Iveco Bus kynnir nýja og hagkvæma hópferðabíla á laugardaginn Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2016 11:00 Iveco Bus Daily FBI 85 T fyrir 27 farþega sem fyrir skemmstu var tekinn í notkun. Iveco Bus á Íslandi sýnir á laugardag, 1. október, aðilum í ferðaþjónustu nýja hópferðabíla af ýmsum stærðum og gerðum frá Iveco Bus ásamt einum bíl frá Renault, en BL ehf hefur umboð fyrir báða framleiðendurna. Sýningin fer fram hjá Hyundai í Garðabæ, þar sem umboð Iveco Bus er til húsa. Bílarnir sem sýndir verða taka á bilinu 16 til 53 farþega í sæti auk bílstjóra. Þá er útbúnaðarstig í farþegarýminu einnig mismunandi enda velja kaupendur samsetningu í samræmi tegund þjónustunnar. Fulltrúum ferðaþjónustunnar sem hafa aukin ökuréttindi býðst að fara í reynsluakstur. Á sýningunni verða m.a. tvær útfærslur af 19 farþega Iveco Daily FBI75 í eigu umboðsins, 26 farþega Iveco Daily FBI85 sem Hópbílar fengu nýlega afhentan og 53 farþega Iveco Magelys Pro með salerni. Rútan er í eigu framleiðandans sem flutti bílinn sérstaklega til landsins vegna kynningarinnar. Þess má geta að rúturnar í Iveco Bus Magelys línunni eru handhafar International Coach of the Year 2016 sem blaðamenn fjölmiðla sem sérhæfa sig í umfjöllunum um rútur og strætisvagna völdu. Þá verða einnig sýndar tvær gerðir af nýjum Iveco Crossway Pro, annars vegar rúta í eigu Hópbíla með sæti fyrir 40 farþega og hins vegar strætisvagn hjá Kynnisferðum. Þá verður nýr 16 farþega Renault Master einnig kynntur á sýningunni. Farþegarútur og strætisvagnar frá Iveco Bus hafa átt vinsældum að fagna hér á landi mörg undanfarin ár og má geta þess að rúmlega 40% fólksflutningabíla fyrir 16 farþega eða fleiri sem skráðir hafa verið hérlendis frá 2004 eru frá Iveco Bus. Þá eru um 70% strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu einnig frá Iveco Bus. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent
Iveco Bus á Íslandi sýnir á laugardag, 1. október, aðilum í ferðaþjónustu nýja hópferðabíla af ýmsum stærðum og gerðum frá Iveco Bus ásamt einum bíl frá Renault, en BL ehf hefur umboð fyrir báða framleiðendurna. Sýningin fer fram hjá Hyundai í Garðabæ, þar sem umboð Iveco Bus er til húsa. Bílarnir sem sýndir verða taka á bilinu 16 til 53 farþega í sæti auk bílstjóra. Þá er útbúnaðarstig í farþegarýminu einnig mismunandi enda velja kaupendur samsetningu í samræmi tegund þjónustunnar. Fulltrúum ferðaþjónustunnar sem hafa aukin ökuréttindi býðst að fara í reynsluakstur. Á sýningunni verða m.a. tvær útfærslur af 19 farþega Iveco Daily FBI75 í eigu umboðsins, 26 farþega Iveco Daily FBI85 sem Hópbílar fengu nýlega afhentan og 53 farþega Iveco Magelys Pro með salerni. Rútan er í eigu framleiðandans sem flutti bílinn sérstaklega til landsins vegna kynningarinnar. Þess má geta að rúturnar í Iveco Bus Magelys línunni eru handhafar International Coach of the Year 2016 sem blaðamenn fjölmiðla sem sérhæfa sig í umfjöllunum um rútur og strætisvagna völdu. Þá verða einnig sýndar tvær gerðir af nýjum Iveco Crossway Pro, annars vegar rúta í eigu Hópbíla með sæti fyrir 40 farþega og hins vegar strætisvagn hjá Kynnisferðum. Þá verður nýr 16 farþega Renault Master einnig kynntur á sýningunni. Farþegarútur og strætisvagnar frá Iveco Bus hafa átt vinsældum að fagna hér á landi mörg undanfarin ár og má geta þess að rúmlega 40% fólksflutningabíla fyrir 16 farþega eða fleiri sem skráðir hafa verið hérlendis frá 2004 eru frá Iveco Bus. Þá eru um 70% strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu einnig frá Iveco Bus.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent