Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2016 22:33 Ljóst er að Elín Hirst hverfur af Alþingi í bili hið minnsta. Vísir/Daníel Framkvæmdastjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna harmar niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Karlar skipa fjögur efstu sæti listans í kjördæminu og endurspeglar sú röð á engan hátt þá breidd sem framkvæmdastjórnin telur flokkinn búa yfir. Athygli vakti að Elín Hirst, núverandi þingmaður flokksins, náði ekki inn á lista flokksins. Sagði hún niðurstöðuna mikil vonbrigði en hún tæki niðurstöðunni af karlmennsku.Bjarni Benediktsson hvatti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til að sækjast eftir öðru sæti á listanum. Hún sagði sig hins vegar úr flokknum og gekk til liðs við Viðreisn.Vísir/Daníel„Til að tefla fram sigurstranglegum lista verður kynjahlutfall að vera jafnara en nú er. Konum hefur með þessari niðurstöðu verið hafnað í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki einungis slæmt fyrir konur, heldur fyrir flokkinn allan og kemur til með koma niður á fylgi flokksins í komandi kosningum,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni. Þar segir að prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins séu skýrar. Þar sé kveðið á um að kosning sé ekki bindandi nema kjörsókn sé 50%. Svo er ekki nú. „Framkvæmdastjórnin skorar á forystu flokksins, þau Bjarna Benediktsson, Ólöfu Nordal og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, að beita sér fyrir breytingu á listanum áður en hann verður samþykkur.“ Skorað er á kjördæmisráð flokksins í kjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. Samkvæmt heimildum Vísis má næsta víst telja að kjörnefnd breyti röðun á listanum en nefndin mun funda á mánudag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira
Framkvæmdastjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna harmar niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Karlar skipa fjögur efstu sæti listans í kjördæminu og endurspeglar sú röð á engan hátt þá breidd sem framkvæmdastjórnin telur flokkinn búa yfir. Athygli vakti að Elín Hirst, núverandi þingmaður flokksins, náði ekki inn á lista flokksins. Sagði hún niðurstöðuna mikil vonbrigði en hún tæki niðurstöðunni af karlmennsku.Bjarni Benediktsson hvatti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til að sækjast eftir öðru sæti á listanum. Hún sagði sig hins vegar úr flokknum og gekk til liðs við Viðreisn.Vísir/Daníel„Til að tefla fram sigurstranglegum lista verður kynjahlutfall að vera jafnara en nú er. Konum hefur með þessari niðurstöðu verið hafnað í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki einungis slæmt fyrir konur, heldur fyrir flokkinn allan og kemur til með koma niður á fylgi flokksins í komandi kosningum,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni. Þar segir að prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins séu skýrar. Þar sé kveðið á um að kosning sé ekki bindandi nema kjörsókn sé 50%. Svo er ekki nú. „Framkvæmdastjórnin skorar á forystu flokksins, þau Bjarna Benediktsson, Ólöfu Nordal og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, að beita sér fyrir breytingu á listanum áður en hann verður samþykkur.“ Skorað er á kjördæmisráð flokksins í kjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. Samkvæmt heimildum Vísis má næsta víst telja að kjörnefnd breyti röðun á listanum en nefndin mun funda á mánudag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira
Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31