Sumartískan að hætti Victoriu Beckham Ritstjórn skrifar 12. september 2016 09:15 Glamour/Getty Victoria Beckham hefur löngu náð að sanna sig sem fatahönnuð sem ber að taka alvarlega í tískuheiminum með hverri guðdómlegri fatalínunni á fætur annarri. Engin undantekning var á því um helgina á tískuvikunni í New York þegar tískukryddið sýndi sumartísku næsta árs. Beckham er komin ansi langt frá glamúrdögunum i Spice Girls og sýndi afslöppuð snið, minimalíska förðun og hár og fölu tóna. Berar axlir, magi og bringa, velúr og gamla góða krumpuefnið var með endurkomu. Hvítur var áberandi eins og venjan er á sumarsýningunum en brotið upp með túrkís og ferskjubleikum. Fylgihlutirnir voru á sínum stað og vakti þá einna helst athygli töskurnar sem voru í stíl við dressið, eða töskur sem voru saumaðar í sama efni og fötin. Hér má sjá brot af því besta frá Victoriu Beckham. Glamour Tíska Mest lesið Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour Allar skærustu stjörnurnar á rauða dreglinum í Feneyjum Glamour "Ég hef alltaf verið tískudrós“ Glamour Harry Styles sýnir loksins nýju hárgreiðsluna Glamour Fjólublár er litur ársins 2018 Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Ciara giftir sig í sérsaumuðum Roberto Cavalli kjól Glamour Vogue opnar ljósmyndasýningu í London Glamour Götutískan í París er engri lík Glamour
Victoria Beckham hefur löngu náð að sanna sig sem fatahönnuð sem ber að taka alvarlega í tískuheiminum með hverri guðdómlegri fatalínunni á fætur annarri. Engin undantekning var á því um helgina á tískuvikunni í New York þegar tískukryddið sýndi sumartísku næsta árs. Beckham er komin ansi langt frá glamúrdögunum i Spice Girls og sýndi afslöppuð snið, minimalíska förðun og hár og fölu tóna. Berar axlir, magi og bringa, velúr og gamla góða krumpuefnið var með endurkomu. Hvítur var áberandi eins og venjan er á sumarsýningunum en brotið upp með túrkís og ferskjubleikum. Fylgihlutirnir voru á sínum stað og vakti þá einna helst athygli töskurnar sem voru í stíl við dressið, eða töskur sem voru saumaðar í sama efni og fötin. Hér má sjá brot af því besta frá Victoriu Beckham.
Glamour Tíska Mest lesið Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour Allar skærustu stjörnurnar á rauða dreglinum í Feneyjum Glamour "Ég hef alltaf verið tískudrós“ Glamour Harry Styles sýnir loksins nýju hárgreiðsluna Glamour Fjólublár er litur ársins 2018 Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Ciara giftir sig í sérsaumuðum Roberto Cavalli kjól Glamour Vogue opnar ljósmyndasýningu í London Glamour Götutískan í París er engri lík Glamour