Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2016 19:00 Sex dagar eru þar til poppstjarnan Justin Bieber stígur á svið í Kópavogi á lang stærstu tónleikum sem haldnir hafa verið á Íslandi. Framkvæmdir við að breyta Kórnum úr íþróttahúsi í tónleikahöll eru hafnar en poppstjarnan mun nota meðal annars tvö tonn af vatni í einu atriða sinna. Samkvæmt upplýsingum eru það um 12% þjóðarinnar sem mæta á tónleikana í Kórnum í Kópavogi fimmtudag og föstudag í næstu viku eða um 38.000 manns. Til samanburðar þá búa í Kópavogi 34.000 manns, þannig að það er nærtækast að spyrja manninn sem stendur að þessu öllu. Er allt tilbúið? „Nei það er ekki alveg tilbúið eins og þú sérð enda eru enn þá sex dagar í gigg en þið sjáið kannski hvað þetta er stórt það eru sex dagar í gigg og samt eru með hérna á fjórða degi að vinna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. Aðstandendur poppstjörnunnar mæta með 40 tonn af búnaði til viðbótar við þann búnað sem nú er verið að setja upp í Kórnum. Öryggisgirðing í kringum svæðið er um 4 kílómetrar. Tvö stærstu hljóðkerfi landsins verða sameinuð til að fá sem best hljóð og til þess að hljóð og ljós fái að njóta sín í salnum, þá þarf rafmagnið um 2000 amper. „Bara það að koma nógu miklu rafmagni inn í húsið er búið að vera risastórt verkefni. Það er verið að taka allt rafmagn sem til er og bæta við rafstöðvum, finna rafstöðvar og flytja inn og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ísleifur. Tónleikarnir eru þeir stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi og segir að Ísleifur að í herbúðum Justin Bieber séu menn himinlifandi yfir áhuganum og eru meðvitaður um það hversu hátt hlutfall þjóðarinnar muni mæta í Kórinn. „Þeir taka það mjög alvarlega. Þeir vita allt um það hversu hátt hlutfall þjóðarinnar er að mæta og þeir eru stoltir af þessu og þess vegna ætla þeir að koma með „full show“ til Íslands og standa undir væntingum,“ segir Ísleifur Fylgdarlið poppstjörnunnar er þegar farið að streyma til landsins og munu þeir fyrstu mæta í Kórinn á morgun. Stjarnan sjálf er þó ekki væntanleg til landsins fyrr en eftir helgi.Eru allir búnir að sækja miðana sína?„Það eru eiginlega allir búnir að sækja miðana sína, það er mjög lítið sem er eftir en þeir sem eiga eftir endilega drífa sig í því,“ segir ÍsleifurTvisvar sinnum 17.000 manns er uppselt?„Það er alveg pakkuppselt á tónleikana sem fóru fyrst í sölu sem eru seinni tónleikarnir. Það er enn þá smá laust hérna á gólfið 8. september en ég held að menn ættu að huga að því að hafa hraðar hendur," segir Ísleifur að lokum. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Leita að tvífara Justin Bieber á Íslandi Viðburðarfyrirtækið Sena Live stendur nú fyrir tvífarakeppni þar sem fyrirtækið leitar að tvífara kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber. 29. ágúst 2016 13:30 Sena varð að hækka tilboðið í Justin Bieber í miðjum viðræðum "Ég held að ferlið hafi byrjað um það bil ári áður en við tilkynntum þetta,“ Ísleifur Þórhallsson, hjá Senu Live, en fyrirtækið stendur fyrir tvennum risatónleikum með Justin Bieber 8. og 9. september næstkomandi. 29. ágúst 2016 12:30 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Sex dagar eru þar til poppstjarnan Justin Bieber stígur á svið í Kópavogi á lang stærstu tónleikum sem haldnir hafa verið á Íslandi. Framkvæmdir við að breyta Kórnum úr íþróttahúsi í tónleikahöll eru hafnar en poppstjarnan mun nota meðal annars tvö tonn af vatni í einu atriða sinna. Samkvæmt upplýsingum eru það um 12% þjóðarinnar sem mæta á tónleikana í Kórnum í Kópavogi fimmtudag og föstudag í næstu viku eða um 38.000 manns. Til samanburðar þá búa í Kópavogi 34.000 manns, þannig að það er nærtækast að spyrja manninn sem stendur að þessu öllu. Er allt tilbúið? „Nei það er ekki alveg tilbúið eins og þú sérð enda eru enn þá sex dagar í gigg en þið sjáið kannski hvað þetta er stórt það eru sex dagar í gigg og samt eru með hérna á fjórða degi að vinna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. Aðstandendur poppstjörnunnar mæta með 40 tonn af búnaði til viðbótar við þann búnað sem nú er verið að setja upp í Kórnum. Öryggisgirðing í kringum svæðið er um 4 kílómetrar. Tvö stærstu hljóðkerfi landsins verða sameinuð til að fá sem best hljóð og til þess að hljóð og ljós fái að njóta sín í salnum, þá þarf rafmagnið um 2000 amper. „Bara það að koma nógu miklu rafmagni inn í húsið er búið að vera risastórt verkefni. Það er verið að taka allt rafmagn sem til er og bæta við rafstöðvum, finna rafstöðvar og flytja inn og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ísleifur. Tónleikarnir eru þeir stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi og segir að Ísleifur að í herbúðum Justin Bieber séu menn himinlifandi yfir áhuganum og eru meðvitaður um það hversu hátt hlutfall þjóðarinnar muni mæta í Kórinn. „Þeir taka það mjög alvarlega. Þeir vita allt um það hversu hátt hlutfall þjóðarinnar er að mæta og þeir eru stoltir af þessu og þess vegna ætla þeir að koma með „full show“ til Íslands og standa undir væntingum,“ segir Ísleifur Fylgdarlið poppstjörnunnar er þegar farið að streyma til landsins og munu þeir fyrstu mæta í Kórinn á morgun. Stjarnan sjálf er þó ekki væntanleg til landsins fyrr en eftir helgi.Eru allir búnir að sækja miðana sína?„Það eru eiginlega allir búnir að sækja miðana sína, það er mjög lítið sem er eftir en þeir sem eiga eftir endilega drífa sig í því,“ segir ÍsleifurTvisvar sinnum 17.000 manns er uppselt?„Það er alveg pakkuppselt á tónleikana sem fóru fyrst í sölu sem eru seinni tónleikarnir. Það er enn þá smá laust hérna á gólfið 8. september en ég held að menn ættu að huga að því að hafa hraðar hendur," segir Ísleifur að lokum.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Leita að tvífara Justin Bieber á Íslandi Viðburðarfyrirtækið Sena Live stendur nú fyrir tvífarakeppni þar sem fyrirtækið leitar að tvífara kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber. 29. ágúst 2016 13:30 Sena varð að hækka tilboðið í Justin Bieber í miðjum viðræðum "Ég held að ferlið hafi byrjað um það bil ári áður en við tilkynntum þetta,“ Ísleifur Þórhallsson, hjá Senu Live, en fyrirtækið stendur fyrir tvennum risatónleikum með Justin Bieber 8. og 9. september næstkomandi. 29. ágúst 2016 12:30 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30
Leita að tvífara Justin Bieber á Íslandi Viðburðarfyrirtækið Sena Live stendur nú fyrir tvífarakeppni þar sem fyrirtækið leitar að tvífara kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber. 29. ágúst 2016 13:30
Sena varð að hækka tilboðið í Justin Bieber í miðjum viðræðum "Ég held að ferlið hafi byrjað um það bil ári áður en við tilkynntum þetta,“ Ísleifur Þórhallsson, hjá Senu Live, en fyrirtækið stendur fyrir tvennum risatónleikum með Justin Bieber 8. og 9. september næstkomandi. 29. ágúst 2016 12:30
Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45