá einnig: Baulað á Solo í Brasilíu Solo, sem hefur verið einn besti markvörður heims um langt árabil, hefur verið dugleg að koma sér í fréttirnar fyrir atvik utan vallar. Þau höfðu einnig áhrif á hversu langt bannið sem hún fékk var. Solo, sem er 35 ára, hefur leikið 202 landsleiki fyrir Bandaríkin. Hún varð Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 2008 og 2012 og heimsmeistari í fyrra.
Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira