Mótmæli gegn nautaati á Spáni Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2016 13:04 Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. Um er að ræða alvarlegt dýraníð þar sem naut og kálfar eru pyntuð og stungin til bana fyrir framan áhorfendur. Hestar sem notaðir eru af aðstoðarmönnum hins svokallaða nautabana sem veitir nautinu banastunguna eru einnig lagðir í hættu, en nautin gætu rekið þá í gegn. Spánn er hluti af Evrópusambandinu og er nautaat leyft með lagasetningu vegna þjóðarhefðar, þrátt fyrir að sambandið leggi mikla áherslu á dýravelferð. Nautaat er einnig stundað í Portúgal, Suður-Frakklandi, Mexíkó, Ekvadór, Kólumbíu og Perú. Á Spáni er nautaat er haldið í tengslum við hátíðarhöld sem haldin eru árlega á tímabilinu mars til október. Það eru einnig athafnir í tengslum við nautatið eins og svokallað nautahlaup þar sem naut eru látin hlaupa eftir afmörkuðum leiðum á eftir fólki sem tekur þátt í hlaupinu. Það kemur oft fyrir að nautum sé misþyrmt í þessum hlaupum og einnig að þau örmagnist og deyi. Einnig eru til sambærileg hlaup fyrir börn en þá eru notaðir kálfar. Naut sem sett er í nautaat er bundið á ákveðinn bás í nokkra daga þar sem bundið fyrir augu þess til að það verði ringlað þegar að bardaganum kemur. Pappír er troðið í eyru nautsins og bómull troðið upp í nasirnar til að erfiða öndun, vasilíni smurt í augu þess til að bjaga sjón, nál stungið í kynfæri þess og ertandi efni borið á fæturna til að koma í veg fyrir að nautið muni leggjast niður í hringnum. Nautið er síðan látið hlaupa úr þessum bás út á hringvöllinn þar sem nautabaninn og æstir áhorfendur bíða. Þar er dýrið stungið með nokkrum misstórum spjótum í bakið af aðstoðarmönnum nautabanans til að veikja það og í lokin er það stungið með sverði milli herðablaðanna sem er banastunga. Nautið deyr oft ekki samstundis, þessi dýr hljóta hægan og kvalafullan dauðdaga. Naut eru litblind og ástæða þess að nautaveifan sem nautabaninn heldur á er rauð er til þess að blóðblettirnir sjáist ekki á henni. Andstaða spænsku þjóðarinnar gegn nautaati hefur aukist undanfarin ár, en þrátt fyrir það halda stjórnmálamenn í landinu áfram að styðja þessa grimmu meðferð á dýrum. PACMA, sem eru stjórnmálasamtök á Spáni, hafa lengi barist gegn nautaati og tengdum athöfnum. Þau hafa þegar unnið gott starf í þágu þessara dýra. Þann 10. september mun PACMA halda stærstu mótmæli gegn nautaati sem haldin hafa verið á Spáni og er markmið þeirra að nautaat verði aflagt. Íslendingar ættu ekki að láta sitt eftir liggja og styðja þennan málstað og því er boðað til friðsamlegra mótmæla fyrir framan ræðisskrifstofu Spánar á Suðurgötu 22, 101 Reykjavík þann 10. september klukkan 14:00. Vil hvetja sem flesta til að mæta og taka þátt í að enda þessa grimmu meðferð á dýrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. Um er að ræða alvarlegt dýraníð þar sem naut og kálfar eru pyntuð og stungin til bana fyrir framan áhorfendur. Hestar sem notaðir eru af aðstoðarmönnum hins svokallaða nautabana sem veitir nautinu banastunguna eru einnig lagðir í hættu, en nautin gætu rekið þá í gegn. Spánn er hluti af Evrópusambandinu og er nautaat leyft með lagasetningu vegna þjóðarhefðar, þrátt fyrir að sambandið leggi mikla áherslu á dýravelferð. Nautaat er einnig stundað í Portúgal, Suður-Frakklandi, Mexíkó, Ekvadór, Kólumbíu og Perú. Á Spáni er nautaat er haldið í tengslum við hátíðarhöld sem haldin eru árlega á tímabilinu mars til október. Það eru einnig athafnir í tengslum við nautatið eins og svokallað nautahlaup þar sem naut eru látin hlaupa eftir afmörkuðum leiðum á eftir fólki sem tekur þátt í hlaupinu. Það kemur oft fyrir að nautum sé misþyrmt í þessum hlaupum og einnig að þau örmagnist og deyi. Einnig eru til sambærileg hlaup fyrir börn en þá eru notaðir kálfar. Naut sem sett er í nautaat er bundið á ákveðinn bás í nokkra daga þar sem bundið fyrir augu þess til að það verði ringlað þegar að bardaganum kemur. Pappír er troðið í eyru nautsins og bómull troðið upp í nasirnar til að erfiða öndun, vasilíni smurt í augu þess til að bjaga sjón, nál stungið í kynfæri þess og ertandi efni borið á fæturna til að koma í veg fyrir að nautið muni leggjast niður í hringnum. Nautið er síðan látið hlaupa úr þessum bás út á hringvöllinn þar sem nautabaninn og æstir áhorfendur bíða. Þar er dýrið stungið með nokkrum misstórum spjótum í bakið af aðstoðarmönnum nautabanans til að veikja það og í lokin er það stungið með sverði milli herðablaðanna sem er banastunga. Nautið deyr oft ekki samstundis, þessi dýr hljóta hægan og kvalafullan dauðdaga. Naut eru litblind og ástæða þess að nautaveifan sem nautabaninn heldur á er rauð er til þess að blóðblettirnir sjáist ekki á henni. Andstaða spænsku þjóðarinnar gegn nautaati hefur aukist undanfarin ár, en þrátt fyrir það halda stjórnmálamenn í landinu áfram að styðja þessa grimmu meðferð á dýrum. PACMA, sem eru stjórnmálasamtök á Spáni, hafa lengi barist gegn nautaati og tengdum athöfnum. Þau hafa þegar unnið gott starf í þágu þessara dýra. Þann 10. september mun PACMA halda stærstu mótmæli gegn nautaati sem haldin hafa verið á Spáni og er markmið þeirra að nautaat verði aflagt. Íslendingar ættu ekki að láta sitt eftir liggja og styðja þennan málstað og því er boðað til friðsamlegra mótmæla fyrir framan ræðisskrifstofu Spánar á Suðurgötu 22, 101 Reykjavík þann 10. september klukkan 14:00. Vil hvetja sem flesta til að mæta og taka þátt í að enda þessa grimmu meðferð á dýrum.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar