Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2016 09:51 Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. Líkt og fyrri tónleikunum var söngvarinn á einlægu nótunum en það er mat undirritaðrar sem fór einnig á tónleikana á fimmtudagskvöld að í gær hafi verið mun meiri kraftur í Bieber og að honum hafi liðið betur á sviðinu. Þannig náði hann mun betur til áhorfenda og spjallaði meira en á fyrri tónleikunum. Það má jafnvel segja að hann hafi opnað hjarta sitt fyrir allan peninginn í gærkvöldi en áður en hann tók lagið Life is Worth Living sagði hann að lífið væri ekki alltaf auðvelt. „Mörg ykkar gætuð spurt eða sagt: „Justin, þú hefur allt. Hvaða erfiðleika gætir þú mögulega verið að glíma við?“ Við erum öll óörugg, við öll eigum okkar ferðir og erfiðleika. [...] Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur hvort að lífið sé þess virði að lifa því? Ég vil segja að lífið er þess virði að lifa því?“ sagði Bieber og renndi sér síðan í samnefnt lag við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Líkt og á fyrri tónleikunum var uppklappslagið hið vinsæla Sorry en í því dansar Bieber í rigningunni ásamt dönsurum sínum. Í gær kom hann fram ber að ofan við mikla kátínu viðstaddra og kvaddi Kórinn með þessum orðum: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf. Ég elska ykkur svo mikið. Takk kærlega fyrir mig!“ Hér að ofan má sjá brot úr Sorry frá því í gær og hér fyrir neðan nokkur myndbönd sem tónleikagestir deildu í gær á Instagram. My husband #purposetouriceland #jbiceland #purposetour A video posted by Karen Líf Jóhannsdóttir (@karenlifj1) on Sep 9, 2016 at 4:09pm PDT 'You should go and love yourself' @justinbieber #jbiceland #justinbieber #purposetour A video posted by αиÍтα вʝÖяк Kára DÓTTIR (@anitakaradottir) on Sep 9, 2016 at 3:56pm PDT Justin Bieber! #jbiceland A video posted by Aðalheiður S. Magnúsdóttir (@heidasm) on Sep 10, 2016 at 1:39am PDT Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24 Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Bieber betri í kvöld Lét áhorfendur syngja Love Yourself. 9. september 2016 21:22 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. Líkt og fyrri tónleikunum var söngvarinn á einlægu nótunum en það er mat undirritaðrar sem fór einnig á tónleikana á fimmtudagskvöld að í gær hafi verið mun meiri kraftur í Bieber og að honum hafi liðið betur á sviðinu. Þannig náði hann mun betur til áhorfenda og spjallaði meira en á fyrri tónleikunum. Það má jafnvel segja að hann hafi opnað hjarta sitt fyrir allan peninginn í gærkvöldi en áður en hann tók lagið Life is Worth Living sagði hann að lífið væri ekki alltaf auðvelt. „Mörg ykkar gætuð spurt eða sagt: „Justin, þú hefur allt. Hvaða erfiðleika gætir þú mögulega verið að glíma við?“ Við erum öll óörugg, við öll eigum okkar ferðir og erfiðleika. [...] Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur hvort að lífið sé þess virði að lifa því? Ég vil segja að lífið er þess virði að lifa því?“ sagði Bieber og renndi sér síðan í samnefnt lag við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Líkt og á fyrri tónleikunum var uppklappslagið hið vinsæla Sorry en í því dansar Bieber í rigningunni ásamt dönsurum sínum. Í gær kom hann fram ber að ofan við mikla kátínu viðstaddra og kvaddi Kórinn með þessum orðum: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf. Ég elska ykkur svo mikið. Takk kærlega fyrir mig!“ Hér að ofan má sjá brot úr Sorry frá því í gær og hér fyrir neðan nokkur myndbönd sem tónleikagestir deildu í gær á Instagram. My husband #purposetouriceland #jbiceland #purposetour A video posted by Karen Líf Jóhannsdóttir (@karenlifj1) on Sep 9, 2016 at 4:09pm PDT 'You should go and love yourself' @justinbieber #jbiceland #justinbieber #purposetour A video posted by αиÍтα вʝÖяк Kára DÓTTIR (@anitakaradottir) on Sep 9, 2016 at 3:56pm PDT Justin Bieber! #jbiceland A video posted by Aðalheiður S. Magnúsdóttir (@heidasm) on Sep 10, 2016 at 1:39am PDT
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24 Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Bieber betri í kvöld Lét áhorfendur syngja Love Yourself. 9. september 2016 21:22 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24
Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45