Allir fengu „Gangi þér vel“ frá Guðna forseta nema Kristófer Acox sem fékk „Good luck“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 08:30 Kristófer Acox er sonur Terry Acox sem spilaði hér á landi á síðustu öld. vísir/stefán Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, greindi frá skondnu atviki sem kom upp fyrir leik Íslands og Sviss í gær á Twitter-síðu sinni eftir glæsilegan 16 stiga sigur strákanna, 88-72. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heilsaði honum á ensku fyrir leikinn en öllum öðrum leikmönnum liðsins á íslensku. Guðni Th. var heiðursgestur á leiknum en faðir hans, Jóhannes Sæmundsson, var aðstoðarþjálfari Einars Bollasonar þegar Ísland vann Sviss í fyrsta og eina skiptið í landsleik árið 1981. Annar sigurinn datt svo inn í gær. Guðni heilsaði fyrst leikmönnum Sviss ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, og gekk svo á íslensku línuna þar sem hann óskaði öllum strákunum okkar velfarnaðar í leiknum.Kristófer Acox skorar tvö stig á móti Sviss í gærkvöldi.vísir/ernir„Thanks bruh“ Ellefu af tólf leikmönnum liðsins fengu kveðju frá forsetanum á íslensku en Kristófer, sem á íslenska móður en amerískan föður sem spilaði körfubolta hér á landi á síðustu öld, fékk kveðju á ensku. „Allir í liðinu fengu „gangi ykkur vel“ frá Guðna forseta nema kallinn. Ég fékk „good luck.“ Annars geðveikur stuðningur í kvöld. Áfram Ísland,“ skrifaði Kristófer á Twitter-síðu sína. Þessi öflugi kraftframherji sem spilar með Furman-háskólanum í efstu deild háskólaboltans í Bandaríkjunum átti góðan leik og skoraði sjö stig og tók sjö fráköst á þeim 16 mínútum sem hann spilaði í sigrinum í gærkvöldi. Hann hafði húmor fyrir þessum ruglingi forsetans en aðspurður eftir Twitter-færsluna hvernig hann svaraði Guðna Th. sagði Kristófer: „Thanks bruh.“Allir i liðinu fengu "gangi ykkur vel" fra Guðna forseta, nema kallinn. Eg fékk "good luck". Annars geðveikur stuðningur i kvöld. Áfram !— kristofer acox (@krisacox) August 31, 2016 @kjartansson4 "thanks bruh"— kristofer acox (@krisacox) September 1, 2016 Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur til Stjörnunnar Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, mun leika með Stjörnunni í Domino's deild karla á komandi tímabili. 31. ágúst 2016 19:00 Nærri því fullkomin byrjun Íslenska karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með stæl í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar það lagði Sviss með 16 stiga mun, 88-72. Þjálfarinn Craig Pedersen var ánægður með sigurinn en vill að liðið bæti sig fyrir næsta leik. Leiðin á EM byrjar vel en næsti leikur er á Kýpur. 1. september 2016 06:00 Hlynur: Skrítin tímasetning á þessu hjá mér "Það er mjög góð tilfinning að byrja svona undankeppni vel og þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur að mestu leyti,“ segir Hlynur Bæringsson eftir sigurinn í kvöld. 31. ágúst 2016 22:25 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Sviss 88-72 | Svisslendingar afgreiddir í Höllinni Karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með frábærum 16 stiga sigri á Sviss í kvöld. 31. ágúst 2016 22:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, greindi frá skondnu atviki sem kom upp fyrir leik Íslands og Sviss í gær á Twitter-síðu sinni eftir glæsilegan 16 stiga sigur strákanna, 88-72. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heilsaði honum á ensku fyrir leikinn en öllum öðrum leikmönnum liðsins á íslensku. Guðni Th. var heiðursgestur á leiknum en faðir hans, Jóhannes Sæmundsson, var aðstoðarþjálfari Einars Bollasonar þegar Ísland vann Sviss í fyrsta og eina skiptið í landsleik árið 1981. Annar sigurinn datt svo inn í gær. Guðni heilsaði fyrst leikmönnum Sviss ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, og gekk svo á íslensku línuna þar sem hann óskaði öllum strákunum okkar velfarnaðar í leiknum.Kristófer Acox skorar tvö stig á móti Sviss í gærkvöldi.vísir/ernir„Thanks bruh“ Ellefu af tólf leikmönnum liðsins fengu kveðju frá forsetanum á íslensku en Kristófer, sem á íslenska móður en amerískan föður sem spilaði körfubolta hér á landi á síðustu öld, fékk kveðju á ensku. „Allir í liðinu fengu „gangi ykkur vel“ frá Guðna forseta nema kallinn. Ég fékk „good luck.“ Annars geðveikur stuðningur í kvöld. Áfram Ísland,“ skrifaði Kristófer á Twitter-síðu sína. Þessi öflugi kraftframherji sem spilar með Furman-háskólanum í efstu deild háskólaboltans í Bandaríkjunum átti góðan leik og skoraði sjö stig og tók sjö fráköst á þeim 16 mínútum sem hann spilaði í sigrinum í gærkvöldi. Hann hafði húmor fyrir þessum ruglingi forsetans en aðspurður eftir Twitter-færsluna hvernig hann svaraði Guðna Th. sagði Kristófer: „Thanks bruh.“Allir i liðinu fengu "gangi ykkur vel" fra Guðna forseta, nema kallinn. Eg fékk "good luck". Annars geðveikur stuðningur i kvöld. Áfram !— kristofer acox (@krisacox) August 31, 2016 @kjartansson4 "thanks bruh"— kristofer acox (@krisacox) September 1, 2016
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur til Stjörnunnar Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, mun leika með Stjörnunni í Domino's deild karla á komandi tímabili. 31. ágúst 2016 19:00 Nærri því fullkomin byrjun Íslenska karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með stæl í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar það lagði Sviss með 16 stiga mun, 88-72. Þjálfarinn Craig Pedersen var ánægður með sigurinn en vill að liðið bæti sig fyrir næsta leik. Leiðin á EM byrjar vel en næsti leikur er á Kýpur. 1. september 2016 06:00 Hlynur: Skrítin tímasetning á þessu hjá mér "Það er mjög góð tilfinning að byrja svona undankeppni vel og þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur að mestu leyti,“ segir Hlynur Bæringsson eftir sigurinn í kvöld. 31. ágúst 2016 22:25 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Sviss 88-72 | Svisslendingar afgreiddir í Höllinni Karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með frábærum 16 stiga sigri á Sviss í kvöld. 31. ágúst 2016 22:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
Hlynur til Stjörnunnar Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, mun leika með Stjörnunni í Domino's deild karla á komandi tímabili. 31. ágúst 2016 19:00
Nærri því fullkomin byrjun Íslenska karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með stæl í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar það lagði Sviss með 16 stiga mun, 88-72. Þjálfarinn Craig Pedersen var ánægður með sigurinn en vill að liðið bæti sig fyrir næsta leik. Leiðin á EM byrjar vel en næsti leikur er á Kýpur. 1. september 2016 06:00
Hlynur: Skrítin tímasetning á þessu hjá mér "Það er mjög góð tilfinning að byrja svona undankeppni vel og þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur að mestu leyti,“ segir Hlynur Bæringsson eftir sigurinn í kvöld. 31. ágúst 2016 22:25
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Sviss 88-72 | Svisslendingar afgreiddir í Höllinni Karlalandsliðið í körfubolta byrjaði undankeppni EM 2017 með frábærum 16 stiga sigri á Sviss í kvöld. 31. ágúst 2016 22:00