Ekki Pútin að þakka að komist var hjá hruni hagkerfis Rússa Lars Christensen skrifar 28. september 2016 09:00 Það hefur verið lítið um fagnaðarefni í rússneska hagkerfinu síðan Rússar innlimuðu Krím 18. mars 2014. Hvað verga landsframleiðslu varðar hefur verið stöðugur samdráttur síðan þá og á því leikur enginn vafi að rússneska hagkerfið heldur áfram að berjast í bökkum og það er erfitt að sjá meiriháttar bata handan við hornið. Samdráttur efnahagslífsins hefur hins vegar verið minni en margir – þar á meðal ég – höfðu búist við og við getum sannarlega ekki talað um efnahagslegt hrun.Olíuverð skiptir meira máli en landfræðistjórnmálTil að skilja hvað hefur gerst í rússneska hagkerfinu síðustu tvö ár er gagnlegt að gera greinarmun á eftirspurnarhnykk og framboðsrykk. Þýðingarmesti neikvæði eftirspurnarhnykkurinn sem orðið hefur í rússneska hagkerfinu síðan 2014 er hin skarpa lækkun á olíuverði sem við höfum orðið vitni að síðan um mitt ár 2014. Jafnvel þótt innlimunin og toppurinn á olíuverði hafi átt sér stað með nokkurra mánaða millibili 2014 held ég að þessir tveir atburðir séu næstum algerlega ótengdir, en það breytir ekki þeirri staðreynd að verðfallið á olíu er meiriháttar neikvæður eftirspurnarhnykkur fyrir rússneska hagkerfið. Reyndar tel ég að verðfallið á olíu hafi haft miklu neikvæðari áhrif á rússneska hagkerfið en hinn neikvæði framboðsrykkur sem við höfum séð í formi aukinnar pólitískrar óvissu og refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússum. Að því sögðu hafa aðgerðir ríkisstjórnar Pútíns gert lítið til að draga úr ótta fjárfesta og á því leikur enginn vafi að sýn vestrænna fjárfesta á ástandið í Rússlandi er (með réttu) mjög neikvæð.Fljótandi gengi til bjargarÞannig hefur ríkisstjórn Pútíns ekki beint aukið traust fjárfesta á rússnesku efnahagslífi, en þrátt fyrir það höfum við heldur ekki séð kollsteypu í rússneska hagkerfinu. Reyndar hefur rússneska hagkerfið ekki staðið sig mikið verr en önnur olíuútflutningshagkerfi á síðustu árum. Það er ein augljós ástæða fyrir þessu – Rússland er með fljótandi gengi og rússneski seðlabankinn hefur almennt leyft rúblunni að veikjast til að endurspegla bæði verðfallið á olíu og aukna pólitíska og efnahagslega óvissu. Eftir að hafa fyrst reynt að halda aftur af útsölu rúblunnar síðla árs 2014, með því að hækka stýrivexti verulega og grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum, komst rússneski seðlabankinn greinilega að þeirri niðurstöðu að það væri mikil hætta á hruni fjármálageirans ef rúblunni væri ekki leyft að veikjast. Afleiðingin er sú að frá því snemma árs 2015 var markaðnum að mestu leyft að ákvarða gengi rúblunnar, sem gerði líka seðlabankanum kleift að lækka stýrivexti verulega. Niðurstaðan er sú að rússneska hagkerfið stendur sannarlega ekki vel og ríkisstjórn Pútíns hefur ekki gert margt til að bæta ástandið, en hin ýmsu áföll sem hafa riðið yfir rússneskt efnahagslíf hafa ekki valdið kollsteypu, þökk sé aðallega fljótandi gengi í Rússlandi. Svo þótt hin veika rúbla sé ekki vinsæl á meðal rússneskra neytenda hefur gengislækkun hennar samt sem áður bjargað rússneska hagkerfinu frá hruni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Það hefur verið lítið um fagnaðarefni í rússneska hagkerfinu síðan Rússar innlimuðu Krím 18. mars 2014. Hvað verga landsframleiðslu varðar hefur verið stöðugur samdráttur síðan þá og á því leikur enginn vafi að rússneska hagkerfið heldur áfram að berjast í bökkum og það er erfitt að sjá meiriháttar bata handan við hornið. Samdráttur efnahagslífsins hefur hins vegar verið minni en margir – þar á meðal ég – höfðu búist við og við getum sannarlega ekki talað um efnahagslegt hrun.Olíuverð skiptir meira máli en landfræðistjórnmálTil að skilja hvað hefur gerst í rússneska hagkerfinu síðustu tvö ár er gagnlegt að gera greinarmun á eftirspurnarhnykk og framboðsrykk. Þýðingarmesti neikvæði eftirspurnarhnykkurinn sem orðið hefur í rússneska hagkerfinu síðan 2014 er hin skarpa lækkun á olíuverði sem við höfum orðið vitni að síðan um mitt ár 2014. Jafnvel þótt innlimunin og toppurinn á olíuverði hafi átt sér stað með nokkurra mánaða millibili 2014 held ég að þessir tveir atburðir séu næstum algerlega ótengdir, en það breytir ekki þeirri staðreynd að verðfallið á olíu er meiriháttar neikvæður eftirspurnarhnykkur fyrir rússneska hagkerfið. Reyndar tel ég að verðfallið á olíu hafi haft miklu neikvæðari áhrif á rússneska hagkerfið en hinn neikvæði framboðsrykkur sem við höfum séð í formi aukinnar pólitískrar óvissu og refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússum. Að því sögðu hafa aðgerðir ríkisstjórnar Pútíns gert lítið til að draga úr ótta fjárfesta og á því leikur enginn vafi að sýn vestrænna fjárfesta á ástandið í Rússlandi er (með réttu) mjög neikvæð.Fljótandi gengi til bjargarÞannig hefur ríkisstjórn Pútíns ekki beint aukið traust fjárfesta á rússnesku efnahagslífi, en þrátt fyrir það höfum við heldur ekki séð kollsteypu í rússneska hagkerfinu. Reyndar hefur rússneska hagkerfið ekki staðið sig mikið verr en önnur olíuútflutningshagkerfi á síðustu árum. Það er ein augljós ástæða fyrir þessu – Rússland er með fljótandi gengi og rússneski seðlabankinn hefur almennt leyft rúblunni að veikjast til að endurspegla bæði verðfallið á olíu og aukna pólitíska og efnahagslega óvissu. Eftir að hafa fyrst reynt að halda aftur af útsölu rúblunnar síðla árs 2014, með því að hækka stýrivexti verulega og grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum, komst rússneski seðlabankinn greinilega að þeirri niðurstöðu að það væri mikil hætta á hruni fjármálageirans ef rúblunni væri ekki leyft að veikjast. Afleiðingin er sú að frá því snemma árs 2015 var markaðnum að mestu leyft að ákvarða gengi rúblunnar, sem gerði líka seðlabankanum kleift að lækka stýrivexti verulega. Niðurstaðan er sú að rússneska hagkerfið stendur sannarlega ekki vel og ríkisstjórn Pútíns hefur ekki gert margt til að bæta ástandið, en hin ýmsu áföll sem hafa riðið yfir rússneskt efnahagslíf hafa ekki valdið kollsteypu, þökk sé aðallega fljótandi gengi í Rússlandi. Svo þótt hin veika rúbla sé ekki vinsæl á meðal rússneskra neytenda hefur gengislækkun hennar samt sem áður bjargað rússneska hagkerfinu frá hruni.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun