Gonzalo Higuain sem Juventus keypti dýrum dómi frá Napoli í sumar heldur áfram að skora í treyju ítölsku meistaranna en hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Sassuolo í dag.
Ítölsku meistararnir gerðu út um leikinn snemma en Higuain kom Juventus yfir á 5. mínútu eftir undirbúning frá Pablo Dybala.
Higuain var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar eftir sendingu frá Sami Khedira og tuttugu mínútum síðar gerði Miralem Pjanic út um leikinn.
Bosníski miðjumaðurinn skoraði þá með skoti af stuttu færi en þetta var fyrsti leikur hans í Juventus-treyjunni eftir félagsskipti frá Roma í sumar.
Luca Antei minnkaði muninn fyrir Sassuolo en sigurinn var aldrei í hættu og fögnuðu Juventus-menn því þriðja sigrinum í röð.
Higuain og Pjanic sáu um Sassuolo
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn