Herja á Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2016 10:23 Vísir/AFP Fjölda sprengja hefur verið varpað á borgina Aleppo í Sýrlandi á undanförnum dögum. Aðgerðarsinnar segja minnst 30 loftárásir hafa verið gerðar í nótt. Minnst 250 þúsund manns halda til á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar. Ný sókn stjórnarhers Sýrlands var tilkynnt í ríkissjónvarpi landsins og var borgurum í Aleppo skipað að halda sér frá hryðjuverkamönnum og stöðum þar sem þá má finna. (Ríkisstjórn Sýrlands kallar allar fylkingar sem berjast gegn sér hryðjuverkamenn.) Þá höfðu loftárásir á borgina þó staðið yfir í tvo daga áður en tilkynningin var birt. Stjórnarherinn lýsti því yfir á mánudaginn að þeir myndu hætta að fylgja skilmálum vopnahlés Bandaríkjanna og Rússlands. Þeir sökuðu uppreisnarmenn um að hafa margrofið vopnahléið en ásakanir um slíkt höfðu gengið víxl alla vikuna sem vopnahléið var í gildi. Loftárásir hafa verið gerðar á borgina á hverjum degi frá því á mánudaginn. Talið er að tugir hafi látið lífið. Í samtali við Reuters sagði Ammar al-Selmo, yfirmaður björgunarsveita Aleppo, að fimm rússneskar flugvélar hefðu verið á sveimi yfir borginni. Aleppo var stærsta borg Sýrlands áður en styrjöldin hófst í Sýrlandi. Hún hefur orðið verulega illa úti í átökunum, en stjórnarherinn hefur í raun setið um yfirráðasvæði uppreisnarmanna í tvo mánuði. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00 Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47 Sýrlandsher hefur nýja sókn gegn uppreisnarhópum í Aleppo Sýrlandsher tilkynnti nú undir kvöld að hann muni nú hefja nýja sókn gegn uppreisnarhópnum í austurhluta borgarinnar Aleppo, en herinn hefur staðið fyrir miklum sprengjuárásum á uppreisnarhópana síðustu daga, eða allt frá því að vopnahléinu lauk á mánudag. 23. september 2016 00:03 Gríðarlegar loftárásir á Aleppo: „Eins og verið sé að bæta upp fyrir vopnahléið“ Svo virðist sem að vopahléið í Sýrlandi sé endanlega úr sögunni. 22. september 2016 14:02 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Fjölda sprengja hefur verið varpað á borgina Aleppo í Sýrlandi á undanförnum dögum. Aðgerðarsinnar segja minnst 30 loftárásir hafa verið gerðar í nótt. Minnst 250 þúsund manns halda til á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar. Ný sókn stjórnarhers Sýrlands var tilkynnt í ríkissjónvarpi landsins og var borgurum í Aleppo skipað að halda sér frá hryðjuverkamönnum og stöðum þar sem þá má finna. (Ríkisstjórn Sýrlands kallar allar fylkingar sem berjast gegn sér hryðjuverkamenn.) Þá höfðu loftárásir á borgina þó staðið yfir í tvo daga áður en tilkynningin var birt. Stjórnarherinn lýsti því yfir á mánudaginn að þeir myndu hætta að fylgja skilmálum vopnahlés Bandaríkjanna og Rússlands. Þeir sökuðu uppreisnarmenn um að hafa margrofið vopnahléið en ásakanir um slíkt höfðu gengið víxl alla vikuna sem vopnahléið var í gildi. Loftárásir hafa verið gerðar á borgina á hverjum degi frá því á mánudaginn. Talið er að tugir hafi látið lífið. Í samtali við Reuters sagði Ammar al-Selmo, yfirmaður björgunarsveita Aleppo, að fimm rússneskar flugvélar hefðu verið á sveimi yfir borginni. Aleppo var stærsta borg Sýrlands áður en styrjöldin hófst í Sýrlandi. Hún hefur orðið verulega illa úti í átökunum, en stjórnarherinn hefur í raun setið um yfirráðasvæði uppreisnarmanna í tvo mánuði.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00 Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47 Sýrlandsher hefur nýja sókn gegn uppreisnarhópum í Aleppo Sýrlandsher tilkynnti nú undir kvöld að hann muni nú hefja nýja sókn gegn uppreisnarhópnum í austurhluta borgarinnar Aleppo, en herinn hefur staðið fyrir miklum sprengjuárásum á uppreisnarhópana síðustu daga, eða allt frá því að vopnahléinu lauk á mánudag. 23. september 2016 00:03 Gríðarlegar loftárásir á Aleppo: „Eins og verið sé að bæta upp fyrir vopnahléið“ Svo virðist sem að vopahléið í Sýrlandi sé endanlega úr sögunni. 22. september 2016 14:02 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00
Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47
Sýrlandsher hefur nýja sókn gegn uppreisnarhópum í Aleppo Sýrlandsher tilkynnti nú undir kvöld að hann muni nú hefja nýja sókn gegn uppreisnarhópnum í austurhluta borgarinnar Aleppo, en herinn hefur staðið fyrir miklum sprengjuárásum á uppreisnarhópana síðustu daga, eða allt frá því að vopnahléinu lauk á mánudag. 23. september 2016 00:03
Gríðarlegar loftárásir á Aleppo: „Eins og verið sé að bæta upp fyrir vopnahléið“ Svo virðist sem að vopahléið í Sýrlandi sé endanlega úr sögunni. 22. september 2016 14:02