Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2016 10:04 Samkvæmt pistli, sem innanbúðarmaður í Framsókn ritar, brugga menn þar hver öðrum banaráð. Samkvæmt nafnlausum skrifum á Pressunni styður Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðarkróki, Sigmund Davíð Gunnlaugsson ekki. Það sætir nokkrum tíðindum, því Þórólfur er sagður ráða lögum og lofum innan Framsóknarflokksins.Sigurður Ingi varaður við því að fara framHuldupenni Pressunnar, sem hefur sýnt sig í að vera afar handgenginn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins, og skrifar í dálk sem heitir „Orðið á götunni“, veitir fágæta innsýn í herbúðir Sigmundar. Pistillinn hefur vakið mikla athygli meðal áhugamanna um pólitík, því þó pistillinn sé skrifaður í véfréttastíl er hann afar upplýsandi. Hann kallast „Nótt hinna löngu hnífa“. (Sem reyndar má heita sérkennileg líking – þetta vísar til þess þegar Hitler hreinsaði út úr SA sveitunum og lét myrða helstu menn á borð við Ernst Röhm.) Í pistlinum er varað mjög eindregið við því að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fari fram gegn Sigmundi í formannsslag: „Flestir innan Framsóknarflokksins viðurkenna að staðan sé mjög snúin. Allir vita að það fylgja því erfiðleikar að fara í kosningabaráttu með Sigmund Davíð í forystu, enda varla til umdeildari menn, en vita um leið að það fylgja því jafnvel meiri erfiðleikar að gera það ekki.“Sigmundur gefst ekki upp fyrir skíthælumStíllinn er sérstakur, er gripið til líkingamáls líkt og fyrirsögn pistilsins gefur til kynna, þar sem menn brugga hver öðrum banaráð. Samkvæmt pistlinum logar allt innan Framsóknarflokksins og ekki þarf að efast um að innanbúðarmaður í Flokknum skrifar því hann vitnar í orð Sigmundar Davíðs á fundi með Skagfirðingum á dögunum, hvar hann var spurður hvort hann hafi ekki hugleitt að hætta. „Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir til að sjá um aftökuna.“Gunnar Bragi svíkur Þórólf?En, það sem einkum sætir tíðindum í pistlinum er að þar er því slegið föstu að Þórólfur kaupfélagsstjóri, sem löngum hefur verið sagður ráða lögum og lofum í flokknum, styðji Sigurð Inga til formennsku og sæki það fast að hann fari fram í formannsslag. Þetta stangast á við það sem löngum hefur verið talið, sem er að Gunnar Bragi Sveinsson sjávar- og landbúnaðarráðherra, sem í gær vann stóran sigur þegar honum tókst að koma Búvörusamningi í gegnum þingið, hreyfi sig helst ekki nema bera það undir Þórólf. Þá ætti Þórólfur, sem er eindreginn andstæðingur ESB, að vera ánægður með það þegar Gunnar Bragi sleit einhliða viðræðum við ESB. Gunnar Bragi lýsti yfir eindregnum stuðningi við Sigmund Davíð í viðtali við Fréttablaðið í dag. Og er að velta því fyrir sér að fara fram sem varaformaður. Þannig vekur pistillinn ótal spurningar þó upplýsandi sé; um dilkadrætti í Framsóknarflokknum. Eina eðlilega ályktunin að draga er sú að Gunnar Bragi hafi hlaupist undan merkjum, eða forframast í höfuðborginni og sé ekki lengur handgenginn kaupfélagsstjóranum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Íhugar varaformannsframboð Gunnar Bragi Sveinsson segir að til greina komi að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins. Hann mun ekki styðja Sigurð Inga sem formann og telur rétt að Sigmundur Davíð verði áfram í forystu. 14. september 2016 06:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira
Samkvæmt nafnlausum skrifum á Pressunni styður Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðarkróki, Sigmund Davíð Gunnlaugsson ekki. Það sætir nokkrum tíðindum, því Þórólfur er sagður ráða lögum og lofum innan Framsóknarflokksins.Sigurður Ingi varaður við því að fara framHuldupenni Pressunnar, sem hefur sýnt sig í að vera afar handgenginn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins, og skrifar í dálk sem heitir „Orðið á götunni“, veitir fágæta innsýn í herbúðir Sigmundar. Pistillinn hefur vakið mikla athygli meðal áhugamanna um pólitík, því þó pistillinn sé skrifaður í véfréttastíl er hann afar upplýsandi. Hann kallast „Nótt hinna löngu hnífa“. (Sem reyndar má heita sérkennileg líking – þetta vísar til þess þegar Hitler hreinsaði út úr SA sveitunum og lét myrða helstu menn á borð við Ernst Röhm.) Í pistlinum er varað mjög eindregið við því að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fari fram gegn Sigmundi í formannsslag: „Flestir innan Framsóknarflokksins viðurkenna að staðan sé mjög snúin. Allir vita að það fylgja því erfiðleikar að fara í kosningabaráttu með Sigmund Davíð í forystu, enda varla til umdeildari menn, en vita um leið að það fylgja því jafnvel meiri erfiðleikar að gera það ekki.“Sigmundur gefst ekki upp fyrir skíthælumStíllinn er sérstakur, er gripið til líkingamáls líkt og fyrirsögn pistilsins gefur til kynna, þar sem menn brugga hver öðrum banaráð. Samkvæmt pistlinum logar allt innan Framsóknarflokksins og ekki þarf að efast um að innanbúðarmaður í Flokknum skrifar því hann vitnar í orð Sigmundar Davíðs á fundi með Skagfirðingum á dögunum, hvar hann var spurður hvort hann hafi ekki hugleitt að hætta. „Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir til að sjá um aftökuna.“Gunnar Bragi svíkur Þórólf?En, það sem einkum sætir tíðindum í pistlinum er að þar er því slegið föstu að Þórólfur kaupfélagsstjóri, sem löngum hefur verið sagður ráða lögum og lofum í flokknum, styðji Sigurð Inga til formennsku og sæki það fast að hann fari fram í formannsslag. Þetta stangast á við það sem löngum hefur verið talið, sem er að Gunnar Bragi Sveinsson sjávar- og landbúnaðarráðherra, sem í gær vann stóran sigur þegar honum tókst að koma Búvörusamningi í gegnum þingið, hreyfi sig helst ekki nema bera það undir Þórólf. Þá ætti Þórólfur, sem er eindreginn andstæðingur ESB, að vera ánægður með það þegar Gunnar Bragi sleit einhliða viðræðum við ESB. Gunnar Bragi lýsti yfir eindregnum stuðningi við Sigmund Davíð í viðtali við Fréttablaðið í dag. Og er að velta því fyrir sér að fara fram sem varaformaður. Þannig vekur pistillinn ótal spurningar þó upplýsandi sé; um dilkadrætti í Framsóknarflokknum. Eina eðlilega ályktunin að draga er sú að Gunnar Bragi hafi hlaupist undan merkjum, eða forframast í höfuðborginni og sé ekki lengur handgenginn kaupfélagsstjóranum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Íhugar varaformannsframboð Gunnar Bragi Sveinsson segir að til greina komi að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins. Hann mun ekki styðja Sigurð Inga sem formann og telur rétt að Sigmundur Davíð verði áfram í forystu. 14. september 2016 06:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45
Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27
Íhugar varaformannsframboð Gunnar Bragi Sveinsson segir að til greina komi að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins. Hann mun ekki styðja Sigurð Inga sem formann og telur rétt að Sigmundur Davíð verði áfram í forystu. 14. september 2016 06:30