Regnbogi í ám um alla Vestfirði Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2016 11:35 Regnbogasilungur veiðist nú víða á Vestfjörðum og það vilja Landssamtök veiðfélaga hafa til marks um þá umhverfsvá sem stendur fyrir dyrum, hvað varðar fyrirhugaða stóraukningu í laxeldi. MYND/FISKELDI AUSTFJARÐA Samkvæmt tilkynningu frá Fiskistofu veiðist nú regnbogi í ám á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnafirði og Dýrafirði. Regnbogasilungur telst framandi tegund í lífríki Íslands og hefur hann ekki náð að fjölga sér í íslenskum ám. Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af stórfelldu yfirvofandi umhverfisslysi og telur regnbogasilunginn augljóst merki um að sjóeldi sé og verði aldrei öruggt og víst megi telja að slík starfsemi stefni lífríki Íslands í stórfellda hættu. Sambandið hefur nú ítrekað bent á þá vá, sem menn þar innandyra telja að standi fyrir dyrum, vegna fyrirhugaðrar stórfelldrar framleiðslu á laxi í sjókvíum. „Nú hafa hafa verið gefin út leyfi til framleiðslu á um 40.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi og fréttir berast um að áform séu um að framleiða allt að 180.000 þúsund tonn,“ segir í yfirlýsingu sem sambandið hefur sent frá sér.Laxeldisfyrirtæki hyggjast stórauka sína framleiðslu Viðskiptablaðið fjallaði í vor um að norskir aðilar væru nú að fjárfesta í fiskeldi á Íslandi sem best þeir geta, og ekki að ófyrirsynju því leyfi til að hefja laxeldi kostaði um 200 milljónir í Noregi fyrir tveimur árum en kostar 300 þúsund hérlendis. Það er því eftir nokkru að slægjast. „Framleiðsla á eldislaxi mun margfaldast á næstu árum ef áætlanir laxeldisfyrirtækja ná fram að ganga. Í fyrra voru framleidd rúm 3 þúsund tonn en gert er ráð fyrir 8 þúsund tonna framleiðslu í ár, sem þýðir að framleiðslan mun aukast um 245% milli ára,“ segir í umfjöllun Viðskiptablaðsins.Umhverfishætta blasir við Stjórn Sambands veiðifélaga telur víst að stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi í þessum efnum. Hún harmar þá stöðu sem upp er komin og bendir á að varað hafi verið við þeirri hættu sem villtum silunga og laxastofnum stafaði af stórfelldu fiskeldi í sjókvíum. „Stjórnin telur að þessi atvik ásamt umhverfisslysi þegar norskur eldislax slapp úr sjókvíum í Patreksfirði haustið 2013 sé til marks um þá miklu umhverfishættu sem villtum laxa og silungastofnum stafar af sjókvíaeldi við strendur landsins.“ Þá lýsir stjórnin yfir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum og krefst þess að hún grípi til aðgerða.Vísir greindi frá téðum slysasleppingum í sumar. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Fiskistofu veiðist nú regnbogi í ám á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnafirði og Dýrafirði. Regnbogasilungur telst framandi tegund í lífríki Íslands og hefur hann ekki náð að fjölga sér í íslenskum ám. Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af stórfelldu yfirvofandi umhverfisslysi og telur regnbogasilunginn augljóst merki um að sjóeldi sé og verði aldrei öruggt og víst megi telja að slík starfsemi stefni lífríki Íslands í stórfellda hættu. Sambandið hefur nú ítrekað bent á þá vá, sem menn þar innandyra telja að standi fyrir dyrum, vegna fyrirhugaðrar stórfelldrar framleiðslu á laxi í sjókvíum. „Nú hafa hafa verið gefin út leyfi til framleiðslu á um 40.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi og fréttir berast um að áform séu um að framleiða allt að 180.000 þúsund tonn,“ segir í yfirlýsingu sem sambandið hefur sent frá sér.Laxeldisfyrirtæki hyggjast stórauka sína framleiðslu Viðskiptablaðið fjallaði í vor um að norskir aðilar væru nú að fjárfesta í fiskeldi á Íslandi sem best þeir geta, og ekki að ófyrirsynju því leyfi til að hefja laxeldi kostaði um 200 milljónir í Noregi fyrir tveimur árum en kostar 300 þúsund hérlendis. Það er því eftir nokkru að slægjast. „Framleiðsla á eldislaxi mun margfaldast á næstu árum ef áætlanir laxeldisfyrirtækja ná fram að ganga. Í fyrra voru framleidd rúm 3 þúsund tonn en gert er ráð fyrir 8 þúsund tonna framleiðslu í ár, sem þýðir að framleiðslan mun aukast um 245% milli ára,“ segir í umfjöllun Viðskiptablaðsins.Umhverfishætta blasir við Stjórn Sambands veiðifélaga telur víst að stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi í þessum efnum. Hún harmar þá stöðu sem upp er komin og bendir á að varað hafi verið við þeirri hættu sem villtum silunga og laxastofnum stafaði af stórfelldu fiskeldi í sjókvíum. „Stjórnin telur að þessi atvik ásamt umhverfisslysi þegar norskur eldislax slapp úr sjókvíum í Patreksfirði haustið 2013 sé til marks um þá miklu umhverfishættu sem villtum laxa og silungastofnum stafar af sjókvíaeldi við strendur landsins.“ Þá lýsir stjórnin yfir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum og krefst þess að hún grípi til aðgerða.Vísir greindi frá téðum slysasleppingum í sumar.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira