IOS 10: Skilaboð, skilaboð og aftur skilaboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2016 13:45 Apple leggur mikla áherslu á að bæta skilaboðaforrit sitt í nýjustu útgáfu iOS. Apple Í gær gaf Apple út IOS 10, stýrikerfi sitt fyrir helstu snjalltæki fyrirtækisins. Við fyrstu sýn munu notendur ekki verða varir við miklar breytingar frá fyrra stýrikerfi. Það er helst skilaboðaforrit Apple, iMessage, sem fær mestu yfirhalninguna. Tim Cook, forstjóri Apple, segir útgáfuna vera „móður allra útgáfna“ en í gegnum tíðina hefur Apple selt yfir milljarð iPhone-síma. Við þá tölu má einnig bæta iPad-spjaldtölvum og iPod Touch-græjum sem öll keyra á iOS. Ljóst er því að nýja uppfærslan mun hafa áhrif á líf milljónir manna út um allan heim. Útgáfan var að vísu ekki alveg hnökralaus því að skömmu eftir að stýrikerfið var gert aðgengilegt almenningi bárust fregnir um að símar og tæki yrðu ónothæf eftir að búið var að sækja stýrikerfið. Þurftu notendur tækja sem urðu fyrir því að tengja tækið aftur við iTunes og setja upp græjuna á ný. Apple segist þó hafa komist fyrir vandann á fyrsta klukkutímanum eftir að stýrikerfið var gefið út. Því ættu þeir sem eftir eiga að sækja stýrikerfið ekki að hafa áhyggjur af þessu tiltekna vandamáli.iOS 10 update temporarily bricked my iPhone 6s Plus ... so yeah, I'd hold off on that. pic.twitter.com/qPFU1bpqZs— Marques Brownlee (@MKBHD) September 13, 2016 Hverjir geta sótt stýrikerfið? Allir þeir sem eru með iPhone 5 eða nýrri síma, allir þeir sem eru með iPad mini 2, iPad Air og iPad Pro eða nýrri spjaldtölvur ásamt þeir sem eru með iPod Touch af sjöttu kynslóð eða nýrri.Og hvað er svo nýtt?Í raun er afar lítið um einhverskonar grundvallarbreytingar og munu notendur uppgötva breytingarnar hægt og rólega fremur en með hvelli þegar kveikt er á símanum í fyrsta sinn eftir uppfærslu líkt og þegar iOS 7 var kynnt til leiks. Það sem helst ber að nefna er upphafsskjámyndin.Nú er ekki lengur sveiflað til þess að aflæsa símanum heldur á að þrýsta á hinn svokallaða home-takka. Við það opnast síminn eða upp kemur valmyndin til þess að setja inn lykilorðið. Einnig er hægt að sveifla til hægri á lásmyndinni til þess að fara beint í myndavélina sem ætti að vera þægilegt þegar myndaugnablikið birtist skyndilega og engan tíma má missa. Þá er stjórmiðstoð iOS10 kominn með nýtt útlit og birtast litir þegar búið er að velja flýtivalmyndir á borð við það að setja símann á hljóðlausa stillingu eða flugstillingu. Ekkert stórvægilegt en örlítið þægilegra en áður sem má segja að sé mottó þessarar uppfærslu.Mestar breytingar gerðar á skilaboðunumiMessenger er það forrit sem fær mesta yfirhalningu og mætti segja að búið sé að sprauta fullt af sterum í skilaboðin.Hægt er að senda handskrifuð skilaboð, teikna á myndir sem sendar eru á milli, senda skilaboð sem springa yfir allan skjáinn, senda skilaboð með „ósýnilegu bleki“ sem birtist ekki fyrr en að móttakandinn fylgir ákveðnum leiðbeiningum, Búið er að bæta við helling af nýjum emoji-um auk þess sem nú er er einfaldlega hægt að skrifa ákveðin orð til þess að samsvarandi emoji-tákn birtist á skjánum. Með þessu ætlar Apple án vafa að keppa við Facebook Messenger, Snapchat og WhatsApp enda eru þessir nýju eiginleikar iMessage afar keimlíkir þeim sem finna má í þessum spjallforritum. Spurning er hins vegar hvort að Apple takist að lokka notendur þessa forrita yfir í iMessage forrit sitt.How to put lasers and bubble annimations on your iMessages https://t.co/3ZUcH7oy41 #iOS10 pic.twitter.com/oHrLk7SN7a— Wired UK (@WiredUK) September 14, 2016 Minningar Þeir sem eiga snjallsíma kannast ef til vill við að þar getur ótrúlegt magn mynda safnast saman og oftar en ekki vilja þær gleymast. Til þess að sporna við þessu hefur Apple nú kynnt til sögunnar Memories. Segir Apple að fyrirtækið nýti sér sérstakt reikniforrit til þess að safna saman myndum á ákveðinn hátt til þess auðvelda notendum að skoða þær að nýju líkt og sjá má á myndinni hér að neðan.Ítarlegri yfirferð má finna á vef Mashable. Tækni Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Í gær gaf Apple út IOS 10, stýrikerfi sitt fyrir helstu snjalltæki fyrirtækisins. Við fyrstu sýn munu notendur ekki verða varir við miklar breytingar frá fyrra stýrikerfi. Það er helst skilaboðaforrit Apple, iMessage, sem fær mestu yfirhalninguna. Tim Cook, forstjóri Apple, segir útgáfuna vera „móður allra útgáfna“ en í gegnum tíðina hefur Apple selt yfir milljarð iPhone-síma. Við þá tölu má einnig bæta iPad-spjaldtölvum og iPod Touch-græjum sem öll keyra á iOS. Ljóst er því að nýja uppfærslan mun hafa áhrif á líf milljónir manna út um allan heim. Útgáfan var að vísu ekki alveg hnökralaus því að skömmu eftir að stýrikerfið var gert aðgengilegt almenningi bárust fregnir um að símar og tæki yrðu ónothæf eftir að búið var að sækja stýrikerfið. Þurftu notendur tækja sem urðu fyrir því að tengja tækið aftur við iTunes og setja upp græjuna á ný. Apple segist þó hafa komist fyrir vandann á fyrsta klukkutímanum eftir að stýrikerfið var gefið út. Því ættu þeir sem eftir eiga að sækja stýrikerfið ekki að hafa áhyggjur af þessu tiltekna vandamáli.iOS 10 update temporarily bricked my iPhone 6s Plus ... so yeah, I'd hold off on that. pic.twitter.com/qPFU1bpqZs— Marques Brownlee (@MKBHD) September 13, 2016 Hverjir geta sótt stýrikerfið? Allir þeir sem eru með iPhone 5 eða nýrri síma, allir þeir sem eru með iPad mini 2, iPad Air og iPad Pro eða nýrri spjaldtölvur ásamt þeir sem eru með iPod Touch af sjöttu kynslóð eða nýrri.Og hvað er svo nýtt?Í raun er afar lítið um einhverskonar grundvallarbreytingar og munu notendur uppgötva breytingarnar hægt og rólega fremur en með hvelli þegar kveikt er á símanum í fyrsta sinn eftir uppfærslu líkt og þegar iOS 7 var kynnt til leiks. Það sem helst ber að nefna er upphafsskjámyndin.Nú er ekki lengur sveiflað til þess að aflæsa símanum heldur á að þrýsta á hinn svokallaða home-takka. Við það opnast síminn eða upp kemur valmyndin til þess að setja inn lykilorðið. Einnig er hægt að sveifla til hægri á lásmyndinni til þess að fara beint í myndavélina sem ætti að vera þægilegt þegar myndaugnablikið birtist skyndilega og engan tíma má missa. Þá er stjórmiðstoð iOS10 kominn með nýtt útlit og birtast litir þegar búið er að velja flýtivalmyndir á borð við það að setja símann á hljóðlausa stillingu eða flugstillingu. Ekkert stórvægilegt en örlítið þægilegra en áður sem má segja að sé mottó þessarar uppfærslu.Mestar breytingar gerðar á skilaboðunumiMessenger er það forrit sem fær mesta yfirhalningu og mætti segja að búið sé að sprauta fullt af sterum í skilaboðin.Hægt er að senda handskrifuð skilaboð, teikna á myndir sem sendar eru á milli, senda skilaboð sem springa yfir allan skjáinn, senda skilaboð með „ósýnilegu bleki“ sem birtist ekki fyrr en að móttakandinn fylgir ákveðnum leiðbeiningum, Búið er að bæta við helling af nýjum emoji-um auk þess sem nú er er einfaldlega hægt að skrifa ákveðin orð til þess að samsvarandi emoji-tákn birtist á skjánum. Með þessu ætlar Apple án vafa að keppa við Facebook Messenger, Snapchat og WhatsApp enda eru þessir nýju eiginleikar iMessage afar keimlíkir þeim sem finna má í þessum spjallforritum. Spurning er hins vegar hvort að Apple takist að lokka notendur þessa forrita yfir í iMessage forrit sitt.How to put lasers and bubble annimations on your iMessages https://t.co/3ZUcH7oy41 #iOS10 pic.twitter.com/oHrLk7SN7a— Wired UK (@WiredUK) September 14, 2016 Minningar Þeir sem eiga snjallsíma kannast ef til vill við að þar getur ótrúlegt magn mynda safnast saman og oftar en ekki vilja þær gleymast. Til þess að sporna við þessu hefur Apple nú kynnt til sögunnar Memories. Segir Apple að fyrirtækið nýti sér sérstakt reikniforrit til þess að safna saman myndum á ákveðinn hátt til þess auðvelda notendum að skoða þær að nýju líkt og sjá má á myndinni hér að neðan.Ítarlegri yfirferð má finna á vef Mashable.
Tækni Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira