Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2016 10:10 Bieber er óútreiknanlegur og er erfitt fyrir skipuleggjendur dvalar hans hér á Íslandi að sjá fyrir óskir hans. En, þeim ber að mæta þegar ofurstjörnur á borð við poppstjörnuna Bieber eru annars vegar. visir/vilhelm Gert hafði verið ráð fyrir því að poppstjarnan Justin Bieber og fylgdarlið myndi mæta til veislu í nótt, í náttverð sem fram hafði verið reiddur, að loknum tónleikum í gær þar sem hluti fylgdarliðs hans dvelur, að Hótel Grímsborgum. Þar hafði verið, samkvæmt óskum Biebers, verið eldaður dýrindis humar og svo nautalundir í aðalrétt. En, þegar til kastanna kom mætti stjarnan ekki, heldur einungis tæplega 20 manns sem tilheyra liði hans. Ef að líkum lætur hefur veislukosturinn ekki freistað hans um of en í einkaviðtali Fréttablaðsins við stjörnuna kemur fram að hans uppáhalds matur er Spaghetti Bolognese. Fram hefur komið að Bieber tók Skautahöllina í Laugardal á leigu í fyrrakvöld sem varð til þess að nokkrir ungir listdansarar á skautum misstu æfingatíma sinn. Samkvæmt heimildum Vísis voru umræddir dansarar ekkert að æsa sig yfir því að gefa eftir tíma sinn fyrir Bieber. Þegar til kastanna kom mætti Bieber hins vegar ekki.Óútreiknanlegur í Grímsnesinu Justin Bieber sjálfur og hans nánustu aðstandendur dvelja í öðru húsi í grennd við Hótel Grímsborgir og ef að líkum lætur eru ljósmyndarar sem leggja uppúr því að ná myndum af ofurstjörnum á því svæði með aðdráttarlinsur sínar. Samkvæmt heimildum Vísis eru þeir sem skipuleggja dvöl Biebers farnir að reita hár sitt og skegg því stjarnan er óútreiknanleg og hefur reynst erfitt að skipuleggja gæslu og annað sem nauðsynlegt er talið að sé til staðar þegar ein helsta poppstjarna heims er annars vegar.Langar á bretti á jökli Þannig var Bieber að velta því fyrir sér í gær að fara upp á jökul í dag, en eins og þeir vita sem fylgdust með komu hans með einkaþotu til landsins, hafði hann snjóbretti með í farteskinu. En, Bieber vildi hins vegar vita fyrir víst að jökullinn væri öruggur og voru því tveir menn ræstir út í nótt og sendir þar upp eftir til að huga að aðstæðum. Gríðarleg stemmning var á tónleikunum sem haldnir voru í Kórnum í gærkvöldi, um 20 þúsund manns, mest ungmenni, sáu glæsilegt sjónarspil og er óhætt að segja að Bieber-brjálæði ríki nú á Íslandi. Mikil eftirvænting ríkir vegna tónleikana sem verða í kvöld og þeir allra hörðustu ætla að mæta á báða tónleikana. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Gert hafði verið ráð fyrir því að poppstjarnan Justin Bieber og fylgdarlið myndi mæta til veislu í nótt, í náttverð sem fram hafði verið reiddur, að loknum tónleikum í gær þar sem hluti fylgdarliðs hans dvelur, að Hótel Grímsborgum. Þar hafði verið, samkvæmt óskum Biebers, verið eldaður dýrindis humar og svo nautalundir í aðalrétt. En, þegar til kastanna kom mætti stjarnan ekki, heldur einungis tæplega 20 manns sem tilheyra liði hans. Ef að líkum lætur hefur veislukosturinn ekki freistað hans um of en í einkaviðtali Fréttablaðsins við stjörnuna kemur fram að hans uppáhalds matur er Spaghetti Bolognese. Fram hefur komið að Bieber tók Skautahöllina í Laugardal á leigu í fyrrakvöld sem varð til þess að nokkrir ungir listdansarar á skautum misstu æfingatíma sinn. Samkvæmt heimildum Vísis voru umræddir dansarar ekkert að æsa sig yfir því að gefa eftir tíma sinn fyrir Bieber. Þegar til kastanna kom mætti Bieber hins vegar ekki.Óútreiknanlegur í Grímsnesinu Justin Bieber sjálfur og hans nánustu aðstandendur dvelja í öðru húsi í grennd við Hótel Grímsborgir og ef að líkum lætur eru ljósmyndarar sem leggja uppúr því að ná myndum af ofurstjörnum á því svæði með aðdráttarlinsur sínar. Samkvæmt heimildum Vísis eru þeir sem skipuleggja dvöl Biebers farnir að reita hár sitt og skegg því stjarnan er óútreiknanleg og hefur reynst erfitt að skipuleggja gæslu og annað sem nauðsynlegt er talið að sé til staðar þegar ein helsta poppstjarna heims er annars vegar.Langar á bretti á jökli Þannig var Bieber að velta því fyrir sér í gær að fara upp á jökul í dag, en eins og þeir vita sem fylgdust með komu hans með einkaþotu til landsins, hafði hann snjóbretti með í farteskinu. En, Bieber vildi hins vegar vita fyrir víst að jökullinn væri öruggur og voru því tveir menn ræstir út í nótt og sendir þar upp eftir til að huga að aðstæðum. Gríðarleg stemmning var á tónleikunum sem haldnir voru í Kórnum í gærkvöldi, um 20 þúsund manns, mest ungmenni, sáu glæsilegt sjónarspil og er óhætt að segja að Bieber-brjálæði ríki nú á Íslandi. Mikil eftirvænting ríkir vegna tónleikana sem verða í kvöld og þeir allra hörðustu ætla að mæta á báða tónleikana.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45
Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15