Button mun taka að sér framsækið starf þróunarökumanns. Eins mun hann halda áfram að koma fram á auglýsingabiðburðum á næsta ári.
Gæti komið aftur
Að sögn Ron Dennis, framkvæmdastjóra McLaren gæti Button keppt aftur fyrir McLaren. Það veltur á því hvort Alonso ákveði að hætta eftir 2017 eða ekki.
Heimsmeistarinn frá 2009 gæti því snúið aftur til keppni eftir næsta ár.
Þangað til hefur Button sagt að hann muni hugsanlega setja saman sitt eigið Rallý-Cross lið. Hann verður þó áfram mikilvægur hlekkur í liði McLaren.
Button hóf keppni í Formúlu 1 árið 2000 með Williams. Hann mun hefja sína 298. keppni í Formúlu 1 á eftir. Button varð heimsmeistari með Brawn liðinu árið 2009.
Hér að neðan er yfirlit yfir feril Jenson Button í Formúlu 1.