Hærri framlög til skólamála Skúli Helgason skrifar 2. september 2016 07:00 Mikil umræða hefur verið síðustu daga um framlög til skólamála í Reykjavíkurborg og hafa stjórnendur grunnskóla og leikskóla ályktað um niðurskurð undangenginna ára. Af því tilefni er mikilvægt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Á undanförnum tveimur árum hafa framlög til skóla- og frístundastarfs í Reykjavík hækkað um 5,8 milljarða króna. Þeim fjármunum hefur einkum verið varið til að bæta kjör kennara, leikskólakennara, skólastjórnenda og annars starfsfólks í skólasamfélaginu, en einnig til að mæta fjölgun barna í skólasamfélaginu. Þar hefur birst forgangsröðun okkar í meirihluta borgarstjórnar, að brýnast væri að bæta kjör þess fólks sem ber hita og þunga af öflugu skólastarfi í borginni en hækkun almenns rekstrarfjár biði þess tíma þegar betur áraði í fjárhag borgarinnar. Þá er rétt að benda á að samkvæmt gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga voru framlög á hvern grunnskólanema árið 2014 næsthæst í Reykjavík af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Leiðarljós okkar við útfærslu hagræðingar á þessu ári hefur verið að bera helst niður í yfirstjórn, lækka húsnæðiskostnað, beita útboðum til að lækka innkaupsverð á vörum o.s.frv. en hlífa sem mest grunnþjónustunni sem veitt er í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum. Þessi stefna ásamt auknum tekjum hefur skilað þeim árangri að 490 milljóna króna afgangur er á rekstri borgarinnar eftir sex mánuði ársins. Það er góð vísbending um að við erum á réttri leið og það mun skapa okkur grundvöll til að efla enn frekar fagstarfið í skólum og frístundastarfi í borginni. Þar vinnur okkar starfsfólk þrekvirki um alla borg af miklum metnaði. Við tökum undir með skólastjórnendum að bæta þarf starfsumhverfi leikskóla og grunnskóla sem og frístundamiðstöðva og það verður forgangsverkefni okkar á næstunni í góðu samráði við okkar öfluga fagfólk á vettvangi, foreldra og börnin sem við erum öll að þjóna.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið síðustu daga um framlög til skólamála í Reykjavíkurborg og hafa stjórnendur grunnskóla og leikskóla ályktað um niðurskurð undangenginna ára. Af því tilefni er mikilvægt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Á undanförnum tveimur árum hafa framlög til skóla- og frístundastarfs í Reykjavík hækkað um 5,8 milljarða króna. Þeim fjármunum hefur einkum verið varið til að bæta kjör kennara, leikskólakennara, skólastjórnenda og annars starfsfólks í skólasamfélaginu, en einnig til að mæta fjölgun barna í skólasamfélaginu. Þar hefur birst forgangsröðun okkar í meirihluta borgarstjórnar, að brýnast væri að bæta kjör þess fólks sem ber hita og þunga af öflugu skólastarfi í borginni en hækkun almenns rekstrarfjár biði þess tíma þegar betur áraði í fjárhag borgarinnar. Þá er rétt að benda á að samkvæmt gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga voru framlög á hvern grunnskólanema árið 2014 næsthæst í Reykjavík af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Leiðarljós okkar við útfærslu hagræðingar á þessu ári hefur verið að bera helst niður í yfirstjórn, lækka húsnæðiskostnað, beita útboðum til að lækka innkaupsverð á vörum o.s.frv. en hlífa sem mest grunnþjónustunni sem veitt er í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum. Þessi stefna ásamt auknum tekjum hefur skilað þeim árangri að 490 milljóna króna afgangur er á rekstri borgarinnar eftir sex mánuði ársins. Það er góð vísbending um að við erum á réttri leið og það mun skapa okkur grundvöll til að efla enn frekar fagstarfið í skólum og frístundastarfi í borginni. Þar vinnur okkar starfsfólk þrekvirki um alla borg af miklum metnaði. Við tökum undir með skólastjórnendum að bæta þarf starfsumhverfi leikskóla og grunnskóla sem og frístundamiðstöðva og það verður forgangsverkefni okkar á næstunni í góðu samráði við okkar öfluga fagfólk á vettvangi, foreldra og börnin sem við erum öll að þjóna.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar