Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur R. - Fylkir 2-2 | Fylkismenn áfram í fallsæti Smári Jökull Jónsson á Víkingsvelli skrifar 18. september 2016 19:00 Það var hart barist í Víkinni í dag. vísir/eyþór Víkingur R. og Fylkir skildu jöfn, 2-2, í 20. umferð Pepsi-deildar karla á Víkingsvelli í dag.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Víkinni í dag og tók meðfylgjandi myndir. Fylkismenn eru enn í fallsæti en eru nú með jafn mörg stig og ÍBV sem er í 10. sæti. Víkingar sigla hins vegar lygnan sjó fyrir neðan miðja deild. Vladimir Tufegdzic kom heimamönnum yfir á 9. mínútu en Garðar Jóhannsson jafnaði metin eftir 22 mínútur. Oddur Ingi Guðmundsson kom Fylki yfir á 72. mínútu en Josip Fucek tryggði Víkingum stig þegar hann jafnaði metin í 2-2 sjö mínútum fyrir leikslok.Af hverju varð jafntefli?Jafntefli eru líklega nokkuð sanngjörn úrslit úr leiknum í dag þó Fylkismenn nagi sig eflaust í handarbökin fyrir að hafa ekki endað uppi með stigin þrjú. Í kjölfar þess að Víkingar komust yfir voru þeir sterkari aðilinn en eftir jöfnunarmark Fylkis komust gestirnir betur og betur inn í leikinn. Í síðari hálfleiknum voru Fylkismenn svo sterkari. Það var fyllilega sanngjarnt þegar þeir komust yfir og í kjölfarið hefðu þeir líklegast átt að vera klókari í sínum leik. Þeir fengu á sig jöfnunarmark eftir skyndisókn Víkinga og voru þar illa staðsettir í sínum varnarleik. Það hefur svolítið verið saga Fylkismanna að fá á sig mörk í lok leikjanna og þó svo að Hermann Hreiðarsson þjálfari liðsins hafi sagt að markið í dag hafi komið snemma miðað við oft áður þá verða Fylkismenn að klára leikina betur en þeir gera. Þeir hefðu svo getað stolið sigrinum í lokin en fóru illa með dauðafæri á síðustu sekúndunum.Þessir stóðu upp úr:Hjá Fylki átti Jose Sito Seoane mjög góðan leik og var síógnandi í sóknarleiknum. Sító hefur átt erfitt uppdráttar í sumar en hefur verið að spila betur og betur eftir því sem liðið hefur á tímabilið. Í dag var hann flottur og átti þátt í báðum mörkum gestanna. Albert Brynjar var duglegur og þá kom Oddur Ingi sterkur inn af bekknum. Ívar Örn Jónsson var sterkur hjá Víkingum og Vladimir Tufegdzig sömuleiðis, hann með mark og stoðsendingu. Óttar Magnús hefur oft spilað betur en sýndi þó takta inn á milli.Hvað gekk illa?Fylkismönnum gekk illa að skapa sér færi úr þeim góðu stöðum sem þeir komu sér oft í og það sama má segja um Víkinga. Fyrri hálfleikur var sérstaklega hraður en oft á tíðum vantaði upp á gæðin á síðasta þriðjungi vallarins. Víkingum gekk illa í skallaboltunum í vörninni og Færeyingurinn Sonni Nattestad stríddi þeim oft á tíðum og var ógnandi í föstum leikatriðum. Erlendi Eiríkssyni dómara gekk sömuleiðis illa að finna línuna sína í leiknum og miðað við þau brot sem hann spjaldaði fyrir í fyrri hálfleik hefði hann getað gefið áðurnefndum Sonni rautt spjald undir lokin fyrir groddaralega tæklingu á miðjum vellinum. Erlendur missti leikinn svolítið úr höndunum og hefur oft dæmt betur.Hvað gerist næst?Fylkismenn eiga tvo gríðarlega mikilvæga leiki eftir. Í næstu umferð taka þeir á móti botnliði Þróttar á heimavelli og þar verða þeir einfaldlega að vinna ætli þeir sér ekki að falla í 1.deild. Í síðustu umferðinni eiga þeir útileik við KR sem er komið í bullandi baráttu um Evrópusæti og það verður síður en svo auðveldur leikur. Víkingar hafa ekki að miklu að keppa. Þeir sitja í 8.sætinu og fara ekki neðar en það en geta mest unnið sig upp í 6.sæti Pepsi-deildarinnar. Víkingar eiga hins vegar eftir leiki gegn FH og Þrótti og geta því haft áhrif á stöðuna bæði á toppi og botni. Hermann: Klaufalegur varnarleikur hjá okkurHermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis.vísir/ernirHermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis var líflegur á hliðarlínunni í kvöld að vanda. Hann sagðist vera svekktur með jafnteflið gegn Víkingum enda fengu hans menn á sig jöfnunarmark þegar skammt var til leiksloka. „Jú, ég er svekktur. Við fengum dauðafæri í lokin sem hefði verið gaman að nýta svona einu sinni. En stig, það gerir eitthvað,“ sagði Hermann í samtali við Vísi eftir leik. Fylkismenn hafa misst forystu á lokamínútum leikja áður í sumar og það eflaust orðið ansi þreytandi saga í þeirra herbúðum. „Þetta var nú tiltölulega snemma miðað við það sem hefur verið að gerast. En við héldum áfram en þetta er algjört einbeitingarleysi í jöfnunarmarkinu. Agalega klaufalegur varnarleikur hjá okkur. „Þetta er galopið en ekki alveg í okkar höndum. Eina sem við getum gert er að taka stig, við verðum að taka stig. Eitt stig er betra en ekkert en við komum klárlega hingað til að sækja þrjú. Í fyrri hálfleik fannst mér við klaufar þegar við komum okkur í frábærar stöður en nýttum ekki sénsinn að koma okkur í dauðafæri. Við hefðum átt að refsa þeim betur,“ bætti Hermann við. Fylkir er enn í fallsæti eftir leikinn í dag en hafa jafnað ÍBV að stigum. Fylkir mætir Þrótturum í næstu umferð í algjörum lykilleik í fallbaráttunni. „Ef við ætlum að halda okkur uppi þá verðum við að vinna þar, það er alveg ljóst,“ sagði Hermann að lokum. Milos: Viljið þið ekki sjá smá slagsmál?Milos Milojevic er þjálfari Víkinga.vísir/antonMilos Milojevic þjálfari Víkinga sagði að sitt lið hefði stjórnað leiknum að stórum hluta gegn Fylki í dag. Hans menn jöfnuðu undir lokin og sigla lygnan sjó í Pepsi-deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. „Úr því sem komið var er þetta sanngjarnt. Engu að síður fannst mér við betri aðilinn í leiknum og vorum að stjórna spilinu frá A-Ö. Við áttum að gera út um leikinn þegar við komumst yfir, þá voru þeir aldrei líklegir,“ sagði Milos í samtali við Vísi í leikslok. „Markið þegar þeir komast yfir er ekki ósvipað þeim sem við höfum verið að fá á okkur. En strákarnir voru að sýna karakter og fína spilkafla. Það er erfitt að gíra menn þegar lítið sem ekkert er í boði fyrir okkur, nema sæmd og að klára verkefnið. Við gerðum það vel í dag en það vantaði herslumuninn á lokaþriðjungnum til að ganga frá leiknum,“ bætti Milos við. „Fylkismenn hefðu alveg getað fengið þrjú stig þarna í lokin. En það dauðafæri kom eftir mistök hjá okkur sem eiga ekki að sjást og eru ekki boðleg í meistaraflokki. Ég vildi samt sjá okkur vinna þennan leik, við gerðum alveg nóg til þess. Fyrir utan leikmenn og þjálfara fannst mér hinir aðilarnir í leiknum ekki ráða við verkefnið. Þeir misstu leikinn alveg í rugl.“ Bæði Milos og Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis voru líflegir á hliðarlínunni og létu vel heyra í sér. Milos sagðist bera mikla virðingu fyrir Hermanni. „Það var enginn hasar. Hann vildi bara meina að þetta væri ekki brot en ég vildi meina að það væri brot. Ef það væri hasar þá væru slagsmál. Viljið þið ekki sjá það, smá slagsmál? Það er hluti af fótboltanum að menn eru með tilfinningar. Ég þekki og virði Hermann mjög vel og hann og hans teymi voru búnir að undirbúa sig vel fyrir leikinn. Ég ber virðingu fyrir honum,“ sagði Milos að lokum. Albert: Barnalegt af okkurAlbert Brynjar í leik með Fylki fyrr í sumar.vísir/antonAlbert Brynjar Ingason framherji Fylkis var niðurlútur eftir jafnteflið gegn Víkingum í Fossvoginum í dag. Hann sagðist vera þreyttur á því að Fylkisliðið fengi á sig mörk í lok leikja sinna. „Þetta er gríðarlega svekkjandi og endurtekin saga frá því fyrr í sumar að fá á sig mark seint. Þetta er barnalegt af okkur að halda ekki stöðunum betur þegar við erum komnir yfir,“ sagði Albert Brynjar í samtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við eiga meira skilið. Mér fannst þeir kannski byrja leikinn betur en svo komum við vel til baka. Eftir það fannst mér við stjórna leiknum og náum að komast yfir. Eftir það finnst mér við barnalegir. Við erum að vinna boltann hátt á vellinum og tapa svolítið stöðunum í stað þess að halda skipulagi og sigla þessu heim. Við þurftum þrjú stig í dag en í staðinn fáum við mark í andlitið,“ bætti Albert við. Næst eiga Fylkismenn heimaleik gegn botnliði Þróttar og verða Árbæingar hreinlega að taka þrjú stig ætli þeir sér að halda sæti sínu í deildinni. „Það er ekki margt sem við þurfum að laga í okkar leik til þess að stigin fari að detta í hús. Það er fullt sem við getum tekið með okkur héðan í dag. Við verðum að mæta dýrvitlausir í næsta leik og vinna næstu tvo leiki,“ sagði Albert Brynjar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Víkingur R. og Fylkir skildu jöfn, 2-2, í 20. umferð Pepsi-deildar karla á Víkingsvelli í dag.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Víkinni í dag og tók meðfylgjandi myndir. Fylkismenn eru enn í fallsæti en eru nú með jafn mörg stig og ÍBV sem er í 10. sæti. Víkingar sigla hins vegar lygnan sjó fyrir neðan miðja deild. Vladimir Tufegdzic kom heimamönnum yfir á 9. mínútu en Garðar Jóhannsson jafnaði metin eftir 22 mínútur. Oddur Ingi Guðmundsson kom Fylki yfir á 72. mínútu en Josip Fucek tryggði Víkingum stig þegar hann jafnaði metin í 2-2 sjö mínútum fyrir leikslok.Af hverju varð jafntefli?Jafntefli eru líklega nokkuð sanngjörn úrslit úr leiknum í dag þó Fylkismenn nagi sig eflaust í handarbökin fyrir að hafa ekki endað uppi með stigin þrjú. Í kjölfar þess að Víkingar komust yfir voru þeir sterkari aðilinn en eftir jöfnunarmark Fylkis komust gestirnir betur og betur inn í leikinn. Í síðari hálfleiknum voru Fylkismenn svo sterkari. Það var fyllilega sanngjarnt þegar þeir komust yfir og í kjölfarið hefðu þeir líklegast átt að vera klókari í sínum leik. Þeir fengu á sig jöfnunarmark eftir skyndisókn Víkinga og voru þar illa staðsettir í sínum varnarleik. Það hefur svolítið verið saga Fylkismanna að fá á sig mörk í lok leikjanna og þó svo að Hermann Hreiðarsson þjálfari liðsins hafi sagt að markið í dag hafi komið snemma miðað við oft áður þá verða Fylkismenn að klára leikina betur en þeir gera. Þeir hefðu svo getað stolið sigrinum í lokin en fóru illa með dauðafæri á síðustu sekúndunum.Þessir stóðu upp úr:Hjá Fylki átti Jose Sito Seoane mjög góðan leik og var síógnandi í sóknarleiknum. Sító hefur átt erfitt uppdráttar í sumar en hefur verið að spila betur og betur eftir því sem liðið hefur á tímabilið. Í dag var hann flottur og átti þátt í báðum mörkum gestanna. Albert Brynjar var duglegur og þá kom Oddur Ingi sterkur inn af bekknum. Ívar Örn Jónsson var sterkur hjá Víkingum og Vladimir Tufegdzig sömuleiðis, hann með mark og stoðsendingu. Óttar Magnús hefur oft spilað betur en sýndi þó takta inn á milli.Hvað gekk illa?Fylkismönnum gekk illa að skapa sér færi úr þeim góðu stöðum sem þeir komu sér oft í og það sama má segja um Víkinga. Fyrri hálfleikur var sérstaklega hraður en oft á tíðum vantaði upp á gæðin á síðasta þriðjungi vallarins. Víkingum gekk illa í skallaboltunum í vörninni og Færeyingurinn Sonni Nattestad stríddi þeim oft á tíðum og var ógnandi í föstum leikatriðum. Erlendi Eiríkssyni dómara gekk sömuleiðis illa að finna línuna sína í leiknum og miðað við þau brot sem hann spjaldaði fyrir í fyrri hálfleik hefði hann getað gefið áðurnefndum Sonni rautt spjald undir lokin fyrir groddaralega tæklingu á miðjum vellinum. Erlendur missti leikinn svolítið úr höndunum og hefur oft dæmt betur.Hvað gerist næst?Fylkismenn eiga tvo gríðarlega mikilvæga leiki eftir. Í næstu umferð taka þeir á móti botnliði Þróttar á heimavelli og þar verða þeir einfaldlega að vinna ætli þeir sér ekki að falla í 1.deild. Í síðustu umferðinni eiga þeir útileik við KR sem er komið í bullandi baráttu um Evrópusæti og það verður síður en svo auðveldur leikur. Víkingar hafa ekki að miklu að keppa. Þeir sitja í 8.sætinu og fara ekki neðar en það en geta mest unnið sig upp í 6.sæti Pepsi-deildarinnar. Víkingar eiga hins vegar eftir leiki gegn FH og Þrótti og geta því haft áhrif á stöðuna bæði á toppi og botni. Hermann: Klaufalegur varnarleikur hjá okkurHermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis.vísir/ernirHermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis var líflegur á hliðarlínunni í kvöld að vanda. Hann sagðist vera svekktur með jafnteflið gegn Víkingum enda fengu hans menn á sig jöfnunarmark þegar skammt var til leiksloka. „Jú, ég er svekktur. Við fengum dauðafæri í lokin sem hefði verið gaman að nýta svona einu sinni. En stig, það gerir eitthvað,“ sagði Hermann í samtali við Vísi eftir leik. Fylkismenn hafa misst forystu á lokamínútum leikja áður í sumar og það eflaust orðið ansi þreytandi saga í þeirra herbúðum. „Þetta var nú tiltölulega snemma miðað við það sem hefur verið að gerast. En við héldum áfram en þetta er algjört einbeitingarleysi í jöfnunarmarkinu. Agalega klaufalegur varnarleikur hjá okkur. „Þetta er galopið en ekki alveg í okkar höndum. Eina sem við getum gert er að taka stig, við verðum að taka stig. Eitt stig er betra en ekkert en við komum klárlega hingað til að sækja þrjú. Í fyrri hálfleik fannst mér við klaufar þegar við komum okkur í frábærar stöður en nýttum ekki sénsinn að koma okkur í dauðafæri. Við hefðum átt að refsa þeim betur,“ bætti Hermann við. Fylkir er enn í fallsæti eftir leikinn í dag en hafa jafnað ÍBV að stigum. Fylkir mætir Þrótturum í næstu umferð í algjörum lykilleik í fallbaráttunni. „Ef við ætlum að halda okkur uppi þá verðum við að vinna þar, það er alveg ljóst,“ sagði Hermann að lokum. Milos: Viljið þið ekki sjá smá slagsmál?Milos Milojevic er þjálfari Víkinga.vísir/antonMilos Milojevic þjálfari Víkinga sagði að sitt lið hefði stjórnað leiknum að stórum hluta gegn Fylki í dag. Hans menn jöfnuðu undir lokin og sigla lygnan sjó í Pepsi-deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. „Úr því sem komið var er þetta sanngjarnt. Engu að síður fannst mér við betri aðilinn í leiknum og vorum að stjórna spilinu frá A-Ö. Við áttum að gera út um leikinn þegar við komumst yfir, þá voru þeir aldrei líklegir,“ sagði Milos í samtali við Vísi í leikslok. „Markið þegar þeir komast yfir er ekki ósvipað þeim sem við höfum verið að fá á okkur. En strákarnir voru að sýna karakter og fína spilkafla. Það er erfitt að gíra menn þegar lítið sem ekkert er í boði fyrir okkur, nema sæmd og að klára verkefnið. Við gerðum það vel í dag en það vantaði herslumuninn á lokaþriðjungnum til að ganga frá leiknum,“ bætti Milos við. „Fylkismenn hefðu alveg getað fengið þrjú stig þarna í lokin. En það dauðafæri kom eftir mistök hjá okkur sem eiga ekki að sjást og eru ekki boðleg í meistaraflokki. Ég vildi samt sjá okkur vinna þennan leik, við gerðum alveg nóg til þess. Fyrir utan leikmenn og þjálfara fannst mér hinir aðilarnir í leiknum ekki ráða við verkefnið. Þeir misstu leikinn alveg í rugl.“ Bæði Milos og Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis voru líflegir á hliðarlínunni og létu vel heyra í sér. Milos sagðist bera mikla virðingu fyrir Hermanni. „Það var enginn hasar. Hann vildi bara meina að þetta væri ekki brot en ég vildi meina að það væri brot. Ef það væri hasar þá væru slagsmál. Viljið þið ekki sjá það, smá slagsmál? Það er hluti af fótboltanum að menn eru með tilfinningar. Ég þekki og virði Hermann mjög vel og hann og hans teymi voru búnir að undirbúa sig vel fyrir leikinn. Ég ber virðingu fyrir honum,“ sagði Milos að lokum. Albert: Barnalegt af okkurAlbert Brynjar í leik með Fylki fyrr í sumar.vísir/antonAlbert Brynjar Ingason framherji Fylkis var niðurlútur eftir jafnteflið gegn Víkingum í Fossvoginum í dag. Hann sagðist vera þreyttur á því að Fylkisliðið fengi á sig mörk í lok leikja sinna. „Þetta er gríðarlega svekkjandi og endurtekin saga frá því fyrr í sumar að fá á sig mark seint. Þetta er barnalegt af okkur að halda ekki stöðunum betur þegar við erum komnir yfir,“ sagði Albert Brynjar í samtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við eiga meira skilið. Mér fannst þeir kannski byrja leikinn betur en svo komum við vel til baka. Eftir það fannst mér við stjórna leiknum og náum að komast yfir. Eftir það finnst mér við barnalegir. Við erum að vinna boltann hátt á vellinum og tapa svolítið stöðunum í stað þess að halda skipulagi og sigla þessu heim. Við þurftum þrjú stig í dag en í staðinn fáum við mark í andlitið,“ bætti Albert við. Næst eiga Fylkismenn heimaleik gegn botnliði Þróttar og verða Árbæingar hreinlega að taka þrjú stig ætli þeir sér að halda sæti sínu í deildinni. „Það er ekki margt sem við þurfum að laga í okkar leik til þess að stigin fari að detta í hús. Það er fullt sem við getum tekið með okkur héðan í dag. Við verðum að mæta dýrvitlausir í næsta leik og vinna næstu tvo leiki,“ sagði Albert Brynjar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira