Hærri framlög til skólamála Skúli Helgason skrifar 2. september 2016 07:00 Mikil umræða hefur verið síðustu daga um framlög til skólamála í Reykjavíkurborg og hafa stjórnendur grunnskóla og leikskóla ályktað um niðurskurð undangenginna ára. Af því tilefni er mikilvægt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Á undanförnum tveimur árum hafa framlög til skóla- og frístundastarfs í Reykjavík hækkað um 5,8 milljarða króna. Þeim fjármunum hefur einkum verið varið til að bæta kjör kennara, leikskólakennara, skólastjórnenda og annars starfsfólks í skólasamfélaginu, en einnig til að mæta fjölgun barna í skólasamfélaginu. Þar hefur birst forgangsröðun okkar í meirihluta borgarstjórnar, að brýnast væri að bæta kjör þess fólks sem ber hita og þunga af öflugu skólastarfi í borginni en hækkun almenns rekstrarfjár biði þess tíma þegar betur áraði í fjárhag borgarinnar. Þá er rétt að benda á að samkvæmt gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga voru framlög á hvern grunnskólanema árið 2014 næsthæst í Reykjavík af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Leiðarljós okkar við útfærslu hagræðingar á þessu ári hefur verið að bera helst niður í yfirstjórn, lækka húsnæðiskostnað, beita útboðum til að lækka innkaupsverð á vörum o.s.frv. en hlífa sem mest grunnþjónustunni sem veitt er í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum. Þessi stefna ásamt auknum tekjum hefur skilað þeim árangri að 490 milljóna króna afgangur er á rekstri borgarinnar eftir sex mánuði ársins. Það er góð vísbending um að við erum á réttri leið og það mun skapa okkur grundvöll til að efla enn frekar fagstarfið í skólum og frístundastarfi í borginni. Þar vinnur okkar starfsfólk þrekvirki um alla borg af miklum metnaði. Við tökum undir með skólastjórnendum að bæta þarf starfsumhverfi leikskóla og grunnskóla sem og frístundamiðstöðva og það verður forgangsverkefni okkar á næstunni í góðu samráði við okkar öfluga fagfólk á vettvangi, foreldra og börnin sem við erum öll að þjóna.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið síðustu daga um framlög til skólamála í Reykjavíkurborg og hafa stjórnendur grunnskóla og leikskóla ályktað um niðurskurð undangenginna ára. Af því tilefni er mikilvægt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Á undanförnum tveimur árum hafa framlög til skóla- og frístundastarfs í Reykjavík hækkað um 5,8 milljarða króna. Þeim fjármunum hefur einkum verið varið til að bæta kjör kennara, leikskólakennara, skólastjórnenda og annars starfsfólks í skólasamfélaginu, en einnig til að mæta fjölgun barna í skólasamfélaginu. Þar hefur birst forgangsröðun okkar í meirihluta borgarstjórnar, að brýnast væri að bæta kjör þess fólks sem ber hita og þunga af öflugu skólastarfi í borginni en hækkun almenns rekstrarfjár biði þess tíma þegar betur áraði í fjárhag borgarinnar. Þá er rétt að benda á að samkvæmt gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga voru framlög á hvern grunnskólanema árið 2014 næsthæst í Reykjavík af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Leiðarljós okkar við útfærslu hagræðingar á þessu ári hefur verið að bera helst niður í yfirstjórn, lækka húsnæðiskostnað, beita útboðum til að lækka innkaupsverð á vörum o.s.frv. en hlífa sem mest grunnþjónustunni sem veitt er í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum. Þessi stefna ásamt auknum tekjum hefur skilað þeim árangri að 490 milljóna króna afgangur er á rekstri borgarinnar eftir sex mánuði ársins. Það er góð vísbending um að við erum á réttri leið og það mun skapa okkur grundvöll til að efla enn frekar fagstarfið í skólum og frístundastarfi í borginni. Þar vinnur okkar starfsfólk þrekvirki um alla borg af miklum metnaði. Við tökum undir með skólastjórnendum að bæta þarf starfsumhverfi leikskóla og grunnskóla sem og frístundamiðstöðva og það verður forgangsverkefni okkar á næstunni í góðu samráði við okkar öfluga fagfólk á vettvangi, foreldra og börnin sem við erum öll að þjóna.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar