Varar við fleiri árásum í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2016 12:21 Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands. Vísir/EPA Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir að fleiri hryðjuverkaárásir verði framdar í Frakklandi. Hann segir nýjar tillögur Nicolas Sarkozy, fyrrum forseta landsins og núverandi forsetaframbjóðanda, ekki vera réttu leiðina til að koma í veg fyrir frekari árásir. Sarkozy hefur gagnrýnt ríkisstjórn Frakklands fyrir að ganga ekki nægilega langt til að koma í veg fyrir árásir. Mikill viðbúnaður var í París í vikunni en lögreglan er sögð hafa komið í veg fyrir árás Íslamska ríkisins á lestarstöð í borginni. Valls segir að minnst tvær árásir hafi verið stöðvaðar í vikunni og að um 15 þúsund manns séu nú undir smásjá lögreglu og leyniþjónustu Frakklands.Yfirlit yfir árásir í Frakklandi á síðustu tveimur árum.Vísir/GraphicNewsÞar að auki hafi nærri því 700 franskir ríkisborgarar ferðast til Sýrlands og Írak og gengið til liðs við vígahópa. Þar af 275 konur og fjöldi barna. Vitað er að 196 franskir vígamenn hafi verið felldir í Sýrlandi og í Írak.Fleiri saklaus fórnarlömb Í Frakklandi hafa 1.350 manns verið til rannsóknar vegna mögulegra tengsla við hryðjuverkasamtök og 293 hafa verið fangelsaðir. „Árásirnar verða fleiri og fleiri saklaus fórnarlömb. Það er eitt af hlutverkum mínum að segja Frökkum sannleikann,“ sagði valls.Valls var í viðtali hjá Europe 1 útvarpsstöðinni og var hann spurður út í ummæli Sarkozy, sem vill stofna sérstaka dómstóla fyrir meinta vígamenn og franskir ríkisborgarar sem grunaðir eru um að vera vígamenn yrðu settir í sérstakar fangabúðir. Valls sagði forsetann fyrrverandi hafa rangt fyrir sér og sagði að undir stjórn Sarkozy yrðu árásirnar líklega fleiri. Hann sagði Sarkozy hafa vanmetið ógnina þegar hann var forseti og að hann hafi skaðað varnir ríkisins með niðurskurði. Valls gaf ekki mikið fyrir uppástungur Sarkozy um sérstakar fangabúðir og sagði að hugmyndin væri grimmileg. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í París Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir að fleiri hryðjuverkaárásir verði framdar í Frakklandi. Hann segir nýjar tillögur Nicolas Sarkozy, fyrrum forseta landsins og núverandi forsetaframbjóðanda, ekki vera réttu leiðina til að koma í veg fyrir frekari árásir. Sarkozy hefur gagnrýnt ríkisstjórn Frakklands fyrir að ganga ekki nægilega langt til að koma í veg fyrir árásir. Mikill viðbúnaður var í París í vikunni en lögreglan er sögð hafa komið í veg fyrir árás Íslamska ríkisins á lestarstöð í borginni. Valls segir að minnst tvær árásir hafi verið stöðvaðar í vikunni og að um 15 þúsund manns séu nú undir smásjá lögreglu og leyniþjónustu Frakklands.Yfirlit yfir árásir í Frakklandi á síðustu tveimur árum.Vísir/GraphicNewsÞar að auki hafi nærri því 700 franskir ríkisborgarar ferðast til Sýrlands og Írak og gengið til liðs við vígahópa. Þar af 275 konur og fjöldi barna. Vitað er að 196 franskir vígamenn hafi verið felldir í Sýrlandi og í Írak.Fleiri saklaus fórnarlömb Í Frakklandi hafa 1.350 manns verið til rannsóknar vegna mögulegra tengsla við hryðjuverkasamtök og 293 hafa verið fangelsaðir. „Árásirnar verða fleiri og fleiri saklaus fórnarlömb. Það er eitt af hlutverkum mínum að segja Frökkum sannleikann,“ sagði valls.Valls var í viðtali hjá Europe 1 útvarpsstöðinni og var hann spurður út í ummæli Sarkozy, sem vill stofna sérstaka dómstóla fyrir meinta vígamenn og franskir ríkisborgarar sem grunaðir eru um að vera vígamenn yrðu settir í sérstakar fangabúðir. Valls sagði forsetann fyrrverandi hafa rangt fyrir sér og sagði að undir stjórn Sarkozy yrðu árásirnar líklega fleiri. Hann sagði Sarkozy hafa vanmetið ógnina þegar hann var forseti og að hann hafi skaðað varnir ríkisins með niðurskurði. Valls gaf ekki mikið fyrir uppástungur Sarkozy um sérstakar fangabúðir og sagði að hugmyndin væri grimmileg.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í París Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira