Böðvar Böðvarsson, leikmaður Íslandsmeistara FH, fótbrotnaði mjög illa þegar hann var tíu ára en það stöðvaði hann ekki.
„Ég er að elta langa sendingu og lendi í samstuði. Við það brotnar allt í vinstri löppinni minni,“ segir Böðvar í samtali við íþróttadeild.
„Ég er frá í svona eitt ár. Næ að verða meistari samt á eldra árinu í 5. flokki. Þá var ég kominn með álagsmeiðsli í hnénu eftir að hafa byrjað of fljótt aftur. Ég er sem betur fer orðinn góður í dag.“
Böðvar lék þá sem framherji en hann færði sig aftar á völlinn og er bakvörður í meistaraliði FH.
„Læknar eru svartsýnustu menn sem maður talar við. Þeir töldu að ég gæti ekki beitt mér að fullu næstu þrjú til fjögur árin. Ég kom fyrr til baka en það. Ég er´sáttur við hvernig þetta þróaðist. Ef ég hefði ekki lent í þessum meiðslum þá væri ég kannski að berjast um sæti sem framherji í 2. deildinni núna. Ég er sáttur við að vera bakvörður í dag.“
Aðeins viku eftir meiðslin var Böðvar mættur á Essó-mótið á Akureyri í hjólastól. Þá var tekið við hann viðtal sem má sjá í fréttinni hér að ofan.
Böðvar mætti á Essó-mótið í hjólastól
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti







„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti