Sérfræðingar spá því að Rúnar verði rekinn í vikunni | Tveir í agabanni í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2016 19:39 Rúnar í peysu Lilleström. vísir/getty Rúnar Kristinsson er mikið til umræðu í norskum miðlum þessa dagana en liðið lék sjötta leikinn í röð án sigurs í dag. Hefur Lilleström smátt og smátt sigið niður töfluna og er komið á fullt í fallbaráttuna. Haldinn var krísufundur fyrir þremur vikum þar sem ákveðið var að Rúnar myndi halda starfinu þrátt fyrir slakt gengi en þetta var fyrsti leikur eftir fundinn. Hefur Lilleström leikið í 42 ár samfleytt í efstu deild í Noregi en sæti þeirra er nú í hættu.Sjá einnig:Sjötti leikurinn í röð án sigurs hjá Rúnari Arnold Origi og Bassel Jradi voru ekki með liðinu í dag en þeir voru í agabanni í dag eftir að hafa slegist á æfingu liðsins á föstudaginn. Þetta staðfesti Rúnar í samtali við TV2 í Noregi. Ivar Hoff, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi sparkspekingur í norska sjónvarpinu, segir að það myndi ekki koma honum á óvart ef að Rúnar yrði látinn taka poka sinn á næstu dögum. „Ég á von á einhverjum hreyfingum á næstunni. Arne Erlandsen tekur væntanlega við liðinu en ég sá hann á vellinum áðan. Ég á von á því að hann stýri liðinu á laugardaginn gegn Tromsö,“ sagði Arne en annar sérfræðingur í setti tók undir orð hans. „Ég held að Arne geti tekið við þessu liði og rétt við skútuna, hann hefur skapgerðina til þess. Hann þekkir félagið út sem gamall leikmaður og þekkir menninguna hjá félaginu. Ég á ekki von á öðru en að hann taki við fljótlega,“ sagði Ivar Jakobsen. Arne er fyrrum leikmaður liðsins en hann var nefndur á krísufundi stjórnarinnar sem góður kandídat til þess að taka við starfinu af Rúnari eftir að hafa sinnt þjálfunarstarfi hjá félaginu áður. Fótbolti Tengdar fréttir Sjötti leikurinn í röð án sigurs hjá Rúnari Það gengur ekkert hjá lærisveinum Rúnars Kristinssonar þessa dagana en liðið fékk á sig tvö mörk í uppbótartíma gegn Odd í 2-4 tapi á heimavelli í dag eftir að hafa jafnað stuttu áður. 11. september 2016 18:15 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
Rúnar Kristinsson er mikið til umræðu í norskum miðlum þessa dagana en liðið lék sjötta leikinn í röð án sigurs í dag. Hefur Lilleström smátt og smátt sigið niður töfluna og er komið á fullt í fallbaráttuna. Haldinn var krísufundur fyrir þremur vikum þar sem ákveðið var að Rúnar myndi halda starfinu þrátt fyrir slakt gengi en þetta var fyrsti leikur eftir fundinn. Hefur Lilleström leikið í 42 ár samfleytt í efstu deild í Noregi en sæti þeirra er nú í hættu.Sjá einnig:Sjötti leikurinn í röð án sigurs hjá Rúnari Arnold Origi og Bassel Jradi voru ekki með liðinu í dag en þeir voru í agabanni í dag eftir að hafa slegist á æfingu liðsins á föstudaginn. Þetta staðfesti Rúnar í samtali við TV2 í Noregi. Ivar Hoff, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi sparkspekingur í norska sjónvarpinu, segir að það myndi ekki koma honum á óvart ef að Rúnar yrði látinn taka poka sinn á næstu dögum. „Ég á von á einhverjum hreyfingum á næstunni. Arne Erlandsen tekur væntanlega við liðinu en ég sá hann á vellinum áðan. Ég á von á því að hann stýri liðinu á laugardaginn gegn Tromsö,“ sagði Arne en annar sérfræðingur í setti tók undir orð hans. „Ég held að Arne geti tekið við þessu liði og rétt við skútuna, hann hefur skapgerðina til þess. Hann þekkir félagið út sem gamall leikmaður og þekkir menninguna hjá félaginu. Ég á ekki von á öðru en að hann taki við fljótlega,“ sagði Ivar Jakobsen. Arne er fyrrum leikmaður liðsins en hann var nefndur á krísufundi stjórnarinnar sem góður kandídat til þess að taka við starfinu af Rúnari eftir að hafa sinnt þjálfunarstarfi hjá félaginu áður.
Fótbolti Tengdar fréttir Sjötti leikurinn í röð án sigurs hjá Rúnari Það gengur ekkert hjá lærisveinum Rúnars Kristinssonar þessa dagana en liðið fékk á sig tvö mörk í uppbótartíma gegn Odd í 2-4 tapi á heimavelli í dag eftir að hafa jafnað stuttu áður. 11. september 2016 18:15 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
Sjötti leikurinn í röð án sigurs hjá Rúnari Það gengur ekkert hjá lærisveinum Rúnars Kristinssonar þessa dagana en liðið fékk á sig tvö mörk í uppbótartíma gegn Odd í 2-4 tapi á heimavelli í dag eftir að hafa jafnað stuttu áður. 11. september 2016 18:15