Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Sæunn Gíslason skrifar 7. september 2016 07:00 Tveir af hverjum þremur erlendum ferðamönnum sem komu til Íslands sumarið 2014 skoðuðu náttúruperlurnar Gullfoss og Geysi. vísir/vilhelm Áskoranir eru fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi þar sem náttúran er takmörkuð auðlind og ekkert bendir til þess að vöxtur í ferðaþjónustu muni dragast saman á komandi árum. Því þarf að finna leið til að bæði hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Sé ekkert gert verður stöðnun eða hnignun í fjölgun ferðamanna. Þetta er mat efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Ný greining sviðsins, Komið þið fagnandi Ferðaþjónusta á Íslandi: Uppgangur og áskoranir, verður kynnt á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Í greiningunni er lagt til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu.Óttar Snædal, hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins.mynd/sa„Þetta er hagkvæmasta leiðin bæði til þess að þeir greiði sem njóta og greiði fyrir uppbyggingu staðanna sem þeir eru að njóta, og eins er þetta náttúruvernd að geta stýrt aðgangi á þá,“ segir Óttar Snædal, einn höfunda greiningarinnar. „Það er gott að bregðast við áður en í óefni stefnir. Upplifun ferðamanna á Íslandi er ennþá mjög góð og þeir fara mjög sáttir frá landinu. En engu að síður þá er einhver hluti ferðamanna sem finnst of troðið á ferðamannastöðum. Það gefur augaleið að ef þessi fjölgun heldur áfram þá þarf að bregðast við, bæði til að tryggja góða upplifun ferðamanna og til að vernda þessar náttúruperlur,“ segir Óttar. Í greiningunni eru færð rök fyrir því að gjaldtaka sé eina lausnin sem uppfyllir bæði skilyrði um tekjur og fjöldatakmörkun. Komugjald og gistináttagjald myndu afla ríkissjóði tekna, en myndu engin áhrif hafa á aðsókn á ferðamannastaði. Náttúrupassi myndi einnig afla tekna en ekki stýra ágangi á landsvæði. Tilkoma hans myndi ekki stýra flæði ferðamanna frá stöðum sem væru undir of miklu álagi. Í greiningunni segir að möguleiki til gjaldtöku hvetji til markaðssóknar, uppbyggingar og skapi um leið tekjur fyrir þjóðarbúið þegar ferðamenn sem njóta landsins greiða fyrir það. Að mati efnahagssviðsins lítur ferðaþjónusta á Íslandi vel út en glímir við vaxtarverki. Frjáls gjaldtaka væri liður í að takmarka aðgengi og skila tekjum til landeigenda, sem og að tryggja upplifun ferðamanna. Aðrir kostir eru sameiginlegur sjóður fyrir staði sem henta illa til gjaldtöku.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talsmaður landeigenda eftir dóm Hæstaréttar: „Enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér“ Hæstaréttur segir að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 21:00 Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Reynisfjöru Áætlað er að gjaldið muni standa straum af kostnaði við uppbyggingu á svæðinu. 11. apríl 2016 14:32 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Áskoranir eru fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi þar sem náttúran er takmörkuð auðlind og ekkert bendir til þess að vöxtur í ferðaþjónustu muni dragast saman á komandi árum. Því þarf að finna leið til að bæði hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Sé ekkert gert verður stöðnun eða hnignun í fjölgun ferðamanna. Þetta er mat efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Ný greining sviðsins, Komið þið fagnandi Ferðaþjónusta á Íslandi: Uppgangur og áskoranir, verður kynnt á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Í greiningunni er lagt til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu.Óttar Snædal, hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins.mynd/sa„Þetta er hagkvæmasta leiðin bæði til þess að þeir greiði sem njóta og greiði fyrir uppbyggingu staðanna sem þeir eru að njóta, og eins er þetta náttúruvernd að geta stýrt aðgangi á þá,“ segir Óttar Snædal, einn höfunda greiningarinnar. „Það er gott að bregðast við áður en í óefni stefnir. Upplifun ferðamanna á Íslandi er ennþá mjög góð og þeir fara mjög sáttir frá landinu. En engu að síður þá er einhver hluti ferðamanna sem finnst of troðið á ferðamannastöðum. Það gefur augaleið að ef þessi fjölgun heldur áfram þá þarf að bregðast við, bæði til að tryggja góða upplifun ferðamanna og til að vernda þessar náttúruperlur,“ segir Óttar. Í greiningunni eru færð rök fyrir því að gjaldtaka sé eina lausnin sem uppfyllir bæði skilyrði um tekjur og fjöldatakmörkun. Komugjald og gistináttagjald myndu afla ríkissjóði tekna, en myndu engin áhrif hafa á aðsókn á ferðamannastaði. Náttúrupassi myndi einnig afla tekna en ekki stýra ágangi á landsvæði. Tilkoma hans myndi ekki stýra flæði ferðamanna frá stöðum sem væru undir of miklu álagi. Í greiningunni segir að möguleiki til gjaldtöku hvetji til markaðssóknar, uppbyggingar og skapi um leið tekjur fyrir þjóðarbúið þegar ferðamenn sem njóta landsins greiða fyrir það. Að mati efnahagssviðsins lítur ferðaþjónusta á Íslandi vel út en glímir við vaxtarverki. Frjáls gjaldtaka væri liður í að takmarka aðgengi og skila tekjum til landeigenda, sem og að tryggja upplifun ferðamanna. Aðrir kostir eru sameiginlegur sjóður fyrir staði sem henta illa til gjaldtöku.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talsmaður landeigenda eftir dóm Hæstaréttar: „Enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér“ Hæstaréttur segir að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 21:00 Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Reynisfjöru Áætlað er að gjaldið muni standa straum af kostnaði við uppbyggingu á svæðinu. 11. apríl 2016 14:32 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Talsmaður landeigenda eftir dóm Hæstaréttar: „Enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér“ Hæstaréttur segir að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 21:00
Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Reynisfjöru Áætlað er að gjaldið muni standa straum af kostnaði við uppbyggingu á svæðinu. 11. apríl 2016 14:32