Örlögin eru í okkar höndum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. september 2016 06:00 Svona vinnum við þá. Pedersen þjálfari fer yfir stöðuna með Jóni Arnóri Stefánssyni. vísir/ernir „Menn eru svolítið þreyttir en að verða tilbúnir í stóra leikinn hér heima,“ segir Craig Pedersen landsliðsþjálfari en Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik í Laugardalshöll í kvöld. Þá kemur Kýpur í heimsókn og íslenska liðið verður að vinna. Annars er draumurinn um EM dáinn. Þetta er næstsíðasti leikur íslenska liðsins í undankeppninni en lokaleikurinn er gegn Belgum um næstu helgi.Tekið á andlega Ástæðan fyrir því að Pedersen segir að menn séu þreyttir er sú staðreynd að liðið er nýkomið heim eftir langa dvöl erlendis. Þar spiluðu strákarnir þrjá leiki á útivelli og vannst sigur í einum leik. Það var gegn andstæðingum kvöldsins, Kýpverjum, en íslenska liðið vann með ellefu stiga mun, 75-64. „Tólf dagar á hóteli með lítið að gera getur tekið á menn andlega. Nú erum við komnir heim og getum hlaðið batteríin upp á nýtt. Við munum taka eitt skref í einu og aðeins hugsa um einn leik í einu. Örlögin eru enn í okkar höndum og þannig vill maður alltaf hafa það,“ segir Pedersen. Lokaleikurinn á ferðalaginu var gegn Sviss þar sem íslenska liðið olli sjálfu sér vonbrigðum með því að tapa, 83-80, eftir að hafa unnið leikinn heima, 88-72. Þar var augljós þreyta í liðinu en hvernig ætlar þjálfarinn að koma sínu liði í gang aftur?Hjálpar að hitta fjölskylduna „Það skiptir máli að vera kominn heim til sín og upp í sitt eigið rúm. Að vera í kringum fjölskyldur sínar og börn. Þessi hluti hjálpar strax mikið til. Svo var gott að taka stutta æfingu til þess að hrista skrekkinn úr mönnum. „Fyrir tveimur árum hefðum við kannski verið ánægðir með þessa ferð til Evrópu því það er mjög erfitt að fara í útileiki. Liðið hefur aftur á móti verið að ná árangri síðustu árin þannig að þessi niðurstaða var svolítil vonbrigði. Sviss hafði mikið að sanna eftir að hafa tapað fyrir Kýpur og þeir léku af miklum krafti.“grafík/fréttablaðiðVantar smá aukakraft Svo gæti farið að það dugi íslenska liðinu að vinna leikinn gegn Kýpur til þess að komast á Eurobasket eins og EM í körfubolta er kallað. Pedersen er ekkert að missa sig í einhverjum reikningskúnstum. Það bíða tveir leikir og þá á að vinna. En hvernig? „Við reynum að einbeita okkur að einum leik í einu. Við þurfum í raun að spila eins og við gerðum á æfingunni í dag. Af miklum krafti og með mikilli einbeitingu. Við höfum verið að finna lausnir í sókninni en okkur vantar smá aukakraft og samheldni í varnarleiknum. Kýpur er með gott og skipulagt lið. Við verðum að afgreiða þann leik af fagmennsku áður en við horfum lengra.“Lykilmenn í meiðslum Það er ekki að vinna með íslenska liðinu að tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Haukur Helgi Pálsson tognaði í baki í leiknum gegn Sviss en mun spila í kvöld. Jón Arnór Stefánsson missti af tveim fyrstu leikjunum úti en spilaði sárþjáður gegn Sviss. Hann spilaði þá í 25 mínútur en skoraði aðeins 2 stig og var augljóslega ekki í standi. „Ég hef lítið getað beitt mér út af hnénu. Er með þessa bölvuðu verki alltaf og hnéð er ekki í góðu standi. Það sást langar leiðir í síðasta leik að ég er ekki í nógu góðu standi. Vonandi næ ég að koma mér betur inn í þetta svo ég sé ekki að halda aftur af mönnum í leiknum,“ sagði Jón Arnór svekktur en hann hefur þó verið að æfa. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.15. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira
„Menn eru svolítið þreyttir en að verða tilbúnir í stóra leikinn hér heima,“ segir Craig Pedersen landsliðsþjálfari en Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik í Laugardalshöll í kvöld. Þá kemur Kýpur í heimsókn og íslenska liðið verður að vinna. Annars er draumurinn um EM dáinn. Þetta er næstsíðasti leikur íslenska liðsins í undankeppninni en lokaleikurinn er gegn Belgum um næstu helgi.Tekið á andlega Ástæðan fyrir því að Pedersen segir að menn séu þreyttir er sú staðreynd að liðið er nýkomið heim eftir langa dvöl erlendis. Þar spiluðu strákarnir þrjá leiki á útivelli og vannst sigur í einum leik. Það var gegn andstæðingum kvöldsins, Kýpverjum, en íslenska liðið vann með ellefu stiga mun, 75-64. „Tólf dagar á hóteli með lítið að gera getur tekið á menn andlega. Nú erum við komnir heim og getum hlaðið batteríin upp á nýtt. Við munum taka eitt skref í einu og aðeins hugsa um einn leik í einu. Örlögin eru enn í okkar höndum og þannig vill maður alltaf hafa það,“ segir Pedersen. Lokaleikurinn á ferðalaginu var gegn Sviss þar sem íslenska liðið olli sjálfu sér vonbrigðum með því að tapa, 83-80, eftir að hafa unnið leikinn heima, 88-72. Þar var augljós þreyta í liðinu en hvernig ætlar þjálfarinn að koma sínu liði í gang aftur?Hjálpar að hitta fjölskylduna „Það skiptir máli að vera kominn heim til sín og upp í sitt eigið rúm. Að vera í kringum fjölskyldur sínar og börn. Þessi hluti hjálpar strax mikið til. Svo var gott að taka stutta æfingu til þess að hrista skrekkinn úr mönnum. „Fyrir tveimur árum hefðum við kannski verið ánægðir með þessa ferð til Evrópu því það er mjög erfitt að fara í útileiki. Liðið hefur aftur á móti verið að ná árangri síðustu árin þannig að þessi niðurstaða var svolítil vonbrigði. Sviss hafði mikið að sanna eftir að hafa tapað fyrir Kýpur og þeir léku af miklum krafti.“grafík/fréttablaðiðVantar smá aukakraft Svo gæti farið að það dugi íslenska liðinu að vinna leikinn gegn Kýpur til þess að komast á Eurobasket eins og EM í körfubolta er kallað. Pedersen er ekkert að missa sig í einhverjum reikningskúnstum. Það bíða tveir leikir og þá á að vinna. En hvernig? „Við reynum að einbeita okkur að einum leik í einu. Við þurfum í raun að spila eins og við gerðum á æfingunni í dag. Af miklum krafti og með mikilli einbeitingu. Við höfum verið að finna lausnir í sókninni en okkur vantar smá aukakraft og samheldni í varnarleiknum. Kýpur er með gott og skipulagt lið. Við verðum að afgreiða þann leik af fagmennsku áður en við horfum lengra.“Lykilmenn í meiðslum Það er ekki að vinna með íslenska liðinu að tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Haukur Helgi Pálsson tognaði í baki í leiknum gegn Sviss en mun spila í kvöld. Jón Arnór Stefánsson missti af tveim fyrstu leikjunum úti en spilaði sárþjáður gegn Sviss. Hann spilaði þá í 25 mínútur en skoraði aðeins 2 stig og var augljóslega ekki í standi. „Ég hef lítið getað beitt mér út af hnénu. Er með þessa bölvuðu verki alltaf og hnéð er ekki í góðu standi. Það sást langar leiðir í síðasta leik að ég er ekki í nógu góðu standi. Vonandi næ ég að koma mér betur inn í þetta svo ég sé ekki að halda aftur af mönnum í leiknum,“ sagði Jón Arnór svekktur en hann hefur þó verið að æfa. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.15.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira