París og París Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 22. september 2016 07:00 Kæru þingmenn. Ég vil byrja á að þakka ykkur öllum fyrir að samþykkja fullgildingu Parísarsamningsins um loftlagsmál. Ég vil jafnframt benda ykkur á að með þessari samþykkt eruð þið að samþykkja vegferð sem krefst vinnu og hugrekkis. Þegar sett eru formleg markmið fyrir heilt land í umboði þjóðarinnar þá má gera eðlilega kröfu um lágmarks metnað í að standa við slíkar skuldbindingar. Þessi samþykkt er í umboði þjóðarinnar og ef aðgerðir eða aðgerðaleysi valda því að ekki tekst að uppfylla skuldbindingarnar þá er skömmin allra. Sem Íslendingi er mér bara ekki sama hvernig okkur mun ganga í þessari baráttu, ekki frekar en mér var sama hvernig landsliðinu gekk á EM í sumar. Ég var ekki að spila með liðinu og átti engan ættingja í því en samt skipti það mig máli að liðið stæði sig vel, enda fulltrúar mínir á alþjóðavettvangi. Með fullgildingu Parísarsamningsins höfum við skráð okkur á alþjóðamót þar sem landsmenn hljóta að krefjast þess að við sýnum lágmarksárangur og viðleitni. Í raun er þetta einfaldari ákvörðun fyrir íslenska þingmenn en marga kollega þeirra úti í heimi. Ýmsar þjóðir þurfa nú t.d. að ákveða að nýta ekki kolaauðlindir sem þær eiga. Það er erfið og íþyngjandi ákvörðun. Við þurfum hins vegar bara að skipta úr innfluttri orku í innlenda. Hér eru líka orkumál tæknilega afgreidd að mestu leyti, þ.e. öll raforkuframleiðsla og hitun er kolefnisfrí. Enn merkilegra er að þetta er gert með hagkvæmum hætti án aukakostnaðar. Aðrar þjóðir þurfa hins vegar að fara í gríðarlega dýrar og flóknar umbætur til að minnka kolefnið í þeirra raforku- og upphitunarkerfum. Okkur er varla mikil vorkunn að eyða smá peningum í lokaorkuskiptin, þ.e. samgöngur og fiskiskip.Skynsamleg útgjöld Já, þetta kostar, hættum að tala öðruvísi. Þetta eru hins vegar skynsamleg útgjöld, alveg eins og hitaveituvæðing fyrri tíma sem kostaði stórfé en skilar gríðarlegum þjóðarsparnaði í dag. Gleymum því aldrei að eldri kynslóðir tóku á sig hrikalegan fjárfestingakostnað í hitaveitum sem framtíðarkynslóðir njóta góðs af. Getum við ekki hugsað eins fyrir samgöngur? Þetta er heldur ekki flókið því að lausnirnar eru komnar og tilbúnar úti í búð. Fyrsta skrefið er komið, þ.e. góðar ívilnanir fyrir nýorkubíla eru til staðar en nú þarf að taka stærri ákvörðun til að flýta innleiðingu enn frekar. Ef við ætlum að standa við ofangreindar skuldbindingar þá þarf einfaldlega að hraða innleiðingu orkuskipta í samgöngum og sjávarútvegi. Það þarf að gera með hækkun kolefnisgjalds sem vissulega hækkar olíuverð. Verð á olíulítra eru einmitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun er nauðsynleg fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snarfjölga og hjólreiðar, almenningssamgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda. Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti, eins og nú þegar er hafin t.d. hjá CRI og Orkey, myndi einnig eflast til muna. Ég veit, kæru þingmenn, að skattahækkanir eru ekki vinsælasta kosningaloforðið en ef það truflar ykkur, lækkið þá bara einfaldlega skatta á allt annað. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út neikvæðum áhrifum kolefnisgjalds á heimili, fyrirtæki og verðbólgu. Sumir leitast eftir að gera sem allra minnst og telja að endurheimt votlendis skili nægu þannig að óþarfi sé að taka frekari framfaraskref í umhverfismálum. Í fyrsta lagi er ekkert að því að standa sig betur en lágmarkskuldbindingar. Alveg eins og íslenska landsliðið lét ekki nægja að komast á EM heldur ákvað að blómstra líka í lokakeppninni. Í öðru lagi er eitthvað rangt við það að leiðrétting á allt of umfangsmiklum, ríkisstyrktum, skurðgreftri fortíðar verði eina framlag okkar í loftlagsmálum. Við yrðum að algeru athlægi á alþjóðavísu ef við ætluðum t.d. að lækka skatta á eyðslufrekar bifreiðar bara af því að við fundum enn verri ósóma úr fortíðinni. París var vettvangur afreks í sumar þegar landsliðið lagði enn harðar að sér en ætlast var til og kom okkur upp úr riðlakeppninni. Nú erum við stödd í öðrum leik í París, þar sem ég vil sjá alvöru einurð, metnað og úrslit.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Sjá meira
Kæru þingmenn. Ég vil byrja á að þakka ykkur öllum fyrir að samþykkja fullgildingu Parísarsamningsins um loftlagsmál. Ég vil jafnframt benda ykkur á að með þessari samþykkt eruð þið að samþykkja vegferð sem krefst vinnu og hugrekkis. Þegar sett eru formleg markmið fyrir heilt land í umboði þjóðarinnar þá má gera eðlilega kröfu um lágmarks metnað í að standa við slíkar skuldbindingar. Þessi samþykkt er í umboði þjóðarinnar og ef aðgerðir eða aðgerðaleysi valda því að ekki tekst að uppfylla skuldbindingarnar þá er skömmin allra. Sem Íslendingi er mér bara ekki sama hvernig okkur mun ganga í þessari baráttu, ekki frekar en mér var sama hvernig landsliðinu gekk á EM í sumar. Ég var ekki að spila með liðinu og átti engan ættingja í því en samt skipti það mig máli að liðið stæði sig vel, enda fulltrúar mínir á alþjóðavettvangi. Með fullgildingu Parísarsamningsins höfum við skráð okkur á alþjóðamót þar sem landsmenn hljóta að krefjast þess að við sýnum lágmarksárangur og viðleitni. Í raun er þetta einfaldari ákvörðun fyrir íslenska þingmenn en marga kollega þeirra úti í heimi. Ýmsar þjóðir þurfa nú t.d. að ákveða að nýta ekki kolaauðlindir sem þær eiga. Það er erfið og íþyngjandi ákvörðun. Við þurfum hins vegar bara að skipta úr innfluttri orku í innlenda. Hér eru líka orkumál tæknilega afgreidd að mestu leyti, þ.e. öll raforkuframleiðsla og hitun er kolefnisfrí. Enn merkilegra er að þetta er gert með hagkvæmum hætti án aukakostnaðar. Aðrar þjóðir þurfa hins vegar að fara í gríðarlega dýrar og flóknar umbætur til að minnka kolefnið í þeirra raforku- og upphitunarkerfum. Okkur er varla mikil vorkunn að eyða smá peningum í lokaorkuskiptin, þ.e. samgöngur og fiskiskip.Skynsamleg útgjöld Já, þetta kostar, hættum að tala öðruvísi. Þetta eru hins vegar skynsamleg útgjöld, alveg eins og hitaveituvæðing fyrri tíma sem kostaði stórfé en skilar gríðarlegum þjóðarsparnaði í dag. Gleymum því aldrei að eldri kynslóðir tóku á sig hrikalegan fjárfestingakostnað í hitaveitum sem framtíðarkynslóðir njóta góðs af. Getum við ekki hugsað eins fyrir samgöngur? Þetta er heldur ekki flókið því að lausnirnar eru komnar og tilbúnar úti í búð. Fyrsta skrefið er komið, þ.e. góðar ívilnanir fyrir nýorkubíla eru til staðar en nú þarf að taka stærri ákvörðun til að flýta innleiðingu enn frekar. Ef við ætlum að standa við ofangreindar skuldbindingar þá þarf einfaldlega að hraða innleiðingu orkuskipta í samgöngum og sjávarútvegi. Það þarf að gera með hækkun kolefnisgjalds sem vissulega hækkar olíuverð. Verð á olíulítra eru einmitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun er nauðsynleg fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snarfjölga og hjólreiðar, almenningssamgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda. Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti, eins og nú þegar er hafin t.d. hjá CRI og Orkey, myndi einnig eflast til muna. Ég veit, kæru þingmenn, að skattahækkanir eru ekki vinsælasta kosningaloforðið en ef það truflar ykkur, lækkið þá bara einfaldlega skatta á allt annað. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út neikvæðum áhrifum kolefnisgjalds á heimili, fyrirtæki og verðbólgu. Sumir leitast eftir að gera sem allra minnst og telja að endurheimt votlendis skili nægu þannig að óþarfi sé að taka frekari framfaraskref í umhverfismálum. Í fyrsta lagi er ekkert að því að standa sig betur en lágmarkskuldbindingar. Alveg eins og íslenska landsliðið lét ekki nægja að komast á EM heldur ákvað að blómstra líka í lokakeppninni. Í öðru lagi er eitthvað rangt við það að leiðrétting á allt of umfangsmiklum, ríkisstyrktum, skurðgreftri fortíðar verði eina framlag okkar í loftlagsmálum. Við yrðum að algeru athlægi á alþjóðavísu ef við ætluðum t.d. að lækka skatta á eyðslufrekar bifreiðar bara af því að við fundum enn verri ósóma úr fortíðinni. París var vettvangur afreks í sumar þegar landsliðið lagði enn harðar að sér en ætlast var til og kom okkur upp úr riðlakeppninni. Nú erum við stödd í öðrum leik í París, þar sem ég vil sjá alvöru einurð, metnað og úrslit.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun