Leikurinn var flautaður af tímabundið vegna rigningar í höfuðborg Ítalíu í stöðunni 2-1 fyrir Sampdoria en ákveðið var að láta á það reyna að spila seinni hálfleikinn síðar um daginn.
Totti kom inná sem varamaður í seinni hálfleik en þetta er 25. tímabil hans í efstu deild á Ítalíu og var hann ekki lengi að láta til sín taka.
Lagði hann upp jöfnunarmarkið fyrir Edin Dzeko á 61. mínútu leiksins og skoraði sigurmarkið á 93. mínútu af vítapunktinum en Roma er með sjö stig að þremur umferðum loknum.
Hefur hinn 39 árs gamli Totti nú skorað 23 tímabili í röð fyrir Roma eins og sjá má í færslu af Twitter-færslu Roma.
Francesco #Totti has now scored in EVERY single one of the last 23 seasons. All for his boyhood club #ASRoma. pic.twitter.com/EiQfFdRpln
— AS Roma English (@ASRomaEN) September 11, 2016