Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. september 2016 07:15 Justin Bieber á sviðinu í Kórnum í gær. Vísir/Hanna Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber steig á svið í Kórnum í gærkvöldi og verður þar aftur í kvöld. Í einkaviðtali við Fréttablaðið, sem tekið var í gær, segist Justin ekki geta beðið eftir tónleikunum. Hann var hér ásamt fríðu föruneyti í fyrrahaust og tók þá upp myndband við lagið I'll Show You. „Við komum alls ekki í þeim tilgangi að taka upp myndbandið hér. Ég kom hingað því mig langaði að heimsækja Ísland og reyna að ná flottum myndum með vini mínum Chris Burkhard fyrir plötuumslagið á nýjustu plötu minni, Purpose. En það vildi svo skemmtilega til að tökumaðurinn minn var með okkur og í lok ferðarinnar vorum við komnir með fullt af frábæru efni og ákváðum í kjölfarið að gera úr því myndband,“ útskýrir Bieber. „Ég elskaði ferðina til Íslands í fyrra. Þetta er svo fallegt land og ég get ekki beðið eftir því að koma hér fram,“ segir poppprinsinn, spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að hefja Evróputúrinn hér á landi, en eins og greint var frá í Fréttablaðinu á miðvikudag óskaði Justin sjálfur eftir því að halda tónleika hér. Þó Justin sé aðeins 22 ára gamall, er óhætt að segja að hann sé hokinn af reynslu, en hann var aðeins 15 ára gamall þegar hann fór í sitt fyrsta tónleikaferðalag til að fylgja eftir frumrauninni, My World. Frá þeim tíma hafa fjölmiðlar elt Justin á röndum og hann hefur smám saman orðið ein vinsælasta poppstjarna heims. Inntur eftir því hvað honum hafi þótt eftirminnilegast við heimsóknina til Íslands í fyrra segir hann það vera náttúruna. „Það sem er eftirminnilegast við heimsóknina eru fjallgöngurnar sem ég fór í og að vera einn í náttúrunni. Ég er klárlega búinn að ákveða að gera það aftur,“ segir Justin, en hann er mikið fyrir útivist og hugar vel að andlegri og líkamlegri heilsu þegar hann er ekki á ferðalögum um heiminn. „Þegar ég er ekki á tónleikaferðalagi eða að vinna að tónlist finnst mér skemmtilegast að spila hokkí og renna mér á hjólabretti“ segir hann. En hvað ætli poppgoðinu finnst best að borða? „Uppáhaldsmaturinn minn er spaghetti bolognese,“ segir hann. Búist er við hátt í 40 þúsund manns á tvenna tónleika Biebers í Kórnum. Spurður hverju aðdáendur hans megi búast við á tónleikunum segist poppprinsinn vonast til að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa, syngja og skemmta sér æðislega vel,“ segir Justin og bætir við að hann sé verulega upp með sér yfir hversu margir ætli að mæta á tónleikana. Purpose-túrinn hófst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðaðist Justin Bieber vítt og breitt um Bandaríkin allt fram í lok júlí. Aðspurður kveðst hann virkilega ánægður með fyrri hluta tónleikaferðalagsins. „Það urðu til alveg ótrúlega skemmtilegar minningar á síðustu mánuðum. Ég gæti ekki valið á milli þeirra.“ Lagalisti Justins Bieber er ekki af verri endanum en hann mun meðal annars taka lög á borð við Where Are Ü Now, Boyfriend, I’ll Show You og lagið Baby sem flest ef ekki allir Íslendingar þekkja. Spurður hvaða lag honum þyki skemmtilegast að flytja á tónleikum segir hann það ráðast af stemningunni hverju sinni. „Það breytist kvöld frá kvöldi, en mér þykir alltaf jafn skemmtilegt þegar kemur að órafmagnaða hlutanum. Það er þá sem ég upplifi sterkustu tengslin við aðdáendur mína.“ Justin segir að erfitt sé að segja hvaða lag það er sem honum finnst skemmtilegast að spila fyrir tónleikagesti, það fari þó eftir hvernig kvöldið þróast. „Það fer algjörlega eftir því hvernig kvöldið þróast, en ég nýt þess alltaf að spila órafmögnuðu lögin. Það er þá sem ég næ góðri tengingu við aðdáendur mína,“ segir Justin að lokum. Tónleikarnir í Kórnum voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. september. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber steig á svið í Kórnum í gærkvöldi og verður þar aftur í kvöld. Í einkaviðtali við Fréttablaðið, sem tekið var í gær, segist Justin ekki geta beðið eftir tónleikunum. Hann var hér ásamt fríðu föruneyti í fyrrahaust og tók þá upp myndband við lagið I'll Show You. „Við komum alls ekki í þeim tilgangi að taka upp myndbandið hér. Ég kom hingað því mig langaði að heimsækja Ísland og reyna að ná flottum myndum með vini mínum Chris Burkhard fyrir plötuumslagið á nýjustu plötu minni, Purpose. En það vildi svo skemmtilega til að tökumaðurinn minn var með okkur og í lok ferðarinnar vorum við komnir með fullt af frábæru efni og ákváðum í kjölfarið að gera úr því myndband,“ útskýrir Bieber. „Ég elskaði ferðina til Íslands í fyrra. Þetta er svo fallegt land og ég get ekki beðið eftir því að koma hér fram,“ segir poppprinsinn, spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að hefja Evróputúrinn hér á landi, en eins og greint var frá í Fréttablaðinu á miðvikudag óskaði Justin sjálfur eftir því að halda tónleika hér. Þó Justin sé aðeins 22 ára gamall, er óhætt að segja að hann sé hokinn af reynslu, en hann var aðeins 15 ára gamall þegar hann fór í sitt fyrsta tónleikaferðalag til að fylgja eftir frumrauninni, My World. Frá þeim tíma hafa fjölmiðlar elt Justin á röndum og hann hefur smám saman orðið ein vinsælasta poppstjarna heims. Inntur eftir því hvað honum hafi þótt eftirminnilegast við heimsóknina til Íslands í fyrra segir hann það vera náttúruna. „Það sem er eftirminnilegast við heimsóknina eru fjallgöngurnar sem ég fór í og að vera einn í náttúrunni. Ég er klárlega búinn að ákveða að gera það aftur,“ segir Justin, en hann er mikið fyrir útivist og hugar vel að andlegri og líkamlegri heilsu þegar hann er ekki á ferðalögum um heiminn. „Þegar ég er ekki á tónleikaferðalagi eða að vinna að tónlist finnst mér skemmtilegast að spila hokkí og renna mér á hjólabretti“ segir hann. En hvað ætli poppgoðinu finnst best að borða? „Uppáhaldsmaturinn minn er spaghetti bolognese,“ segir hann. Búist er við hátt í 40 þúsund manns á tvenna tónleika Biebers í Kórnum. Spurður hverju aðdáendur hans megi búast við á tónleikunum segist poppprinsinn vonast til að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa, syngja og skemmta sér æðislega vel,“ segir Justin og bætir við að hann sé verulega upp með sér yfir hversu margir ætli að mæta á tónleikana. Purpose-túrinn hófst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðaðist Justin Bieber vítt og breitt um Bandaríkin allt fram í lok júlí. Aðspurður kveðst hann virkilega ánægður með fyrri hluta tónleikaferðalagsins. „Það urðu til alveg ótrúlega skemmtilegar minningar á síðustu mánuðum. Ég gæti ekki valið á milli þeirra.“ Lagalisti Justins Bieber er ekki af verri endanum en hann mun meðal annars taka lög á borð við Where Are Ü Now, Boyfriend, I’ll Show You og lagið Baby sem flest ef ekki allir Íslendingar þekkja. Spurður hvaða lag honum þyki skemmtilegast að flytja á tónleikum segir hann það ráðast af stemningunni hverju sinni. „Það breytist kvöld frá kvöldi, en mér þykir alltaf jafn skemmtilegt þegar kemur að órafmagnaða hlutanum. Það er þá sem ég upplifi sterkustu tengslin við aðdáendur mína.“ Justin segir að erfitt sé að segja hvaða lag það er sem honum finnst skemmtilegast að spila fyrir tónleikagesti, það fari þó eftir hvernig kvöldið þróast. „Það fer algjörlega eftir því hvernig kvöldið þróast, en ég nýt þess alltaf að spila órafmögnuðu lögin. Það er þá sem ég næ góðri tengingu við aðdáendur mína,“ segir Justin að lokum. Tónleikarnir í Kórnum voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. september.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira