Lotus 3-Eleven náði tímanum 7:06 á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2016 11:11 Hraðskreiðasti bíll sem Lotus hefur smíðað er Lotus 3-Eleven en honum var ekið um daginn á Nürburgring brautinni þýsku. Lotus segir að hann hafi náð þar tímanum 7 mínútur og 6 sekúndur, en sá tími byggir reyndar á því að leggja saman tíma bílsins á nokkrum hlutum brautarinnar. Þegar Lotus 3-Eleven bíllinn fór brautina voru margir aðrir bílar ú henni og Lotus menn fullyrða að ef svo hefði ekki verið myndi bíllinn ná tíma kringum 7 mínútum sléttum. Það myndi höggva nálægt tíma Porsche 918 Spyder bílsins, en hann náði tímanum 6:57 og telst þriðji hraðskreiðasti bíllinn sem farið hefur um brautina. Aðeins bílarnir Radical SR8LM á 6:48 og Radical SR8 á 6:56 hafa náð betri tíma. Lotus 3-Eleven er 460 hestafla bíll sem vegur aðeins 890 kíló í kappakstursútgáfu, en 926 kíló sem götuhæfur bíll. Mesti hraði bílsins á Nürburgring brautinni mældist 274 km/klst og þessi bíll er minna en 3 sekúndur í 100 km hraða. Sjá má myndskeið af ferð Lotus 3-Eleven bílsins á brautinni hér að ofan. Bílar video Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent
Hraðskreiðasti bíll sem Lotus hefur smíðað er Lotus 3-Eleven en honum var ekið um daginn á Nürburgring brautinni þýsku. Lotus segir að hann hafi náð þar tímanum 7 mínútur og 6 sekúndur, en sá tími byggir reyndar á því að leggja saman tíma bílsins á nokkrum hlutum brautarinnar. Þegar Lotus 3-Eleven bíllinn fór brautina voru margir aðrir bílar ú henni og Lotus menn fullyrða að ef svo hefði ekki verið myndi bíllinn ná tíma kringum 7 mínútum sléttum. Það myndi höggva nálægt tíma Porsche 918 Spyder bílsins, en hann náði tímanum 6:57 og telst þriðji hraðskreiðasti bíllinn sem farið hefur um brautina. Aðeins bílarnir Radical SR8LM á 6:48 og Radical SR8 á 6:56 hafa náð betri tíma. Lotus 3-Eleven er 460 hestafla bíll sem vegur aðeins 890 kíló í kappakstursútgáfu, en 926 kíló sem götuhæfur bíll. Mesti hraði bílsins á Nürburgring brautinni mældist 274 km/klst og þessi bíll er minna en 3 sekúndur í 100 km hraða. Sjá má myndskeið af ferð Lotus 3-Eleven bílsins á brautinni hér að ofan.
Bílar video Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent