Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Fjölnir 3-2 | KR færðist nær Evrópusæti Guðmundur Marinó Ingvarsson á Alvogen-vellinum skrifar 18. september 2016 17:45 KR-ingar settu mikla pressu á Fjölni og Breiðablik með sigrinum. vísir/hanna KR lagði Fjölni 3-2 á heimavelli í 20. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. KR er nú aðeins tveimur stigum frá Evrópusæti. Gunnar Már Guðmundsson kom Fjölni yfir strax á áttundu mínútu en Kennie Knak Chopart jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var til hálfleiks og staðan í hálfleik 1-1. Óskar Örn Hauksson kom KR yfir strax á fjórðu mínútu seinni hálfleiks en það tók Fjölni aðeins tvær mínútur að jafna. Ingimundur Níels Óskarsson þar að verki. Morten Beck Andersen tryggði KR svo sigurinn mikilvæga tuttugu mínútum fyrir leikslok en bæði lið fengu færi til að skora mun fleiri mörk í þessum frábæra leik. Stigin þrjú skipta KR miklu máli því liðið er nú aðeins tveimur stigum á eftir Fjölni í baráttunni um Evróupsæti en Fjölnir er í þriðja sæti en KR í því fimmta.Af hverju vann KR? KR lék einn sinn besta sóknarleik í allt sumar í þessum leik. Liðið skoraði þrjú mörk og fékk færi til að skora mun fleiri. Margir leikmanna KR léku mjög vel í leiknum og var liðið betri aðilinn í frábærum leik. Fjölnir skoraði snemma og fékk færi til að komast í 2-0 áður en KR jafnaði metin í fyrri hálfleik en eftir að KR jafnaði blasti alltaf við að liðið myndi taka stigin þrjú.Þessir stóðu upp úr Það er erfitt að taka einn eða tvo út úr KR liðinu. Í heild lék liðið mjög vel en Óskar Örn Hauksson var fremstur meðal jafningja. Félagi hans í sókninni, Morten Beck Andersen átti einnig mjög góðan leik. Báðir voru þeir mjög duglegir ásamt því að skapa hættu hvað eftir annað í leiknum. Pálmi Rafn Pálmason og Denis Fazlagic léku einnig mjög vel í liði KR sem er mjög líklegt til að pressa vel á Fjölni og Breiðablik í baráttuni um Evrópusætið miðað við leikinn í dag. Hjá Fjölni voru miðjumennirnir Ólafur Páll Snorrason og Igor Jugovic góðir sem og Þórir Guðjónsson í framlínunni á meðan hans naut við.Hvað gekk illa? Martin Lund Pedersen hefur verið einn besti leikmaður Fjölnis í sumar en hann var langt frá því að ná sér á strik í dag. Ekkert gekk upp hjá honum og varð hann fljótt pirraður sem gerði lítið til að hjálpa honum. Tobias Salquist átti einnig erfitt með skap sitt í leiknum og lauk hann leik á því fá rautt spjald rétt fyrir leikslok og mun hann missa af mikilvægum leik í baráttunni um Evrópusætið.Hvað gerist næst? Fjölnir á annan jafn mikilvægan leik í baráttunni um Evrópusætið í næstu umferð þegar liðið fær Stjörnuna í heimsókn á sunnudag. Stjarnan er fjórum stigum á eftir Fjölni en á leik til góða. KR sækir víking Ólafsvík og ef úrslitin falla fyrir KR gæti KR verið komið í Evrópusæti fyrir lokaumferðina. Willum: Vonin um Evrópusæti lifir„Vonin um Evrópusæti lifir. Það var það sem við lögðum upp með,“ sagði Willum Þór Þórsson þjálfari KR. „Það var allt lagt í þennan leik og leikurinn bar þess merki. Mér fannst þetta frábær fótbotlaleikur tveggja öflugra liða. „Mér fannst við tök á leiknum mest megnis en það er ekki að ástæðulausu að þeir séu við toppinn á töflunni. Þeir eru með mikil gæði og fljótir að snúa vörn í sókn. Þú getur aldrei verið rólegur á móti Fjölni,“ sagði Willum. Fjölnir komst snemma yfir í leiknum en KR náði að jafna fyrir hálfleik og komast yfir snemma í seinni hálfleik. „Það var mjög mikilvægt. Það endurspeglaði frammistöðu okkar í leiknum. Við herjuðum á þá og náðum að jafna metin. „Það er stöðug vinna að vera með gott fótboltalið. Menn geta aldrei hent inn handklæðinu. Það er ekki til í dæminu hér í Vesturbænum. „Menn verða alltaf að búa ti gulrót og Evrópusætið er okkar gulrót. Það voru allir búnir að afskrifa okkur nema við sjálfir og vonandi höldum við í vonina alveg fram í síðasta leik,“ sagði Willum. Ágúst: Er í okkar höndum„Fyrri hálfleikur var erfiður. Við fengum færi en KR stjórnaði leiknum. Þetta var í rauninni þeirra dagur,“ sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis. „Margir af þeirra lykilmönnum áttu frábæran dag. Óskar skoraði frábært mark alveg í vinkilinn þannig að það gekk allt upp. „Svo horfir maður á það að við töpuðum 3-2 og KR átti toppdag og við jújú allt í lagi. Þetta var örugglega góð skemmtun. Fullt af færum og mörkum,“ sagði Ágúst. Fjölnir er enn í Evrópusæti þrátt fyrir tapið en á tvo mjög erfiða leiki eftir gegn Stjörnunni og Breiðabliki. „Við skorum tvö flott mörk og vanalega vinnum við leikinn á þeim. Fúlt að tapa en við erum enn í bílstjórasætinu. Við ætlum okkur Evrópusæti. Við eigum tvo erfiða leiki eftir en á meðan við erum í lagi þá klárum við þessa leiki. „Þetta er í okkar höndum. Við erum með þetta og ætlum að klára þetta,“ sagði Ágúst sem brosti út í annað þegar minnst var á að nú ætti Fjölnir ekki lengur tölfræðilegan möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. „Við vissum alltaf að þeir (FH) myndu klára þetta. Það var klárt en Evrópudraumurinn lifir ennþá.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
KR lagði Fjölni 3-2 á heimavelli í 20. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. KR er nú aðeins tveimur stigum frá Evrópusæti. Gunnar Már Guðmundsson kom Fjölni yfir strax á áttundu mínútu en Kennie Knak Chopart jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var til hálfleiks og staðan í hálfleik 1-1. Óskar Örn Hauksson kom KR yfir strax á fjórðu mínútu seinni hálfleiks en það tók Fjölni aðeins tvær mínútur að jafna. Ingimundur Níels Óskarsson þar að verki. Morten Beck Andersen tryggði KR svo sigurinn mikilvæga tuttugu mínútum fyrir leikslok en bæði lið fengu færi til að skora mun fleiri mörk í þessum frábæra leik. Stigin þrjú skipta KR miklu máli því liðið er nú aðeins tveimur stigum á eftir Fjölni í baráttunni um Evróupsæti en Fjölnir er í þriðja sæti en KR í því fimmta.Af hverju vann KR? KR lék einn sinn besta sóknarleik í allt sumar í þessum leik. Liðið skoraði þrjú mörk og fékk færi til að skora mun fleiri. Margir leikmanna KR léku mjög vel í leiknum og var liðið betri aðilinn í frábærum leik. Fjölnir skoraði snemma og fékk færi til að komast í 2-0 áður en KR jafnaði metin í fyrri hálfleik en eftir að KR jafnaði blasti alltaf við að liðið myndi taka stigin þrjú.Þessir stóðu upp úr Það er erfitt að taka einn eða tvo út úr KR liðinu. Í heild lék liðið mjög vel en Óskar Örn Hauksson var fremstur meðal jafningja. Félagi hans í sókninni, Morten Beck Andersen átti einnig mjög góðan leik. Báðir voru þeir mjög duglegir ásamt því að skapa hættu hvað eftir annað í leiknum. Pálmi Rafn Pálmason og Denis Fazlagic léku einnig mjög vel í liði KR sem er mjög líklegt til að pressa vel á Fjölni og Breiðablik í baráttuni um Evrópusætið miðað við leikinn í dag. Hjá Fjölni voru miðjumennirnir Ólafur Páll Snorrason og Igor Jugovic góðir sem og Þórir Guðjónsson í framlínunni á meðan hans naut við.Hvað gekk illa? Martin Lund Pedersen hefur verið einn besti leikmaður Fjölnis í sumar en hann var langt frá því að ná sér á strik í dag. Ekkert gekk upp hjá honum og varð hann fljótt pirraður sem gerði lítið til að hjálpa honum. Tobias Salquist átti einnig erfitt með skap sitt í leiknum og lauk hann leik á því fá rautt spjald rétt fyrir leikslok og mun hann missa af mikilvægum leik í baráttunni um Evrópusætið.Hvað gerist næst? Fjölnir á annan jafn mikilvægan leik í baráttunni um Evrópusætið í næstu umferð þegar liðið fær Stjörnuna í heimsókn á sunnudag. Stjarnan er fjórum stigum á eftir Fjölni en á leik til góða. KR sækir víking Ólafsvík og ef úrslitin falla fyrir KR gæti KR verið komið í Evrópusæti fyrir lokaumferðina. Willum: Vonin um Evrópusæti lifir„Vonin um Evrópusæti lifir. Það var það sem við lögðum upp með,“ sagði Willum Þór Þórsson þjálfari KR. „Það var allt lagt í þennan leik og leikurinn bar þess merki. Mér fannst þetta frábær fótbotlaleikur tveggja öflugra liða. „Mér fannst við tök á leiknum mest megnis en það er ekki að ástæðulausu að þeir séu við toppinn á töflunni. Þeir eru með mikil gæði og fljótir að snúa vörn í sókn. Þú getur aldrei verið rólegur á móti Fjölni,“ sagði Willum. Fjölnir komst snemma yfir í leiknum en KR náði að jafna fyrir hálfleik og komast yfir snemma í seinni hálfleik. „Það var mjög mikilvægt. Það endurspeglaði frammistöðu okkar í leiknum. Við herjuðum á þá og náðum að jafna metin. „Það er stöðug vinna að vera með gott fótboltalið. Menn geta aldrei hent inn handklæðinu. Það er ekki til í dæminu hér í Vesturbænum. „Menn verða alltaf að búa ti gulrót og Evrópusætið er okkar gulrót. Það voru allir búnir að afskrifa okkur nema við sjálfir og vonandi höldum við í vonina alveg fram í síðasta leik,“ sagði Willum. Ágúst: Er í okkar höndum„Fyrri hálfleikur var erfiður. Við fengum færi en KR stjórnaði leiknum. Þetta var í rauninni þeirra dagur,“ sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis. „Margir af þeirra lykilmönnum áttu frábæran dag. Óskar skoraði frábært mark alveg í vinkilinn þannig að það gekk allt upp. „Svo horfir maður á það að við töpuðum 3-2 og KR átti toppdag og við jújú allt í lagi. Þetta var örugglega góð skemmtun. Fullt af færum og mörkum,“ sagði Ágúst. Fjölnir er enn í Evrópusæti þrátt fyrir tapið en á tvo mjög erfiða leiki eftir gegn Stjörnunni og Breiðabliki. „Við skorum tvö flott mörk og vanalega vinnum við leikinn á þeim. Fúlt að tapa en við erum enn í bílstjórasætinu. Við ætlum okkur Evrópusæti. Við eigum tvo erfiða leiki eftir en á meðan við erum í lagi þá klárum við þessa leiki. „Þetta er í okkar höndum. Við erum með þetta og ætlum að klára þetta,“ sagði Ágúst sem brosti út í annað þegar minnst var á að nú ætti Fjölnir ekki lengur tölfræðilegan möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. „Við vissum alltaf að þeir (FH) myndu klára þetta. Það var klárt en Evrópudraumurinn lifir ennþá.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira