Aron Jóhannesson var rekinn af leikvelli þegar lið hans Werder Bremen steinlá 4-1 á útivelli gegn Borussia M`Gladbach.
Aron kom inn á sem varamaður í hálfleik en Gladbach var 4-0 yfir í hálfleik.
Aron lagði upp mark Werder Bremen þegar 17 mínútu voru til leiksloka en var rekinn af leikvelli með beint rautt spjald sjö mínútum síðar.
Werder Bremen er á botni deildarinnar án stiga eftir þrjá leiki en Gladbach er með sex stig.
Aron Jóhannsson sá rautt í stórtapi
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
