Lewis Hamilton á ráspól á Ítalíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. september 2016 12:57 Lewis Hamilton var fljótastur í dag. Náði sínum þriðja ráspól í röð á Monza. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir ítalska kappakstrinn sem fer fram á morgun. Þetta var fimmti ráspóll Hamilton á Ítalíu. Nico Roserg var annar á Mercedes og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. Ferrari tókst að lágmarka skaðan og vera bestir af restinni á heimavelli. Mercedes voru utan seilingar í dag. Keppnin verður spennandi á morgun. Bein útsending frá henni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport.Fysta lotaTímatakan fór rólega af stað. Renault átti í miklum vandræðum með að finna hraðan á Monza brautinni. Lewis Hamilton var fljótastur í fyrstu lotunni. Í fyrstu lotunni duttu út Renault- og Sauber ökumennirnir ásamt Daniil Kvyat á Toro Rosso og Esteban Ocon á Manor sem lenti í rafmagnsbilun. „Við bjuggumst hálfpartinn við þessu. Því miður erum við ekki komin lengra en þetta. Þetta eru mikil vonbrigði en svona er staðan,“ sagði Kevin Magnussen ökumaður Renault eftir lotuna.Esteban Ocon ýtt í skjól. Hann náði ekki að setja tíma.Vísir/GettyÖnnur lotaMercedes menn fóru einir út á brautina í upphafi. Með brautina út af fyrir sig settu þeir tíma sem engum tókst að ógna alla lotuna. Mercedes tókst að fara áfram á mjúkum dekkjum. Aðrir tóku fram ofurmjúku dekkin til að reyna að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í tímatökunni. Í annarri lotu duttu McLaren ökumennirnir út ásamt, Felipe Massa á Williams, Romain Grosjean á Haas, Pascal Wehrlein á Manor og Carlos Sainz á Toro Rosso. Grosjean verður færður aftur um fimm sæti á ráslínu eftir að Haas skipti um gírkassa í bíl hans.Þriðja lotaHamilton var fljótstur í fyrstu tilraun topp ökumannanna. Rosberg var annar en gerði smávægileg mistök á hringnum. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji og Sebastian Vettel fjórði á Ferrari. Rosberg fór út á undan út en tókst ekki að taka ráspólin af Hamilton. Hamilton kom svo í mark næstum hálfri sekúndu á undan Rosberg. Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á æfingum á Ítalíu Mercedes menn voru fljótastir á báðum æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingunni og Lewis Hamilton þeirri seinni. 2. september 2016 17:45 Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Williams ökumaðurinn Felipe Massa hefur tilkynnt að hann muni hætta í Formúlu 1 þegar núverandi tímabili lýkur. 1. september 2016 22:00 Villeneuve: FIA virðist vernda Max Verstsappen Fyrrum heimsmeistarinn Jacques Villeneuve telur dómara í Formúlu 1 veita Max Verstappen meira svigrúm en öðrum. Hann telur að FIA líti út eins og þeir séu að vernda ungstirnið. 31. ágúst 2016 15:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir ítalska kappakstrinn sem fer fram á morgun. Þetta var fimmti ráspóll Hamilton á Ítalíu. Nico Roserg var annar á Mercedes og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. Ferrari tókst að lágmarka skaðan og vera bestir af restinni á heimavelli. Mercedes voru utan seilingar í dag. Keppnin verður spennandi á morgun. Bein útsending frá henni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport.Fysta lotaTímatakan fór rólega af stað. Renault átti í miklum vandræðum með að finna hraðan á Monza brautinni. Lewis Hamilton var fljótastur í fyrstu lotunni. Í fyrstu lotunni duttu út Renault- og Sauber ökumennirnir ásamt Daniil Kvyat á Toro Rosso og Esteban Ocon á Manor sem lenti í rafmagnsbilun. „Við bjuggumst hálfpartinn við þessu. Því miður erum við ekki komin lengra en þetta. Þetta eru mikil vonbrigði en svona er staðan,“ sagði Kevin Magnussen ökumaður Renault eftir lotuna.Esteban Ocon ýtt í skjól. Hann náði ekki að setja tíma.Vísir/GettyÖnnur lotaMercedes menn fóru einir út á brautina í upphafi. Með brautina út af fyrir sig settu þeir tíma sem engum tókst að ógna alla lotuna. Mercedes tókst að fara áfram á mjúkum dekkjum. Aðrir tóku fram ofurmjúku dekkin til að reyna að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í tímatökunni. Í annarri lotu duttu McLaren ökumennirnir út ásamt, Felipe Massa á Williams, Romain Grosjean á Haas, Pascal Wehrlein á Manor og Carlos Sainz á Toro Rosso. Grosjean verður færður aftur um fimm sæti á ráslínu eftir að Haas skipti um gírkassa í bíl hans.Þriðja lotaHamilton var fljótstur í fyrstu tilraun topp ökumannanna. Rosberg var annar en gerði smávægileg mistök á hringnum. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji og Sebastian Vettel fjórði á Ferrari. Rosberg fór út á undan út en tókst ekki að taka ráspólin af Hamilton. Hamilton kom svo í mark næstum hálfri sekúndu á undan Rosberg.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á æfingum á Ítalíu Mercedes menn voru fljótastir á báðum æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingunni og Lewis Hamilton þeirri seinni. 2. september 2016 17:45 Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Williams ökumaðurinn Felipe Massa hefur tilkynnt að hann muni hætta í Formúlu 1 þegar núverandi tímabili lýkur. 1. september 2016 22:00 Villeneuve: FIA virðist vernda Max Verstsappen Fyrrum heimsmeistarinn Jacques Villeneuve telur dómara í Formúlu 1 veita Max Verstappen meira svigrúm en öðrum. Hann telur að FIA líti út eins og þeir séu að vernda ungstirnið. 31. ágúst 2016 15:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mercedes fljótastir á æfingum á Ítalíu Mercedes menn voru fljótastir á báðum æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingunni og Lewis Hamilton þeirri seinni. 2. september 2016 17:45
Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Williams ökumaðurinn Felipe Massa hefur tilkynnt að hann muni hætta í Formúlu 1 þegar núverandi tímabili lýkur. 1. september 2016 22:00
Villeneuve: FIA virðist vernda Max Verstsappen Fyrrum heimsmeistarinn Jacques Villeneuve telur dómara í Formúlu 1 veita Max Verstappen meira svigrúm en öðrum. Hann telur að FIA líti út eins og þeir séu að vernda ungstirnið. 31. ágúst 2016 15:30