Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - Víkingur Ó. 1-1 | Þróttur svo gott sem fallinn Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2016 20:45 Úr leik hjá Þrótti fyrr í sumar. vísir/stefán Þróttarar og Víkingur Ó. gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. Það þýðir að Þróttarar eru í raun fallnir þar sem markatala þeirra er skelfileg. Vilhjálmur Pálmason skoraði fínt mark fyrir Þróttara í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 í hálfleik. Heimamenn héldu enn einu sinni ekki út og fengu á sig mark undir lokin. Þá jafnaði Pape Mamadou Faye metin og mikilvægt stig fyrir Víkinga. Þróttarar eru með lang verstu markatöluna í deildinni og getur því liðið í raun aldrei bjargað sér.Af hverju fór leikurinn jafntefli ?Eina ástæðan fyrir því er að Þróttur nýtti ekki sín færi. Þeir verða að skora fleiri en eitt mark í leik til að eiga möguleika á því að vinna, því þeir fá alltaf á sig að minnst kosti eitt mark. Þróttarar fengu fín færi í kvöld, og sérstaklega í fyrri hálfleiknum en þeir nýttu þau ekki. Því buðu þeir hættunni heim og Víkingar frá Ólafsvík náðu að jafna metin undir lok leiksins.Hverjir stóðu upp úr ?Fáir leikmenn stóðu í raun upp úr í kvöld. Gæðin voru einfaldlega ekki mikil og lítið við því að segja. Vilhjálmur Pálmason var fínn í liði Þróttara, en hann skoraði og átti fína spretti. Í liði Víkinga stóð í raun enginn uppúr.Hvað gekk vel ?Þróttarar sköpuðu sér fín færi og samspil leikmanna liðsins gekk á köflum mjög vel. Það telur aftur á móti ekki neitt, þú verður að setja boltann inn í markið. Víkingar gáfust reyndar aldrei upp og sýndu karakter að jafna metin. Þetta stig gæti reynst alveg gríðarlega mikilvægt.Hvað gerist næst ?Þróttarar mæta Fylkismönnum og hefði sá leikur orðið ótrúlega spennandi ef Þróttur hefði unnið í kvöld. Víkingar taka á móti KR-ingum í Ólafsvík og geta Víkingar þá tryggt sæti sitt í deildinni. Þorsteinn Már: Getum ekkert treyst á einhver önnur liðÞorsteinn í leik með Víkingum.„Við verðum bara að vera sáttir með þetta stig, við vorum ekki að spila vel í kvöld,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður Víkinga, eftir leikinn. „Stigið gerir mikið fyrir okkur í þeirri baráttu sem við erum í núna og því verðum við að sætta okkur við það, þó maður hefði viljað fá þrjú stig í kvöld.“ Þorsteinn segir að tveir stórir leikir séu eftir fyrir Ólsara og þeir geti ekkert slappað af. „Við verðum að ganga frá þessu sjálfir og ekkert vera að treysta á önnur lið. Við verðum að vera mun beinskeyttari fram á við og þurfum að bæta það fyrir næsta leik." Víkingar leiki við KR-inga í næstu umferð en Þorsteinn er fyrrverandi leikmaður KR. „Það verður gaman fyrir mig að fá þá vestur og við verðum bara að rífa okkur í gang og mæta þeim vel gíraðir og tryggja sætið okkar.“ Ryder: Okkur líður öllum skelfilegaGregg Ryder, þjálfari Þróttar, var ekki ánægður með sína menn í kvöld.Vísir/Ernir„Við vorum aðeins sex mínútum frá þessu og miðað við þau færi sem við sköpuðum okkur hefðum við átt að vinna hér í kvöld,“ segir sársvekktur Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, eftir leikinn. „Við erum bara allir miður okkar eftir þessi úrslit. Við fengum nokkur tækifæri til að stöðva sókn Víkinga þegar þeir skoruðu en það bara gekk ekki eftir.“ Þróttarar hafa fengið ótal mörk á sig á síðustu tíu mínútunum í sínum leikjum í sumar og hefur oft verið rætt um formleysi leikmanna liðsins. Það gerðist enn einu sinni í kvöld þegar Pape skoraði fyrir Víkinga á 85. mínútu leiksins. „Það er erfitt að koma auga á það af hverju þetta gerist. Mér fannst þeir ekkert ógna okkur í leiknum í kvöld og við áttum ekki að fá á okkur þetta mark. Ég held að þetta sé bara einbeitingarskortur, það getur ekki verið neitt annað.“ Þróttarar eru í raun fallnir niður í 1.deildina eftir úrslit kvöldsins. „Ég hef aldrei gefist upp fyrr en hlutirnir eru í raun stærðfræðilega útilokaðir en þetta er búið að þessu sinni, við erum fallnir. Það líður öllum skelfilega.“ Ejub: Á eftir að koma í ljóst hversu mikilvægt þetta stig erEjub á hliðarlínunni í sumar.vísir/anton„Mér finnst við byrja þennan leik vel og við höfum yfirhöndina til að byrja með. Besti kafli okkar í kvöld var í raun þegar þeir skora sitt mark,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, eftir leikinn. „Við vorum samt sem áður heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur í fyrri hálfleiknum. Ég vissi alltaf að leikurinn yrði mjög erfiður ef Þróttur myndi skora á okkur og sú varð raunin.“ Ejub segist ekki átta sig almennilega á því hversu dýrmætt þetta stig er. „Kannski verður það rosalega mikilvægt fyrir okkur, við verðum bara að hugsa um næsta leik. Ég vildi alltaf fá þrjú stig og því er ég ekkert sérstaklega sáttur, en kannski voru þetta bara sanngjörn úrslit.“ Hann segir að KR leikur sé gríðarlega mikilvægur og liðið ætli sér stóra hluti þar. „Á meðan það eru ennþá leikir eftir, þá munum við halda áfram á fullu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Þróttarar og Víkingur Ó. gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. Það þýðir að Þróttarar eru í raun fallnir þar sem markatala þeirra er skelfileg. Vilhjálmur Pálmason skoraði fínt mark fyrir Þróttara í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 í hálfleik. Heimamenn héldu enn einu sinni ekki út og fengu á sig mark undir lokin. Þá jafnaði Pape Mamadou Faye metin og mikilvægt stig fyrir Víkinga. Þróttarar eru með lang verstu markatöluna í deildinni og getur því liðið í raun aldrei bjargað sér.Af hverju fór leikurinn jafntefli ?Eina ástæðan fyrir því er að Þróttur nýtti ekki sín færi. Þeir verða að skora fleiri en eitt mark í leik til að eiga möguleika á því að vinna, því þeir fá alltaf á sig að minnst kosti eitt mark. Þróttarar fengu fín færi í kvöld, og sérstaklega í fyrri hálfleiknum en þeir nýttu þau ekki. Því buðu þeir hættunni heim og Víkingar frá Ólafsvík náðu að jafna metin undir lok leiksins.Hverjir stóðu upp úr ?Fáir leikmenn stóðu í raun upp úr í kvöld. Gæðin voru einfaldlega ekki mikil og lítið við því að segja. Vilhjálmur Pálmason var fínn í liði Þróttara, en hann skoraði og átti fína spretti. Í liði Víkinga stóð í raun enginn uppúr.Hvað gekk vel ?Þróttarar sköpuðu sér fín færi og samspil leikmanna liðsins gekk á köflum mjög vel. Það telur aftur á móti ekki neitt, þú verður að setja boltann inn í markið. Víkingar gáfust reyndar aldrei upp og sýndu karakter að jafna metin. Þetta stig gæti reynst alveg gríðarlega mikilvægt.Hvað gerist næst ?Þróttarar mæta Fylkismönnum og hefði sá leikur orðið ótrúlega spennandi ef Þróttur hefði unnið í kvöld. Víkingar taka á móti KR-ingum í Ólafsvík og geta Víkingar þá tryggt sæti sitt í deildinni. Þorsteinn Már: Getum ekkert treyst á einhver önnur liðÞorsteinn í leik með Víkingum.„Við verðum bara að vera sáttir með þetta stig, við vorum ekki að spila vel í kvöld,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður Víkinga, eftir leikinn. „Stigið gerir mikið fyrir okkur í þeirri baráttu sem við erum í núna og því verðum við að sætta okkur við það, þó maður hefði viljað fá þrjú stig í kvöld.“ Þorsteinn segir að tveir stórir leikir séu eftir fyrir Ólsara og þeir geti ekkert slappað af. „Við verðum að ganga frá þessu sjálfir og ekkert vera að treysta á önnur lið. Við verðum að vera mun beinskeyttari fram á við og þurfum að bæta það fyrir næsta leik." Víkingar leiki við KR-inga í næstu umferð en Þorsteinn er fyrrverandi leikmaður KR. „Það verður gaman fyrir mig að fá þá vestur og við verðum bara að rífa okkur í gang og mæta þeim vel gíraðir og tryggja sætið okkar.“ Ryder: Okkur líður öllum skelfilegaGregg Ryder, þjálfari Þróttar, var ekki ánægður með sína menn í kvöld.Vísir/Ernir„Við vorum aðeins sex mínútum frá þessu og miðað við þau færi sem við sköpuðum okkur hefðum við átt að vinna hér í kvöld,“ segir sársvekktur Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, eftir leikinn. „Við erum bara allir miður okkar eftir þessi úrslit. Við fengum nokkur tækifæri til að stöðva sókn Víkinga þegar þeir skoruðu en það bara gekk ekki eftir.“ Þróttarar hafa fengið ótal mörk á sig á síðustu tíu mínútunum í sínum leikjum í sumar og hefur oft verið rætt um formleysi leikmanna liðsins. Það gerðist enn einu sinni í kvöld þegar Pape skoraði fyrir Víkinga á 85. mínútu leiksins. „Það er erfitt að koma auga á það af hverju þetta gerist. Mér fannst þeir ekkert ógna okkur í leiknum í kvöld og við áttum ekki að fá á okkur þetta mark. Ég held að þetta sé bara einbeitingarskortur, það getur ekki verið neitt annað.“ Þróttarar eru í raun fallnir niður í 1.deildina eftir úrslit kvöldsins. „Ég hef aldrei gefist upp fyrr en hlutirnir eru í raun stærðfræðilega útilokaðir en þetta er búið að þessu sinni, við erum fallnir. Það líður öllum skelfilega.“ Ejub: Á eftir að koma í ljóst hversu mikilvægt þetta stig erEjub á hliðarlínunni í sumar.vísir/anton„Mér finnst við byrja þennan leik vel og við höfum yfirhöndina til að byrja með. Besti kafli okkar í kvöld var í raun þegar þeir skora sitt mark,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, eftir leikinn. „Við vorum samt sem áður heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur í fyrri hálfleiknum. Ég vissi alltaf að leikurinn yrði mjög erfiður ef Þróttur myndi skora á okkur og sú varð raunin.“ Ejub segist ekki átta sig almennilega á því hversu dýrmætt þetta stig er. „Kannski verður það rosalega mikilvægt fyrir okkur, við verðum bara að hugsa um næsta leik. Ég vildi alltaf fá þrjú stig og því er ég ekkert sérstaklega sáttur, en kannski voru þetta bara sanngjörn úrslit.“ Hann segir að KR leikur sé gríðarlega mikilvægur og liðið ætli sér stóra hluti þar. „Á meðan það eru ennþá leikir eftir, þá munum við halda áfram á fullu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira