Sonur Diego Simeone, knattspyrnustjóra Atlético Madrid, skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Genoa í gær.
Giovanni Simeone var í fyrsta skipti í byrjunarliði Genoa þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Pescara í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Hann skoraði mark Genoa á 47. mínútu.
Simeone yngri fæddist í Madríd í júlí 1995 og er því 21 árs. Hann ólst upp á Spáni og Ítalíu en gekk í raðir River Plate í Argentínu 2008, þá 13 ára gamall.
Hann lék með River Plate og sem lánsmaður hjá Banfield áður en hann samdi við Genoa í sumar.
Simeone yngri hefur leikið 12 leiki fyrir U-20 ára lið Argentínu og skorað 10 mörk.
