Þrjár milljónir á fjáraukalögum í aðstoðarmann fyrir Ólaf Ragnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2016 23:14 Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands. vísir/ernir Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála-og efnahagsráðherra til fjáraukalaga ársins 2016 var birt á vef Alþingis í kvöld. Þar kennir ýmissa grasa en á meðal helstu útgjaldaliða frumvarpsins eru 1,5 milljarða króna aukið framlag til öldrunarstofnanna og verulega aukin útgjöld til Útlendingastofnunar vegna fjölda hælisumsókna. Þannig eru 600 milljónir settar í uppihald hælisleitenda hér á landi og 200 milljónir fara til Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála vegna aukinnar umsýslu og til að hraða málsmeðferð hælisumsókna. Þá vekur það athygli að aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins óskar eftir þriggja milljóna króna framlagi vegna þjónustu við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta sem lét af embætti þann 1. ágúst síðastliðinn. Í frumvarpinu kemur fram að ríkisstjórnin hafi samþykkt að bjóða Ólafi aðstoð og þjónustu vegna ýmissa verkefna sem verða áfram á hans borði.Sjö milljónir á næsta ári „Gert er ráð fyrir að starfsmanni utanríkisráðuneytis verði falið að veita fyrrverandi forseta aðstoð og þjónustu samkvæmt framangreindu við þessi verkefni í allt að 50% starfshlutfalli,“ segir í frumvarpinu. Í ár eru áætluð útgjöld vegna þessa þrjár milljónir króna og á næsta ári sjö milljónir króna. Þá á þessi ákvörðun um aðstoð og þjónustu að koma til endurmats ekki síðar en að tveimur árum liðnum. Ekki kemur fram í frumvarpinu hvaða verkefni það eru sem verða áfram á borði Ólafs en málefni Norðurslóða hafa lengi verið honum hugleikin og má gera ráð fyrir því að það sé á meðal þess sem hann muni áfram sinna.Uppfæra á heimasíðu forsetaembættisins Eins og flestum ætti að vera kunnugt tók Guðni Th. Jóhannesson við embætti forseta Íslands af Ólafi Ragnari. Á fjáraukalögum er farið fram á aukið framlag til almenns reksturs hjá embætti forseta. Þannig er sótt um 10 milljónir króna vegna kostnaðar í tengslum við og í framhaldi af embættistöku Guðna. Nota á aukafjárframlagið til að bæta við starfsmanni á Bessastaði en starfsmannafjöldinn þar hefur haldist óbreyttur undanfarna áratugi. Þá hafði brotthvarf forseta úr embætti og embættistaka nýs forseta í för með sér ýmis útgjöld. Síðan á að uppfæra heimasíðu forsetaembættisins en hún hefur verið óbreytt frá árinu 2000. Talið er brýnt að færa vefinn til nútímahorfs, auka gagnvirkni og aðgengi snjalltækja. Efna á til útboðs í haust og opna nýja heimasíðu fyrir lok ársins. Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála-og efnahagsráðherra til fjáraukalaga ársins 2016 var birt á vef Alþingis í kvöld. Þar kennir ýmissa grasa en á meðal helstu útgjaldaliða frumvarpsins eru 1,5 milljarða króna aukið framlag til öldrunarstofnanna og verulega aukin útgjöld til Útlendingastofnunar vegna fjölda hælisumsókna. Þannig eru 600 milljónir settar í uppihald hælisleitenda hér á landi og 200 milljónir fara til Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála vegna aukinnar umsýslu og til að hraða málsmeðferð hælisumsókna. Þá vekur það athygli að aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins óskar eftir þriggja milljóna króna framlagi vegna þjónustu við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta sem lét af embætti þann 1. ágúst síðastliðinn. Í frumvarpinu kemur fram að ríkisstjórnin hafi samþykkt að bjóða Ólafi aðstoð og þjónustu vegna ýmissa verkefna sem verða áfram á hans borði.Sjö milljónir á næsta ári „Gert er ráð fyrir að starfsmanni utanríkisráðuneytis verði falið að veita fyrrverandi forseta aðstoð og þjónustu samkvæmt framangreindu við þessi verkefni í allt að 50% starfshlutfalli,“ segir í frumvarpinu. Í ár eru áætluð útgjöld vegna þessa þrjár milljónir króna og á næsta ári sjö milljónir króna. Þá á þessi ákvörðun um aðstoð og þjónustu að koma til endurmats ekki síðar en að tveimur árum liðnum. Ekki kemur fram í frumvarpinu hvaða verkefni það eru sem verða áfram á borði Ólafs en málefni Norðurslóða hafa lengi verið honum hugleikin og má gera ráð fyrir því að það sé á meðal þess sem hann muni áfram sinna.Uppfæra á heimasíðu forsetaembættisins Eins og flestum ætti að vera kunnugt tók Guðni Th. Jóhannesson við embætti forseta Íslands af Ólafi Ragnari. Á fjáraukalögum er farið fram á aukið framlag til almenns reksturs hjá embætti forseta. Þannig er sótt um 10 milljónir króna vegna kostnaðar í tengslum við og í framhaldi af embættistöku Guðna. Nota á aukafjárframlagið til að bæta við starfsmanni á Bessastaði en starfsmannafjöldinn þar hefur haldist óbreyttur undanfarna áratugi. Þá hafði brotthvarf forseta úr embætti og embættistaka nýs forseta í för með sér ýmis útgjöld. Síðan á að uppfæra heimasíðu forsetaembættisins en hún hefur verið óbreytt frá árinu 2000. Talið er brýnt að færa vefinn til nútímahorfs, auka gagnvirkni og aðgengi snjalltækja. Efna á til útboðs í haust og opna nýja heimasíðu fyrir lok ársins.
Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira