Valdís fékk tilboð upp á eina milljón króna í blautan klút Justins Bieber Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2016 15:50 Valdís með klútinn eftir tónleikana í gær. „Ég ætla að geyma hann mjög vel, láta hann í ramma eða eitthvað,“ segir Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir, sextán ára tónleikagestur á síðari tónleikum Justins Bieber í Kórnum í gærkvöldi. Ljóst er að táningsstúlkur um land allt og þó víðar væri leitað öfunda Valdísi í dag. Valdís hreppti nefnilega blautan vasaklút Bieber sem poppstjarnan kastaði af sviðinu undir lok tónleika. „Hann kom beint fyrir ofan mig. Það hoppuðu einhverjir tuttugu aðrir á mig og voru næstum því búnir að kyrkja mig,“ sagði Valdís Björg í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Valdís var afar nálægt sviðinu og var hart barist um klútinn. „Náum klútnum af henni,“ segist hún hafa heyrt og greinilegt að fleiri táningsstúlkur höfðu augastað á minjagripnum. Öryggisvörður hafi hins vegar komið að og skorist í leikinn. Justin Bieber á tónleikunum á fimmtudagskvöldið.Vísir/Hanna Má ég prófa? „Það voru allir: „Má ég prófa hann?“ Ég bara hélt honum og dreif mig útaf tónleikunum,“ segir Valdís og þykist vita að einhverjir sem hefðu prófað hefðu freistast og hreinlega hlaupið á brott með klútinn. Valdís upplýsir að klúturinn hafi verið blautur af svita þegar hún fékk hann. Hún hafi ekki sofið með klútinn en hann hafi verið geymdur í herbergi hennar, hún passi hann vel enda mikill aðdáandi. „Ég elska lögin hans. Hef hlustað á öll lögin hans og undirbúið mig fyrir þessa tónleika,“ segir Valdís sem ætlaði svo sannarlega að njóta augnabliksins í gærkvöldi. Tónleika með uppáhaldinu. „Ég tók engar myndir, til að ég gæti lifað í mómentinu,“ segir Valdís en óhætt er að segja að ansi margir hafi verið með snjallsímana á lofti á tónleikunum tveimur. Tilboð í klútinn Valdís hlær að uppákomunni í dag og segir í góðu lagi með sig. Þáttastjórnendurnir Logi Bergmann og Rúnar Freyr bentu henni á að eftir nokkur ár gæti hún vafalítið selt klútinn fyrir væna upphæð. Sá möguleiki virðist reyndar þegar fyrir hendi. „Ég fékk tilboð á leiðinni út, var boðin milljón,“ segir Valdís. Hún tók ekki boðinu.Viðtalið við Valdísi má finna hér að neðan. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24 Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira
„Ég ætla að geyma hann mjög vel, láta hann í ramma eða eitthvað,“ segir Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir, sextán ára tónleikagestur á síðari tónleikum Justins Bieber í Kórnum í gærkvöldi. Ljóst er að táningsstúlkur um land allt og þó víðar væri leitað öfunda Valdísi í dag. Valdís hreppti nefnilega blautan vasaklút Bieber sem poppstjarnan kastaði af sviðinu undir lok tónleika. „Hann kom beint fyrir ofan mig. Það hoppuðu einhverjir tuttugu aðrir á mig og voru næstum því búnir að kyrkja mig,“ sagði Valdís Björg í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Valdís var afar nálægt sviðinu og var hart barist um klútinn. „Náum klútnum af henni,“ segist hún hafa heyrt og greinilegt að fleiri táningsstúlkur höfðu augastað á minjagripnum. Öryggisvörður hafi hins vegar komið að og skorist í leikinn. Justin Bieber á tónleikunum á fimmtudagskvöldið.Vísir/Hanna Má ég prófa? „Það voru allir: „Má ég prófa hann?“ Ég bara hélt honum og dreif mig útaf tónleikunum,“ segir Valdís og þykist vita að einhverjir sem hefðu prófað hefðu freistast og hreinlega hlaupið á brott með klútinn. Valdís upplýsir að klúturinn hafi verið blautur af svita þegar hún fékk hann. Hún hafi ekki sofið með klútinn en hann hafi verið geymdur í herbergi hennar, hún passi hann vel enda mikill aðdáandi. „Ég elska lögin hans. Hef hlustað á öll lögin hans og undirbúið mig fyrir þessa tónleika,“ segir Valdís sem ætlaði svo sannarlega að njóta augnabliksins í gærkvöldi. Tónleika með uppáhaldinu. „Ég tók engar myndir, til að ég gæti lifað í mómentinu,“ segir Valdís en óhætt er að segja að ansi margir hafi verið með snjallsímana á lofti á tónleikunum tveimur. Tilboð í klútinn Valdís hlær að uppákomunni í dag og segir í góðu lagi með sig. Þáttastjórnendurnir Logi Bergmann og Rúnar Freyr bentu henni á að eftir nokkur ár gæti hún vafalítið selt klútinn fyrir væna upphæð. Sá möguleiki virðist reyndar þegar fyrir hendi. „Ég fékk tilboð á leiðinni út, var boðin milljón,“ segir Valdís. Hún tók ekki boðinu.Viðtalið við Valdísi má finna hér að neðan.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24 Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira
Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24
Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45
Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04